Farþegaflug hefur sætt vaxandi gagnrýni á síðustu árum, enda losa þoturnar gríðarlegan koltvísýring og auka á hnattræna hlýnun.
Borgaralegt flug er ábyrgt fyrir um 2,5% af koltvísýringslosun heims og áður en það féll að mestu niður í Covid var losunin um milljarður tonn á ári.
Nú hafa verkfræðingar hjá bandarísku geimferðastofnuninni NASA afhjúpað nýja vænghönnun sem sögð er geta minnkað losunina um 30% í hverri flugferð.
Í samvinnu við flugframleiðandann Boeing hefur NASA hannað flugvélina X-66A sem um miðjan júní fékk viðurkenningu Bandaríkjahers sem tilraunavél.
Tilraunavélar fá X sem upphafsstaf heitis og er ætlað að prófa nýja tækni og hönnun sem menn binda vonir við að koma megi í fjöldaframleiðslu.
Mjúkur vængurinn veitir vélinni meiri svifkraft
Samkvæmt áætluninni á fyrsta X-66A vélin að fara á loft 2028. Vélin verður hlaðin nýrri tækni, gerð úr nýjum efnum, afkastameiri rafeindatækjum og knúin háþróuðum þotuhreyflum.
Mesta athygli vekja þó nýir vængir sem studdir verða með skástífu. Vænggerðin kallast „Transonic Truss-Braced Wing“ og á bæði að draga úr loftmótstöðu og veita vélinni meiri svifkraft og spara þannig eldsneyti.
Háþróaður vængur sem líkjast vængjum svifflugu ætti að gera tilraunaflugvélum NASA og Boeing kleift að svífa betur og spara eldsneyti.
Að samanlögðu gerir öll þessi nýja tækni kleift að minnka koltvísýringslosun í flugi um nærri þriðjung. Og það er í samanburði við allra nýjustu gerðir.
Í samanburði við þotur frá 2005 sem margar eru enn í notkun, er minnkunin nær því að vera tveir þriðju.
NASA hyggst reisa kjarnorkuver á tunglinu
Bandaríska geimferðastofnunin hefur efnt til samkeppni um hver geti skilað bestu tillögu að kjarnorkuveri á tunglinu fyrir árið 2030. Þetta orkuver á að koma að haldi við geimferðir framtíðarinnar.
Milljarðafjárfesting í grænu flugi
Fyrsta skrefið á vegferðinni er að smíða frumgerð til tilraunaflugs. Að samanlögðu hafa NASA og Boeing lagt um milljarð dollara í verkefnið og af þeirri upphæð koma nærri þrír fjórðu eða um 725 milljarðar frá Boeing.
Tilraunavélin verður byggð með hliðsjón af MD-90, lítilli þotu með einum gangi milli farþegasæta. Stærð vængsins er í fyrstu miðuð við slíka vél en vélar af þeirri stærð eru líka algengar á markaði.
Reyndar eru flugvélar af þessari stærð ábyrgar fyrir um helmingi af koltvísýringslosun flugvéla á almennum markaði.