Maðurinn

Ný rannsókn leiðir í ljós: Þetta er barnið í systkinahópnum sem er oftast í uppáhaldi hjá foreldrum

Í nýrri rannsókn á 20.000 manns hafa vísindamenn komist að því hver er að öllu jöfnu uppáhaldsbarn foreldra. Þeir benda á ýmislegt sem gerir barn uppáhalds.

BIRT: 01/02/2025

Flest okkar hafa líklega velt því fyrir sér einhvern tímann hvort þau séu uppáhald foreldra sinna.

 

Og, ótrúlegt en satt,  það hafa vísindamenn líka gert.

 

Spurningin um hvaða barn í systkinahópnum er oftast í uppáhaldi foreldra hefur verið viðfangsefni nokkrurra rannsókna:

 

Er það það elsta eða það yngsta? Skiptir kynið máli? Eða eru einhver sérkenni sem gera það að verkum að foreldrar líta aðeins mildari augum á eitt barnið í systkinahópnum?

 

Nú hafa vísindamenn frá Western University í Kanada og Brigham Young háskólanum í Bandaríkjunum farið yfir alls 30 rannsóknir og fundið nokkra þætti sem gætu haft áhrif á hvaða barn í systkinahópnum foreldrar eru líklegastir til að hygla.

 

Að mati rannsakenda getur það haft neikvæð áhrif á fjölskylduna ef foreldrar gera upp á milli barna sinna.

 

Mæður og feður velja eins

Rannsakendur skoðuðu gögn frá alls 19.469 einstaklingum og skoðuðu aldur barnanna, kyn, skapgerð og persónueinkenni, svo sem samviskusemi og góðvild.

 

Þeir báru síðan athuganirnar saman við hvernig foreldrar komu fram við börnin.

 

Að sögn rannsakenda getur ívilnun í garð barns komið fram á mismunandi vegu – til dæmis í samskiptum foreldra við barnið, hversu miklum peningum þeir eyða í barnið og hversu mikið þeir reyna að stjórna barninu.

 

Vísindamennirnir skoðuðu sérstaklega ívilnun á fimm sviðum: almennt uppeldi, jákvæð samskipti, neikvæð samskipti, hversu mikið hvert bara fékk frá foreldrum eins og t.d. peninga o.fl og svo stjórn/eftirlit.

 

Vísindamennirnir komust að þeirri niðurstöðu að:

 

  • Greiningarnar sýndu að bæði mæður og feður höfðu tilhneigingu til að hygla dætrum.

 

  • Rannsakendur mátu einnig að börn sem eru ábyrg og skipulögð fengu betri meðferð frá foreldrum sínum – kannski vegna þess að þau börn eru auðveldari í umgengni.

 

  • Foreldrar veittu elstu systkinunum meira frelsi, en að sögn rannsakenda gæti það verið vegna þess að þau eru talin þroskaðri.

Foreldrar sem nýta sér sérstaka aðferð í barnauppeldinu eru mun líklegri til að vera í góðu sambandi við börn sín.

Öll börn eiga að fá stuðning

Mismunun gegn börnum innan systkinahóps getur haft áhrif á fjölskyldulífið og það getur haft víðtækar afleiðingar ef foreldrar haga sér ekki eins gagnvart öllum börnum.

 

Rannsóknin veitir ekkert svar við því hvers vegna foreldrar velja sér uppáhaldsbarn.

 

Samt vonast Alexander Jensen, lektor við Brigham Young háskólann og meðhöfundur rannsóknarinnar, að niðurstöðurnar geti gert foreldrum grein fyrir því hvernig þeir geta komið fram við öll börn sín á sanngjarnan og jafnan hátt.

 

Að sögn rannsakanda getur þessi nýja þekking skipt sköpum til að tryggja að öll börn upplifi að þau séu elskuð og fái góðan stuðning,“ segir í fréttatilkynningunni.

 

Rannsóknin birtist í vísindatímaritinu Psychological Bulletin.

HÖFUNDUR: Stine Hansen

© ShotPrime Studio /Shutterstock,

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Heilsa

Munnur okkar getur haft áhrif á hvort við veikjumst af heilabilun: Hér má lesa sér til um hvað vísindamenn segja að við ættum að borða í meira magni

Maðurinn

Mikilvægt atriði getur komið í veg fyrir að börn verði nærsýn

Alheimurinn

Gæti jörðin þornað upp?

Lifandi Saga

Herleiðangur Napóleons endaði í hörmungum

Maðurinn

Vísindamenn lýsa yfir stríði gegn mígreni

Tækni

Nýir róbótar geta verið afar varhugaverðir

Náttúran

Á hverju lifa köngulær þegar engar flugur veiðast?

Náttúran

Hvaða dýr hafa stærstu eistun?

Tækni

Nú vaxa trén upp í himininn 

Alheimurinn

Eldstöðvar blása lífi í Evrópu

Maðurinn

Af hverju eyðast tattóveringar ekki smám saman?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.