Jörðin

Ný NASA-flugvél á að minnka losun í flugi

Með nýrri hönnun taka NASA og Boeing höndum saman um að finna grænni framtíð fyrir flugið sem er loftslagsbaráttunni óhemju þungt í skauti. Sérstök vænghönnun á að spara bensín og draga úr koltvísýringslosun.

BIRT: 26/03/2024

Farþegaflug hefur sætt vaxandi gagnrýni á síðustu árum, enda losa þoturnar gríðarlegan koltvísýring og auka á hnattræna hlýnun.

 

Borgaralegt flug er ábyrgt fyrir um 2,5% af koltvísýringslosun heims og áður en það féll að mestu niður í Covid var losunin um milljarður tonn á ári.

 

Nú hafa verkfræðingar hjá bandarísku geimferðastofnuninni NASA afhjúpað nýja vænghönnun sem sögð er geta minnkað losunina um 30% í hverri flugferð.

 

Í samvinnu við flugframleiðandann Boeing hefur NASA hannað flugvélina X-66A sem um miðjan júní fékk viðurkenningu Bandaríkjahers sem tilraunavél.

 

Tilraunavélar fá X sem upphafsstaf heitis og er ætlað að prófa nýja tækni og hönnun sem menn binda vonir við að koma megi í fjöldaframleiðslu.

 

Mjúkur vængurinn veitir vélinni meiri svifkraft

Samkvæmt áætluninni á fyrsta X-66A vélin að fara á loft 2028. Vélin verður hlaðin nýrri tækni, gerð úr nýjum efnum, afkastameiri rafeindatækjum og knúin háþróuðum þotuhreyflum.

 

Mesta athygli vekja þó nýir vængir sem studdir verða með skástífu. Vænggerðin kallast „Transonic Truss-Braced Wing“ og á bæði að draga úr loftmótstöðu og veita vélinni meiri svifkraft og spara þannig eldsneyti.

Háþróaður vængur sem líkjast vængjum svifflugu ætti að gera tilraunaflugvélum NASA og Boeing kleift að svífa betur og spara eldsneyti.

Að samanlögðu gerir öll þessi nýja tækni kleift að minnka koltvísýringslosun í flugi um nærri þriðjung. Og það er í samanburði við allra nýjustu gerðir.

 

Í samanburði við þotur frá 2005 sem margar eru enn í notkun, er minnkunin nær því að vera tveir þriðju.

NASA hyggst reisa kjarnorkuver á tunglinu

Bandaríska geimferðastofnunin hefur efnt til samkeppni um hver geti skilað bestu tillögu að kjarnorkuveri á tunglinu fyrir árið 2030. Þetta orkuver á að koma að haldi við geimferðir framtíðarinnar.

Milljarðafjárfesting í grænu flugi

Fyrsta skrefið á vegferðinni er að smíða frumgerð til tilraunaflugs. Að samanlögðu hafa NASA og Boeing lagt um milljarð dollara í verkefnið og af þeirri upphæð koma nærri þrír fjórðu eða um 725 milljarðar frá Boeing.

 

Tilraunavélin verður byggð með hliðsjón af MD-90, lítilli þotu með einum gangi milli farþegasæta. Stærð vængsins er í fyrstu miðuð við slíka vél en vélar af þeirri stærð eru líka algengar á markaði.

 

Reyndar eru flugvélar af þessari stærð ábyrgar fyrir um helmingi af koltvísýringslosun flugvéla á almennum markaði.

HÖFUNDUR: SØREN STEENSIG

© NASA

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Læknisfræði

Ofvirkni í heilastöð veldur stami

Maðurinn

Rannsókn: Þetta er ástæðan fyrir því að börn læra hraðar en fullorðnir

Maðurinn

Heilinn kortlagður: Smásæ vefsýni sýna stórbrotin smáatriði

Náttúran

Af hverju er kalt í mikilli hæð?

Maðurinn

Hversu oft segjum við ósatt?

Lifandi Saga

Kjarnorkuógnin: Sovéskur kafbátur í skerjagarðinum

Alheimurinn

Lítið eitt um þyngdarkraftinn

Menning

Hverjir höfðu fasta búsetu í Machu Picchu?

Lifandi Saga

Hitler var á efnum alla seinni heimsstyrjöld

Jörðin

Af hverju virðist Grænland álíka stórt og Ástralía?

Lifandi Saga

Hversu góðir vinir eru Kína og Rússland? 

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.