NASA hyggst reisa kjarnorkuver á tunglinu

Bandaríska geimferðastofnunin hefur efnt til samkeppni um hver geti skilað bestu tillögu að kjarnorkuveri á tunglinu fyrir árið 2030. Þetta orkuver á að koma að haldi við geimferðir framtíðarinnar.

BIRT: 28/12/2022

LESTÍMI:

2 mínútur

Draumurinn um bækistöð á tunglinu færist nú nær veruleikanum. Vísindamönnum hefur tekist að fá plöntur til að spíra í tunglryki. Þær eiga bæði að framleiða fæðu og súrefni og á næstu árum á líka að bora þar eftir vatni.

 

Jafnframt er Nokia að undirbúa 4G-net fyrir tunglið. En hvaðan á rafmagnið að koma?

 

Bandaríska geimferðastofnunin NASA vinnur að lausn á þeim vanda. Ætlunin er að reisa kjarnorkuver í 384.000 km fjarlægð frá jörðu eða nánar tiltekið á tunglinu sjálfu.

 

Verið á að standa tilbúið árið 2030.

NASA þarf stöðuga orku

Þótt sólþiljur geti reyndar framleitt raforku á tunglinu, eins og gert er á Marsjeppunum, þarf bækistöð á tunglinu mikla orku sem að auki þarf að vera jöfn og stöðug.

 

NASA hefur þegar valið þrjár hönnunartillögur að kjarnakljúf sem á að vera tilbúinn fyrir geimskot fyrir lok áratugarins.

 

„Það getur hjálpað okkur áleiðis að þróa þessa frumhönnum; við getum lagt grundvöllinn að langtíma viðveru manna á öðrum hnöttum,“ segir Jim Reuter sem er stjórnandi hjá geimtæknistjórndeild NASA.

Þannig virkar kjarnakljúfur

Kjarnakljúfur nýtir þá orku sem losnar við að kljúfa frumeindakjarna á borð við úran.

 

Kjarninn er klofinn með því að skjóta nifteindum inn í frumefnið úran-235 sem er fært um að viðhalda keðjuverkun.

 

Öfugt við endurnýjanlega orkugjafa skilar kjarnakljúfur orku jafnt og þétt og má því koma honum fyrir í myrkri, t.d. á tunglinu.

Það eru þrjú bandarísk fyrirtæki sem hafa fengið fimm milljónir dollara hvert til að þróa bestu lausnina: Lockheed Martin, Westinghouse og IX.

 

Það verður hluti Artemisáætlunar NASA að láta geimfara athuga möguleika þessara þriggja kosta strax í fyrstu mönnuðu tunglferðinni síðan 1972 sem nú er áætlað að fari til tunglsins 2025.

 

Kjarnakljúfurinn á að framleiða 40 kW og endast í a.m.k. 10 ár. Von manna er sú að kjarnakljúfar framtíðarinnar geti tryggt stöðuga viðveru manna á tunglinu.

BIRT: 28/12/2022

HÖFUNDUR: SØREN ROSENBERG PEDERSEN

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: NASA

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is