Menning og saga

5 mýtur um kynlíf: Konur eru með G-blett

Eru afrískir karlar með lengri getnaðarlim? Er einhver tími í tíðahring kvenna sem þær geta verið öruggar um að verða ekki þungaðar? Við höfum aðgreint ósannindi frá staðreyndum til þess að lesendur geti orðið einhvers vísari um algengustu mýturnar um kynlíf.

BIRT: 14/01/2024

Við hugsum oft um það en tölum sjaldan um það. Kynlíf er því efni þar sem misskilningur og goðsagnir hafa lausan tauminn.

 

Sem dæmi má nefna að líklega hafa flestir heyrt að afrískir karlmenn séu með stærri getnaðarlim en karlar annarra þjóða. En hvaðan kemur sú goðsögn og á hún sér stoð í raunveruleikanum?

 

Sem betur fer geta vísindin gefið okkur svör við svona spurningum. Við höfum því kafað ofan í rannsóknir til að leiða í ljós þann sannleika sem oft kemur á óvart á bak við nokkrar af útbreiddustu goðsögnum um kynlíf.

Stærð

Mýta 1: „Afríkumenn eru með lengri lim“

Bandarísk rannsókn leiddi í ljós að meðallengd getnaðarlima er sú sama hvaða kynþætti sem karlar tilheyra.

Víðtæk rannsókn sem tók til 15.521 karlmanns frá 16 ólíkum löndum árið 2014 sýndi ekki fram á neinn marktækan stærðarmun í ólíkum löndum. Fyrir vikið er engin vísindaleg sönnun fyrir þeirri algengu bábilju að karlar af afrískum uppruna séu með lengri lim en aðrir karlar.

 

Mælingar í Nígeríu leiddu í ljós að lengd lima í hvíld þar í landi nam 8,16 sentímetrum. Þegar svo vísindamenn í Tansaníu mældu lengd lima í hvíld sem teygt var á, þ.e. mæling sem samsvarar nokkurn veginn stinnum limum, mældust þeir að meðaltali 11,5 cm á lengd. Báðar þessar tölur eru í námunda við alþjóðlegt meðaltal sem leiddi í ljós annars vegar lengdina 9,16 cm og hins vegar 13,24 cm.

 

Rannsókn sem gerð var á 1.661 Bandaríkjamanni, af ólíkum kynþáttum, leiddi heldur ekki í ljós neinn marktækan mun á milli hópanna. Hvítir Bandaríkjamenn, Bandaríkjamenn af afrískum uppruna og endanlega af asískum uppruna mældust að meðaltali með reista limi af stærðinni 14,2, 14,7 og 14,1 sentímetri.

 

Ósatt

Kynfæri

Mýta 2: „Kynfæri karla og kvenna eru gerólík“

Kynfæri drengja og stúlkna eru alveg eins í upphafi fósturþroskans (efst).

Kynfæri karla og kvenna eru gerólík á að líta en í raun réttri eru þau uppbyggð úr nokkurn veginn sömu þáttunum. Líkindin stafa af því að kynfæri drengja og stúlkna eru alveg eins á fyrstu vikum fósturþroskans.

 

Frá því að byggja á sama uppruna þroskast kynfærin svo hvort í sína áttina, t.d. þroskast eggjastokkar kvenna og eistu karla úr sömu kynkirtlunum.

 

Ytri kynfæri sex vikna fóstra samanstanda hjá báðum kynjum af litlum hnúði, tveimur fellingum og tveimur þrútnum svæðum. Þessir þættir þróast hjá stúlkum í sníp, svo og innri og ytri skapabarma. Hjá drengjum þróast þeir í getnaðarlim, þvagrás og pung.

 

Ósatt

G-blettur

Mýta 3: „Konur eru með G-blett“

Þessi röntgenmynd sýnir konu og karl hafa samfarir. G-blettur konunnar er sagður vera á fremri vegg legganganna (rauður hringur).

G-blettur konunnar er sérlegur staður í leggöngunum sem veitt getur konum ákaflega mikla nautn sé hann örvaður. Vísindamenn greinir hins vegar á um hvort bletturinn sé raunverulega til.

 

Málsvarar G-blettsins segja hann vera að finna á framanverðum leggangaveggnum, fimm til sjö sentímetrum frá leggangaopinu. Þessi staðsetning ákvarðast m.a. af kínverskri rannsókn sem leiddi í ljós að nákvæmlega á þeim stað er einmitt að finna taugabúnt.

 

Aðrir vísindamenn eru ekki eins vissir í sinni sök. Þeir telja sannanirnar ekki nægja til að draga þá ályktun að leggöngin hafi yfir að ráða sérlegri líffærafræði þar sem G-blett eigi að vera að finna. Tilvist G-blettsins á einnig undir högg að sækja fyrir þá staðreynd að sumar konur skynja enga nautn þegar staðurinn er örvaður.

 

Hugsanleg skýring á ágreiningi þessum kann að vera sú að G-bletturinn sé í raun framlenging á snípnum. Stærð snípsins er breytileg frá einni konu til annarrar sem kann að skýra hvers vegna einungis sumar konur finna fyrir G-blettinum.

 

Óútkljáð

Hugsanir

Mýta 4: „Karlmenn hugsa um kynlíf á 7 mínútna fresti“

Karlmenn hugsa oft um kynlíf en bandarísk rannsókn sýnir að það gerist ekki jafn oft og sumir telja.

Karlmenn hugsa raunar oftar um kynlíf en við á um konur en þó ekki jafn oft og sumir staðhæfa. Í bandarískri tilraun frá árinu 2012 áttu 283 háskólapiltar að telja hversu oft þeir leiddu hugann að mat, kynlífi eða svefni á einni viku.

 

Niðurstöðurnar leiddu í ljós að karlmenn hugsuðu um kynlíf alls 34,2 sinnum á sólarhring sem táknar að þeir hugsuðu um það tæplega tvisvar á hverjum klukkutíma í vöku, á meðan konur íhuguðu samfarir rétt rúmlega einu sinni á klukkustund eða alls 18,6 sinnum á dag. Kynlíf var það umhugsunarefnanna þriggja sem flestum var ofarlega í huga.

 

Tíðar kynlífshugsanir karla kunna að stafa af því að karlmenn hugsa að öllu jöfnu oftar um grunnþarfir sínar en við á um konur. Rannsóknin leiddi nefnilega einnig í ljós að karlar hugleiða mat og svefn einnig oftar en konur.

 

Ósatt

Tíðahringurinn

Goðsögn 5: „Öruggir dagar í tíðahring kvenna“

Konan getur aðeins orðið þunguð í stuttan tíma í hverjum mánuði - en það getur verið erfitt að ákvarða hvenær það tímabil byrjar og lýkur.

Óski kona og karl þess að stunda kynlíf án þess að getnaður eigi sér stað er öruggasta lausnin að nota getnaðarvarnir á borð við smokk eða pilluna. Þá er einnig unnt að koma í veg fyrir þungun með því að fylgjast grannt með dagatalinu.

 

Þungun á sér nefnilega einungis stað ef sáðfrumur mannsins hafa tök á að frjóvga eggfrumur konunnar. Þetta gerist um það bil einu sinni í mánuði frá því að egglos verður og næstu þrjá daga á eftir. Samfarir geta einnig leitt til þungunar þó svo að þær eigi sér stað nokkrum dögum fyrir egglosið því sæðisfrumur geta lifað inni í konunni í fjóra daga.

 

Þegar á heildina er litið geta konur því orðið óléttar í um það bil sjö daga í hverjum mánuði. Utan þessara daga er því í raun réttri gerlegt að hafa samfarir án þess að eiga á hættu að úr verði barn.

Tíðahringur skiptist í þrennt

Slímhimna legsins og eggfrumur eggjastokkanna gangast undir tíðahring sem að meðaltali stendur yfir í 28 daga. Konur geta einungis orðið þungaðar í miðjum tíðahringnum.

1. Legið losar sig við slímhimnuna

Teikningin sýnir þverskurð legsins og þróun þess dag frá degi. Á fyrstu fimm dögum tíðahringsins, um það bil, losnar slímhimnan og ný myndast. Á þessu tímabili verða konur ekki þungaðar.

2. Eggjastokkur losar egg

Slímhimnan heldur áfram að myndast í leginu og eftir u.þ.b. 14 daga losnar egg úr eggjastokknum sem getur frjóvgast. Samfarir frá og með 10. degi geta þó leitt af sér þungun, því sáðfrumur geta lifað í konum í fjóra daga.

3. Slímhimna brotnar niður

Frá og með 19. degi, um það bil, getur þungun ekki átt sér stað. Ófrjóvguð eggfruman líður undir lok og frumurnar í slímhimnu legsins byrja að deyja áður en legið losar sig aftur við himnuna í upphafi næsta tíðahrings.

Hins vegar getur verið erfitt að vita nákvæmlega hvenær í tíðahringnum þessir öruggu dagar eru. Ástæða þessa er sú að erfiðleikum reynist háð að ákvarða nákvæmlega hvenær egglos verður.

 

Að öllu jöfnu á það sér stað 14 dögum fyrir upphaf næstu blæðinga en þetta getur verið breytilegt hjá konum. Ef kona fær blæðingar á 24 daga fresti hefst örugga tímabilið hjá henni 13 dögum eftir upphaf síðustu tíða þar til sex dögum eftir upphaf næstu blæðinga. Ef tíðahringurinn hins vegar nemur 32 dögum verður örugga tímabilið að finna frá 21 degi eftir upphaf síðustu blæðinga og þar til 14 dögum eftir upphaf þeirra næstu.

 

Óvissan gerir það að verkum að það getur verið varasamt að treysta á dagatalið. Jafnvel þegar aðferðinni er beitt á réttan hátt eru 15% líkur á að konur verði samt sem áður þungaðar á næsta 12 mánaða tímabili.

 

Sumpart satt

HÖFUNDUR: GORM PALMGREN , CHRISTIAN AMMITZBØLL JUUL

© Shutterstock. © Henning Dalhoff. © W. W. Schultz/British Medical Journal/SPL. © Gunilla Elam/SPL, Shutterstock. © Gunilla Elam/SPL.

Heilsa

Vísindamenn uppgötva óvænta orsök útbreiðslu krabbameins

Náttúran

Moskítóflugur: Hvað elska þær og hvað hata þær?

Náttúran

Moskítóflugur: Hvað elska þær og hvað hata þær?

Maðurinn

Höfuðkúpan getur afhjúpað sjúkdóm

Maðurinn

Höfuðkúpan getur afhjúpað sjúkdóm

Tækni

Ormar spinna þræði sex sinnum sterkari en skothelt kevlarefni

Lifandi Saga

Fimm heppnustu manneskjur sögunnar

Maðurinn

Hve mikið gagnamagn rúmast í heilanum?

NÝJASTA NÝTT

Alheimurinn

Kína yfirtekur bakhlið tunglsins

Náttúran

Hvernig komu skordýr fram á Jörðu?

Náttúran

Býflugur: Sjö hlutir sem þú ættir að vita um mikilvægustu dýr heims 

Lifandi Saga

Brostu! Þetta er falin myndavél

Náttúran

Skynja dýr yfirvofandi náttúruhamfarir?

Heilsa

Of lítið af þessari fæðutegund á meðgöngu getur aukið hættuna á að barnið fái ADHD

Lifandi Saga

Hver var æpandi múmían?

Maðurinn

Er hægt að þreytast af fersku lofti?

Lifandi Saga

Hvers vegna lítur dagatal svona út?

Tækni

Óvinsæl flugsæti eru öruggust

Alheimurinn

Kína yfirtekur bakhlið tunglsins

Náttúran

Hvernig komu skordýr fram á Jörðu?

Náttúran

Býflugur: Sjö hlutir sem þú ættir að vita um mikilvægustu dýr heims 

Lifandi Saga

Brostu! Þetta er falin myndavél

Náttúran

Skynja dýr yfirvofandi náttúruhamfarir?

Heilsa

Of lítið af þessari fæðutegund á meðgöngu getur aukið hættuna á að barnið fái ADHD

Lifandi Saga

Hver var æpandi múmían?

Maðurinn

Er hægt að þreytast af fersku lofti?

Lifandi Saga

Hvers vegna lítur dagatal svona út?

Tækni

Óvinsæl flugsæti eru öruggust

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Læknisfræði

Ný tækni lokkar krabbafrumur úr felum

Læknisfræði

Ný tækni lokkar krabbafrumur úr felum

Jörðin

Hvenær var hnettinum skipt í tímabelti?

Jörðin

Hvenær var hnettinum skipt í tímabelti?

Lifandi Saga

Mömmustrákur tryggði bandarískum konum kosningaréttinn

Lifandi Saga

Hermaður sá heiminn á hvolfi eftir heilaskaða

Alheimurinn

Eitilhörð samkeppni um að leysa ráðgátur sólkerfisins

Læknisfræði

Soðnir kettir læknuðu nánast allt á miðöldum

Vinsælast

1

Náttúran

Moskítóflugur: Hvað elska þær og hvað hata þær?

2

Heilsa

Vísindamenn uppgötva óvænta orsök útbreiðslu krabbameins

3

Lifandi Saga

Hver var æpandi múmían?

4

Tækni

Óvinsæl flugsæti eru öruggust

5

Náttúran

Hvernig komu skordýr fram á Jörðu?

6

Lifandi Saga

Búdda skapaði paradís – fyrir karla

1

Lifandi Saga

Hver var æpandi múmían?

2

Tækni

Óvinsæl flugsæti eru öruggust

3

Náttúran

Hvernig komu skordýr fram á Jörðu?

4

Lifandi Saga

Búdda skapaði paradís – fyrir karla

5

Náttúran

Býflugur: Sjö hlutir sem þú ættir að vita um mikilvægustu dýr heims 

6

Náttúran

Skynja dýr yfirvofandi náttúruhamfarir?

Alheimurinn

Mistök geta verið banvæn fyrir geimfara 

Náttúran

Kisulóra er villiköttur

Lifandi Saga

Greitt fyrir Pepsi-Cola með sovéskum kafbátum

Heilsa

10 matvæli með meira C-vítamín en appelsínur

Náttúran

Vísindamenn vara við: Hamfaraskjálftar vofa yfir stærstu borgum heims

Náttúran

Háhyrningurinn: líklega skæðasta ránspendýr sögunnar

Jörðin

Vísindamenn finna sönnun fyrir stærsta jarðskjálfta mannkynssögunnar

Maðurinn

Af hverju get ég ekki kitlað sjálfan mig?

Menning

11 dýrustu málverk heims

Maðurinn

Hversu lengi getum við lifað án matar?

Lifandi Saga

,,Kjarnorkusprengjurnar voru ástæða uppgjafar Japana“

Maðurinn

Hvað verður um líkamann eftir jarðarförina?

Kína yfirtekur bakhlið tunglsins

Við sjáum aldrei nema aðra hlið tunglsins. Nú verða Kínverjar fyrstir til að senda geimfar til að taka sýni af bakhliðinni. Úr þeim á að lesa hvernig þessi fylgihnöttur okkar myndaðist – og mögulega sjá okkur fyrir næstum ókeypis orku.

Alheimurinn

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is