Læknisfræði

Nýtt lyf við getuleysi: Eitruð könguló getur bjargað kynlífi þínu 

Langvarandi og sársaukafull standpína hjá óheppnum verkamanni á bananamarkaði hefur nú leitt af sér nýtt lyf við getuleysi. Eitrið sem hann fékk að kenna á getur þar með hjálpað milljónum manna – og það virkað einnig á konur.

BIRT: 20/10/2024

Snemma morguns á markaði nokkrum í São Paulo í Brasilíu lenti verkamaður nokkur í einhverri skelfilegustu reynslu nokkru sinni, þegar hann hugðist færa til knippi af bönunum fann hann skyndilega fyrir sárri stungu á annarri hönd sinni. 

 

Hann sá undir eins að hann hafði verið bitinn af könguló og skömmu síðar tóku miklir verkir að breiðast um brjóstkassann. Síðan fylgdu önnur óþægindi, eins og ákafur hjartsláttur, svimi, ógleði – og manninum til mikillar furðu einnig heiftarleg og sársaukafull standpína. 

 

Sem betur fer fékk hann skjótt meðhöndlun með verkjalyfjum og móteitri og hann náði sér algjörlega eftir 36 tíma. En þessar hremmingar mannsins leiddu einnig til nýrra uppgötvana á sviði líflæknisfræði. 

 

Tveimur áratugum eftir þennan atburð hafa brasilískir sérfræðingar greint eitur köngulóarinnar í einstaka efnisþætti til að komast að því hvort eitrið gæti gefið af sér nýtt lyf til að framkalla holdris, án þess að virka á aðra hluta líkamans.

 

Og nú hefur það loksins tekist. Þessi árangur gæti þannig betrumbætt kynlíf milljóna karlmanna og sem auka bónus gæti það einnig gagnast mörgum konum. 

 

Leynist í bananaknippum 

Köngulóin, með þetta sérstaka eitur ber latneska nafnið Phoneutria nigriventer en er yfirleitt bara kölluð brasilíska flökkuköngulóin eða bara bananaköngulóin. 

 

Hún er meðal eitruðustu köngulóa í heiminum og vekur jafnan skelfingu því hana er að finna á svæðum þar sem manneskjur fara um og sem dæmi er hana oft að finna í bananaknippum. 

Bananaköngulóin notar eitur sitt á bráð eins og skordýr, froska, skriðdýr og mýs en manneskjur geta einnig verið bitnar telji köngulóin sér ógnað.

Verði hún fyrir truflun bítur hún frá sér og það gerist með eiturmunnlimum sem eru nægjanlega langir til að geta komist í gegnum mannshúðina. 

 

Sjálft eitrið er flókin blanda af ýmsum efnum sem ráðast á taugakerfi fórnarlambsins, ef fórnarlambið er t.d. mús mun hún fljótt missa alla stjórn á vöðvahreyfingum sínum og andardrætti, þannig að köngulóin getur í ró og næði gætt sér á sinni lömuðu bráð. 

 

Þegar manneskja er bitin af köngulónni eru einkennin jafnan staðbundin í formi verkja, ógleði og krampa í vöðvum í kringum bitstaðinn en nái köngulóin að skjóta stórum skammti af eitri geta afleiðingarnar orðið alvarlegri og leitt til áðurnefnds ástands sem hrjáði verkamanninn í São Paulo og leiddi til hinnar sterku og viðvarandi reisn. 

 

Þessi sérstaka aukaverkun er áhugaverð því að sífellt fleiri karlmenn í heiminum þurfa að kljást við getuleysi. 

52% allra manna milli 40 og 70 ára verða einhvern tímann fyrir getuleysi. 

Getuleysi er skilgreint sem skert hæfni til að ná eða viðhalda reisn sem er nægjanlega hörð til að hafa samfarir.

 

Orsakirnar geta verið margvíslegar, allt frá andlegum erfiðleikum eins og stressi eða þunglyndi til lífsstílssjúkdóma eins og of hás blóðþrýstings, yfirþyngdar eða sykursýki. Allt að 52% manna á aldrinum 40 til 70 ára upplifa risvandamál á einum eða öðrum tíma. 

 

Og vandi þessi fer vaxandi. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin, WHO, áætlar að 150 milljónir manna á heimsvísu hafi verið þjakaðir af getuleysi árið 1995 og talan árið 2025 muni ná yfir 320 milljón manns.

 

Eftirspurnin eftir lyfjum gegn getuleysi fylgir eðlilega sömu tilhneigingu. Greiningarfyrirtæki vænta þess að markaðurinn muni stíga frá 3,6 milljörðum dala árið 2024 í meira en fimm milljarða árið 2030. 

Greiningarfyrirtækið Market.us áætlar að heimsmarkaður fyrir lyf við getuleysi losi fimm milljarða dala árið 2029.

Meðal núverandi lyfja gegn getuleysi er að finna Cialis, Levitra en þekktast er líklega Viagra. Öll virka þau með því að styrkja áhrif niturmónoxíðs sem tryggir frjálst blóðflæði í risvefjum getnaðarlimsins. 

 

Þriðjungur bíður aðstoðar 

Þrátt fyrir að lyf þessi virki jafnan ágætlega fyrir marga gagnast þau ekki öllum. Líkur á árangri eru minni fyrir menn með alvarlegt getuleysi á meðan aðrir þola ekki lyfin vegna þess að þeir taka lyf við ýmist sykursýki, hjarta- eða lifrarsjúkdómum. Um þriðjungur manna með getuleysi bíður því eftir nýjum lyfjum.

 

Og það eru einmitt slíkir menn sem vísindamenn við háskólann UFMG og sjúkrahúsið Santa Casa de Belo Horizonte í Brasilíu hyggjast nú aðstoða með hjálp eitursins úr bananaköngulónni. Undir forystu Maríu Elenu de Lima sem er prófessor í líflæknisfræði hefur teymi vísindamanna um áraraðir unnið að því að draga fram leyndarmál eitursins.

Líflæknisfræðingurinn Maria Elena De Lima hefur í tvo áratugi greint eitrið frá brasilísku bananaköngulónni. Nú fer hún í fararbroddi fyrir þróun á nýju lyfi gegn getuleysi.

Leiðin að nýju lyfi hefur nefnilega reynst vera torsótt og tímafrekt rannsóknarstarf. 

 

Sérfræðingarnir byrjuðu á því að sundurgreina innihaldsefni í eitri köngulóarinnar og prófa þau hvert af öðru á tilraunamúsum. Í því ferli uppgötvuðu þeir hvaða efnisþættir eiga þátt í að framkalla holdris og það reyndist vera lítið peptíð sem kallast PnTx2-6. Peptíð eru rétt eins og prótín, mynduð úr keðjum af amínósýrum. 

 

Eftir þetta voru getnaðarlimir músanna skornir upp og rannsóknir á vefjum þeirra leiddi í ljós að peptíðið átti þátt í aukinni losun á NO. Þetta aukna magn af efninu virtist þannig vera orsök þess að mýsnar fengu reisn. 

 

Vísindamenn kópíeruðu uppskriftina

Með því að nota PnTx2-6 sem innblástur gátu vísindamenn nú hannað annað peptíð sem nefnist PnPP-19 sem þeir prófuðu síðar bæði á músum og rottum. Tilraunirnar sem fræðimennirnir opinberuðu árið 2019 sýndu að þetta hannaða peptíð framkallaði holdris rétt eins og hið náttúrulega en án þess að hafa nokkrar eiturverkanir. 

Afslappaðar vöðvafrumur veita reisn

Þetta nýja lyf sem er búið til út frá eitri köngulóarinnar virkar á risvefi í limnum. Lyfið fær vöðvafrumur í blóðæðum til að slappa af þannig að æðarnar þenjast út og blóð streymir fram.

1. Taugarnar skila nýja lyfinu 

Efnið PnPP-19 nær fram til taugafrumna í limnum, þar sem það virkjar efnahvata sem framleiða efnið niturmónoxíð (NO). Taugafrumurnar losa síðan NO til vöðvafrumna sem liggja í veggjum æðanna. 

2. Kalsíum flutt út í vöðvafrumur 

Í vöðvafrumunum setur NO í gang keðjuverkun sem að lokum leiðir til þess að kalsíum-jónir í frumunum eru fluttar í sérstök hólf. Kalsíum-jónirnar sjá jafnan um að halda vöðvafrumunum virkum. 

2. Kalsíum flutt út í vöðvafrumur 

Í vöðvafrumunum setur NO í gang keðjuverkun sem að lokum leiðir til þess að kalsíum-jónir í frumunum eru fluttar í sérstök hólf. Kalsíum-jónirnar sjá jafnan um að halda vöðvafrumunum virkum. 

3. Mjúkar æðar fá liminn til að rísa upp 

Án kalsíum-jóna slappa vöðvafrumurnar af þannig að veggirnir í blóðæðunum mýkjast. Blóðið getur nú streymt frjálst fram og þanið út frauðvefi í limnum þannig að viðkomandi fær reisn. 

Afslappaðar vöðvafrumur veita reisn

Þetta nýja lyf sem er búið til út frá eitri köngulóarinnar virkar á risvefi í limnum. Lyfið fær vöðvafrumur í blóðæðum til að slappa af þannig að æðarnar þenjast út og blóð streymir fram.

1. Taugarnar skila nýja lyfinu 

Efnið PnPP-19 nær fram til taugafrumna í limnum, þar sem það virkjar efnahvata sem framleiða efnið niturmónoxíð (NO). Taugafrumurnar losa síðan NO til vöðvafrumna sem liggja í veggjum æðanna. 

2. Kalsíum flutt út í vöðvafrumur 

Í vöðvafrumunum setur NO í gang keðjuverkun sem að lokum leiðir til þess að kalsíum-jónir í frumunum eru fluttar í sérstök hólf. Kalsíum-jónirnar sjá jafnan um að halda vöðvafrumunum virkum. 

3. Mjúkar æðar fá liminn til að rísa upp 

Án kalsíum-jóna slappa vöðvafrumurnar af þannig að veggirnir í blóðæðunum mýkjast. Blóðið getur nú streymt frjálst fram og þanið út frauðvefi í limnum þannig að viðkomandi fær reisn. 

Tilraunirnar sýndu auk þess annan ávinning. Þegar nagdýrin fengu peptíðið ásamt efninu sildenafil sem er virka efnið í Viagra, urðu áhrifin enn meiri. Það þýðir að blanda af þessum efnum getur gagnast mönnum sem ekki hafa náð æskilegri verkun með Viagra einu saman. 

 

Þetta nýja lyf með getuleysi sem hefur fengið nafnið BZ371A, er nú búið að setja fram í geli sem er smurt á getnaðarliminn fyrir samfarir. Það tryggir að lyfið virkar bara staðbundið en fer ekki um allan líkamann eins og raunin er með Viagra eða önnur lyf sem eru tekin í pilluformi. 

,,Fram til þessa hafa tilraunir okkar sýnt að það þarf afskaplega lítið af gelinu til þess að það virki”. 
Maria Elena De Lima prófessor í líflæknisfræði

Fyrstu prófanir á manneskjum eru nú í gangi og lofa góðu samkvæmt fréttatilkynningu Mariu Elenu de Lima prófessors: 

 

„Fram til þessa sýna tilraunir okkar að það þarf ákaflega lítið af gelinu til þess að það virki og að það eru engar eiturverkanir sem fyrirfinnast í blóðinu“.

 

Lyfjafyrirtækið Biozeus hefur tryggt sér einkaleyfi á þessu lyfi og nú fer það í gegnum þær prófanir sem þarf til að það verði viðurkennt á markaði. Lyfið verður m.a. kannað á fjölmörgum karlmönnum með ristruflanir.

 

Það er þó einkum einn hópur sem fyrirtækið beinir sjónum sínum að en það eru karlmenn sem undirgengist hafa skurðaðgerð þar sem blöðruhálskirtillinn var fjarlægður.

 

Aðgerðin getur leitt til getuleysis og því kjósa sumir menn að undirgangast ekki skurðaðgerð sem eykur þó áhættu þeirra á að deyja úr krabbameininu. 

 

Lyfið virkar einnig á konur

Fyrir öllum karlmönnum er endurheimt reisnarinnar mikill ávinningur og það sama gildir vissulega fyrir maka þeirra. Og konurnar geta einnig fengið beint gagn af þessu nýja lyfi. Fyrstu tilraunir hafa sýnt að lyfið eykur einnig blóðflæði til kynfæra kvenna og styrkir þannig ánægju þeirra í kynlífi. 

Gott kynlíf er mikilvægt flestum og ef það skortir getur það komið niður á almennum lífsgæðum. Hjá sumum dregur það úr sjálfsvirðingu og eykur hættu á andlegum kvillum sem geta aftur komið niður á getuleysinu þannig að vítahringur hefur myndast. 

 

Sem betur fer er fjölmargt sem karlmenn geta gert til að styrkja getu sína á þessu sviði, eins og að halda sér í góðu líkamlegu formi, borða hollan mat, draga úr áfengisdrykkju og forðast reykingar. Einnig er mikilvægt að leita fljótt hjálpar reynist risvandinn viðvarandi.

 

Það kann að stafa af andlegum eða líkamlegum orsökum sem þarf að meðhöndla sem skjótast. 

5 ráð við getuleysi 

Getuleysi hrjáir sífellt fleiri menn og orsakirnar geta bæði verið líkamlegar og andlegar. Það eru til mörg lyf sem geta hjálpað – en það er einnig fjölmargt sem þú getur sjálfur gert. 

1. Haltu þér í góðu formi

Sérfræðingar telja að 160 mínútna líkamsrækt á viku geti bætt úr getuleysi því þjálfunin styrkir virkni innsta frumulags æðanna. Gott er að blanda saman þrek- og þolæfingum.

2. Hollt mataræði

Mataræði sem inniheldur mikið af ávöxtum, grænmeti, baunum, heilkorni og hnetum minnkar hættuna á getuleysi. Hins vegar ber að takmarka neyslu á feitum mjólkurvörum, rauðu kjöti og vörum sem búið er að bæta miklu magni af sykri í.

3. Fylgstu með þyngdinni

Getuleysi er algengara hjá karlmönnum í yfirþyngd en hjá hinum. Einkum getur fita í kringum magann og innri líffæri dregið úr magni NO sem er mikilvægt boðefni í því ferli sem leiðir til reisnar limsins.

4. Hættu að reykja

Reykingar hafa margvísleg slæm áhrif á getuleysið. Í fyrsta lagi verður sveigjan minni í æðum. Í öðru lagi minnka reykingar magn NO og í þriðja lagi skaða reykingar þær boðleiðir sem NO notar til að framkalla reisn.

5. Bregstu við vandanum

Rannsóknir sýna að menn leita oftast fyrst til lækna eftir að hafa þjáðst af getuleysi í meira en tvö ár. Ekki bíða svo lengi. Getuleysi getur stafað af flóknum líkamlegum eða andlegum orsökum sem þarfnast sérstakrar meðferðar.

Fyrstu tilraunir með nýja gelið fóru fram á tilraunadýrum sem höfðu minnkað getuleysi vegna hás aldurs eða sykursýki. Í báðum tilvikum endurheimtu dýrin fyrri getu sína. Vonandi á hið sama við um karlmenn sem berjast við getuleysi af sömu ástæðum. 

 

Kannski bíður gott kynlíf eftir einföldu geli innblásnu af biti eitraðrar köngulóar. 

HÖFUNDUR: Evangelia Manousaki , Suthimon Thumtecho , Nick J. Burlet , Emilie Friis , Andreas H. Laustsen

© Joao Paulo Burini/Getty Images,© Gionorossi/Wikimedia Commons,© Lotte Fredslund & Shutterstock,© Maria Elena de Lima/Comunicação Santa Casa BH,© Luis Molinero/Shutterstock,

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Læknisfræði

Ónæmiskerfi barna skaddast af mislingum

Lifandi Saga

Hvernig tilraunir gerðu læknar nasista?

Lifandi Saga

Hvað er GUGI? 

Maðurinn

Er það rétt að nefið og eyrun stækki alla ævi?

Menning

Fjórar fréttir um bjór

Menning

Hver var síðasti geldingasöngvarinn? 

Lifandi Saga

Hvers vegna vildu Frakkar eignast Níger sem nýlendu? 

Tækni

HITTU HERMIVÉLMENNI ÞITT

Maðurinn

Af hverju verð ég stundum pirraður þegar ég er svangur?

Menning

Ótrúir Indverjar leituðu til lýtalæknis

Menning og saga

Líksmurður faraó fékk nýtt vegabréf

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is