ADHD má skýra bæði með erfðum og umhverfisþáttum. Fjölmargar rannsóknir hafa staðfest þetta.
Hið síðarnefnda er áhugavert vegna þess að það felur meðal annars í sér hvað barnshafandi konur borða.
Nú hefur hópur norskra vísindamanna kannað hvort tengsl séu á milli mataræðis sem þunguð konan borðar og hættu á að barnið fái ADHD.
Trefjasnauð fæða eykur hættuna á ADHD
Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að trefjasnauð fæða á meðgöngu tengdist aukinni hættu á að fá einkenni ADHD hjá börnum sem voru á aldrinum 3, 5 og 8 ára. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu en forvígismaður rannsóknarinnar er geðlæknirinn Berit Skretting Solberg frá Háskólanum í Bergen.
Vísindamenn reiknuðu út neyslu móður á trefjum út frá spurningalista sem svarað var á 22. viku meðgöngu. 22.000 fjölskyldur tóku þátt í rannsókninni.
Trefjar finnast meðal annars í haframjöli, belgjurtum, grænmeti, ávöxtum og grófu brauði, pasta og hrísgrjónum.
Í rannsókninni leiðréttu vísindamenn fyrir erfðafræðilegri áhættu, þjóðfélagsfræðilegum þáttum og fyrir sykur- og orkuneyslu móðurinnar.
„Þrátt fyrir þessa aðlögun voru greinileg áhrif af mataræði móður á ADHD einkenni barnsins,“ útskýrir Berit Skretting Solberg.
Erfðir gegna hlutverki
Þótt skýra megi ADHD með um það bil 70 prósentum erfðum telur Berit Skretting Solberg að rannsóknin sýni að umhverfisþættir spili líka inn í.
Öskrandi krakkaskríll eða hróp um hjálp? Læknar eiga enn margt ólært um ADHD en nýjustu rannsóknir gefa til kynna að aukin athygli á röskun þessa geti bjargað börnum og ungmennum að losna úr vítahring sem skemmir út frá sér.
„Erfðir eru sterkasti áhættuþátturinn fyrir ADHD í okkar semfélagi, en þar sem ADHD er margþætt benda rannsóknir til þess að mataræði móður geti haft áhrif á hversu mikil ADHD einkenni finnast hjá ungum börnum,“ segir Berit Skretting Solberg.
Hún leggur þó áherslu á að rannsóknin sýni vísbendingar í þessa átt en ekki sé hægt að fullyrða með 100 prósenta vissu að skortur á trefjum sé orsökin.
Því er nauðsynlegt að gera fleiri rannsóknir á mataræði þungaðra kvenna og tengslin við sjúkdóma eins og ADHD.
Rannsóknin hefur verið birt í vísindatímaritinu Pharmacological Research.