Maðurinn

Börnum með ADHD fjölgar gífurlega – til allrar hamingju

Öskrandi krakkaskríll eða hróp um hjálp? Læknar eiga enn margt ólært um ADHD en nýjustu rannsóknir gefa til kynna að aukin athygli á röskun þessa geti bjargað börnum og ungmennum að losna úr vítahring sem skemmir út frá sér.

BIRT: 07/03/2024

Hvernig mynduð þið bregðast við þessum aðstæðum? Þið standið frammi fyrir heilum bekk og einn nemandinn getur ekki setið kyrr á stólnum sínum. Fótleggirnir eru á iði og augun á flökti upp og niður eftir blaðsíðum skólabókarinnar. Skyndilega rís hann á fætur og tekur blýant af borði sessunautarins.

 

Bekkjarfélaginn mótmælir og órólegi drengurinn byrjar að útskýra að hann hafi sjálfur gleymt pennaveskinu sínu heima. Augu allra í skólastofunni hvíla nú á honum og hann rýkur gramur út úr kennslustofunni án þess að loka á eftir sér. Hann talar í sífellu meðan á þessu stendur.

 

Aðstæður á borð við þessar eru daglegt brauð en lausnin er hins vegar ekki einföld. Áður fyrr hefði drengurinn að öllum líkindum verið stimplaður sem villingur eða illa upp alinn krakkaskratti og lausnin þá oftar en ekki verið fólgin í að láta hann hlýða í einu og öllu. Nú á dögum hefur slíkur drengur mjög sennilega hlotið greininguna ADHD og hugsanlega verið settur á lyf.

ADHD-börn geta stundum virst hömlulaus en sennilega eru þau aðeins fórnarlömb frávika í tauganeti heilans sem hafa í för með sér athyglisvanda.

Röskun sem einkennist af ofvirkni, hvatvísi og athyglisbresti hefur orðið mjög útbreidd á undanförnum áratugum og skýringin er sennilega sú að læknar og annað fagfólk er farið að sjúkdómsgreina ýmis börn og ungmenni sem ekki hefðu verið greind áður fyrr.

 

Þar sem kvillinn er oft meðhöndlaður með lyfjagjöf hefur jafnframt orðið mikil aukning í notkun lyfja, einkum rítalíni sem inniheldur virka efnið meþílfenídat og á þetta bæði við um börn og fullorðna.

 

En gagnast þessi fjölgun sjúkdómsgreininga og meðferðin gegn kvillanum, heilsu barna og fullorðinna? Skörp skoðanaskipti hafa verið í gangi árum saman en nú hafa verið gerðar ýmsar rannsóknir sem færa okkur heim sanninn um málefnið og skýringarnar geta átt þátt í að bjarga börnum frá því að feta glapstigu, leiðast út í neyslu og fjárhagsvanda.

 

366 milljónir með ADHD

Læknar skipta ADHD-greindum oft í þrjá hópa. Þeir sem fylla tvo þessara hópa eru annað hvort haldnir ofvirkni eða athyglisbresti en ekki hvoru tveggja í einu. Síðasta hópinn mætti kalla ADHD-C en þeir sem þann hóp fylla eru með bæði einkennin samtímis.

 

ADHD kemur oft í ljós strax á leikskólaaldri en margir hljóta þó ekki greiningu fyrr en á unglings- eða fullorðinsaldri. Oft er erfitt að koma auga á þá sem þjást af athyglisbresti en ekki ofvirkni en þetta á iðulega við um stúlkur. Fyrir bragðið er röskunin oft greind seint hjá stúlkunum eða þá jafnvel alls ekki. 

18 spurningar ákvarða greiningu læknisins

Í Evrópu er ADHD greint í börnum með hliðsjón af þremur flokkum viðmiða. Greining fæst þegar tiltekinn fjöldi viðmiða í hverjum flokki hefur verið uppfylltur og hefur verið til staðar í minnst sex mánuði.

 
Athyglistruflun

Uppfylla þarf minnst sex viðmiðanna:

 

 • Getur ekki haldið athygli við smáatriði og gerir klaufavillur.

 

 • Getur ekki haldið einbeitingu í verkefnum eða leik.

 

 • Virðist ekki heyra það sem er sagt.

 

 • Getur ekki fylgt fyrirmælum né lokið við verkefni.

 

 • Getur ekki skipulagt vinnu eða athafnir.

 

 • Forðast eða hefur óbeit á verkefnum sem krefjast viðvarandi athygli.

 

 • Missir blýanta, bækur, leikföng og annað sem nauðsynlega þarf að nota til að ljúka verkefnum og verkum.

 

 • Verður fyrir truflun frá utanaðsteðjandi áreiti.

 

 • Er gleymin(n) í tengslum við hversdagslegar athafnir.
 
Ofvirkni

Uppfylla þarf minnst þrjú viðmiðanna:

 

 • Óróleiki í höndum og fótum eða situr órólega.

 

 • Yfirgefur sæti í kennslustofu eða borð sitt.

 

 • Hleypur, klifrar og þeytist um á óviðeigandi hátt.

 

 • Hávært atferli í leik og á erfitt með að sitja kyrr.

 

 • Yfirgengileg hreyfivirkni sem ekki er unnt að hafa stjórn á.
 
Hvatvísi

Uppfylla þarf minnst þrjú viðmiðanna:

 

 • Svarar áður en spurningu er lokið.

 

 • Getur ekki beðið eftir að komið sé að sér.

 

 • Grípur fram í eða treðst áfram.

 

 • Talar of mikið, án tilfinninga fyrir aðstæðum.

Þar sem mörg börn eru með ADHD-einkenni án þess að hljóta greiningu, eiga sérfræðingar í mesta basli með að segja til um hve algengur kvillinn er. Gerð var viðamikil rannsókn í fyrra sem leiddi í ljós að alls 6,8 hundraðshlutar allra fullorðinna þjáðust af kvillanum en það samsvarar 366 milljón manns á heimsvísu.

 

 

Um 65% þeirra sem hljóta sjúkdómsgreininguna eru drengir eða karlar. Tölurnar endurspegla þó sennilega ekki rétt hlutfall milli kynjanna. Ýmsar rannsóknir gefa til kynna að ADHD hrjái álíka marga drengi og stúlkur en að einkenni drengjanna séu oft sýnilegri og fyrir vikið eigi foreldrar og kennarar oft auðveldara með að koma auga á einkennin hjá piltum en við á um stúlkur.

 

Greiningum fjölgað gífurlega

Upplýsingar um raunverulegt algengi ADHD eru mjög á reiki en á hinn bóginn eru vísindamenn sannfærðir um að ADHD-greiningum hafi fjölgað víða um heim. Sem dæmi sýndu gögn frá árinu 2018 að bandarískum börnum með greininguna ADHD fjölgaði frá því að nema 6,1% árið 1997 upp í 10,2% árið 2016.

 

Notkun ADHD-lyfja hefur að sama skapi aukist gríðarlega en þess má geta að notkun lyfsins rítalíns tífaldaðist hjá frændum vorum Dönum á milli áranna 2000 og 2009. 

 

Skýring aukningarinnar er sennilega sú að bæði foreldrar og kennarar eru orðin langtum meðvitaðri um einkennin en sumir sérfræðingar telja einnig að börnum með einkennin hafi í raun fjölgað svo um munar.

 

Ein tilgátan er sú að notkun snjallsíma, spjaldtölva og tölva auki hættuna á að börn þrói með sér ADHD. Árið 2019 fór fram rannsókn í Kanada sem leiddi í ljós að börnum sem vörðu meira en tveimur klukkustundum fyrir framan skjá væri 7,7 sinnum hættara við að uppfylla viðmið ADHD-einkenna heldur en börn sem vörðu innan við hálftíma fyrir framan skjáinn.

 

Gagnrýnendur rannsóknarinnar hafa þó bent á að samhengið kunni að vera á hinn veginn, þ.e. að börn með ADHD noti rafræna skjái meira en önnur börn, því þannig öðlist þau ró frá einkennum sínum.

Vísindamenn greinir enn á um hvort óhófleg notkun á snjallsímum, spjaldtölvum og tölvum getur aukið hættuna á ADHD.

Sama ár, þ.e. árið 2019, var gerð rannsókn í Danmörku sem gaf til kynna að skordýraeitur hafi mikið að segja í þessu sambandi. Rannsóknin hófst á meðan börnin voru enn í móðurkviði og fyrst í stað mældu vísindamennirnir magn þriggja tiltekinna tegunda skordýraeiturs í þvagi móðurinnar. Þegar börnin svo uxu úr grasi var kannað hvor þau væru með ADHD.

 

 Niðurstöðurnar leiddu í ljós að hættan á að þróa með sér kvillann var hartnær helmingi meiri meðal þeirra barna sem áttu móður sem hafði mælst með mikið magn skordýraeiturtegundanna 3-PBA eða trans-DCCA í þvagi, miðað við þau börn sem áttu móður með lítið innihald.

 

ADHD-börn dansa línudans

Venslin á milli skordýraeiturs annars vegar og ADHD hins vegar eru sennilega þau að skordýraeitrið hefur áhrif á þroska heilans. Ýmsar rannsóknir gefa til kynna að heilar þeirra sem haldnir eru ADHD aðgreini sig frá heilum annarra á ýmsa vegu.

 

Munurinn er öðru fremur sá að heilinn notar til skiptis ólík tauganet heilafrumna. Eitt þessara neta, það sem kallað hefur verið lausagangsnetið, tengir ýmsar heilastöðvar sem vinna á fullum krafti þegar við einbeitum okkur ekki að nokkrum sköpuðum hlut, heldur leyfum huganum að reika.

 

Þegar við svo þurfum að einbeita okkur að tilteknu verkefni skiptir heilinn yfir í annað tauganet sem kalla mætti athyglisnetið. Það gerir okkur kleift að beina athyglinni að m.a. skólaverkefni eða einhverju sem kennarinn segir þá stundina. Það eru svo nákvæmlega þessi umskipti sem ADHD-heilar eru ekki færir um að sinna með nægilega vænlegum árangri.

ADHD veldur truflun á tauganetum heilans

Geta okkar til að einbeita okkur ræðst algerlega af því að við getum skipt greiðlega á milli tauganeta heilans. Einstaklingar með ADHD geta ekki skipt alveg á milli tauganetanna.

Heilinn vinnur í lausagangi

Heilinn eyðir u.þ.b. 80 hundraðshlutum orkunnar í það sem kallast lausagangsnet (rautt) sem leiðir af sér straum ósamhangandi, óskipulegra hugsana. Þegar við eigum ekki von á að neitt óvænt gerist, né heldur að við þurfum að leysa neitt verkefni, ræður þetta tauganet ríkjum.

Verkefni vekja heilann til vitundar

Þegar einstaklingur sem ekki er með ADHD þarf að leysa verkefni eða verður fyrir óvæntum skynhrifum slokknar á lausagangsnetinu. Þess í stað virkjast athyglisnetið (gult). Niðurstaðan verður sú að samhengislausu hugsanirnar hverfa og viðkomandi þarf að einbeita sér.

ADHD gefur samhengislausum hugsunum lausan tauminn

Þegar um einstakling með ADHD er að ræða slekkur verkefni eða skynhrif aðeins að hluta til á lausagangsnetinu og athyglisnetið verður ekki virkjað að fullu. Samhengislausu hugsanirnar halda áfram að þvælast fyrir og einbeitingin er einungis með hálfum huga.

Árið 2018 gerði bandaríski heilasérfræðingurinn Vinod Menon rannsókn sem gekk út á að skima heila alls 140 skólabarna og var helmingur þeirra haldinn ADHD. Heilar barnanna voru skimaðir á meðan börnin sátu og létu sig dagdreyma og síðan á meðan þau voru að leysa tiltekið verkefni.

 

Skimunin leiddi í ljós að heilbrigðu börnin gátu auðveldlega skipt á milli lausagangsnetsins og athyglisnetsins. Börnin sem greind höfðu verið með ADHD áttu hins vegar í basli. Lausagangsnet þeirra voru áfram í gangi að hluta til og athyglisnetið var heldur ekki virkjað til fulls.

 

Börnin dönsuðu með öðrum orðum línudans á milli þess að hafa fulla athygli og leyfa huganum að reika. Sennilega er þetta skýringin á því að mörgum fullorðnum sem greinst hafa með ADHD finnst höfuðið nánast vera kraumandi allan sólarhringinn eða þá þeim finnst sem stöðugt samtal eigi sér stað í höfði þeirra sem hafi truflandi áhrif.

 

Einkennin eyðileggja líf

Vandamál heilans hjá þeim sem hafa greinst með ADHD eru ósýnileg öðrum og margir finna fyrir vikið fyrir efasemdum annarra gagnvart kvillanum sem hrjáir þá. Dönsk rannsókn leiddi í ljós að alls 77% allra fullorðinna sem hafa greinst með ADHD höfðu fundið fyrir efasemdum meðal vina og ættingja um að ADHD hefði hamlandi áhrif á þá.

 

Þegar á heildina er litið eru margir þeirrar skoðunar að aukin athygli á ADHD og fjölda þeirra sem greinast með kvillann keyri um þverbak. Sumir telja ADHD-einkenni frekar flokkast undir persónuleikaeinkenni en röskun. Aðrir eru þeirrar skoðunar að það skaði börn að fá greininguna og lyfjagjöf og álíta að hægt hefði verið að meðhöndla kvillann á hefðbundnari hátt.

 

Umræðurnar hafa lengi einkennst af vangaveltum en nú eru viðamiklar rannsóknir hins vegar byrjaðar að færa okkur skýr svör.

Greining og meðferð getur reynst börnum vel en þetta ræðst þó af alvarleika einkennanna.

Á síðasta ári var farið yfir rannsóknir sem gerðar höfðu verið á þessu sviði með það fyrir augum að kanna kosti og galla greiningar og meðhöndlunar. Í mörgum tilvikum ljær sjálf greiningin einstaklingunum fullnægjandi skilning á einkennunum, aukið sjálfstraust, minni sektarkennd og reiði. Aðrir benda svo á að greiningunni geti tengst vonleysistilfinning eða þá auknir fordómar frá umheiminum.

 

Greining og lyfjameðferð þurfa samkvæmt rannsóknargreiningu þessari ekki ætíð að gagnast þeim sem haldnir eru vægu ADHD. Í þeim tilvikum geta ókostirnir vegið þyngra en kostirnir en þess ber að geta að rannsóknir á þessu sviði eru enn af skornum skammti. Hluti af skýringu þess að sífellt fleiri greinast með ADHD er að verið er að greina tiltölulega væg tilvik og því mæla læknar með að stigið sé varlega til jarðar hvað þau tilfelli snertir.

 

Á hinn bóginn leiðir yfirferð rannsóknanna í ljós, svo ekki verður um villst, að þeir sem eru með greinileg einkenni hafi mikið gagn af greiningunni. Án íhlutunar gætu slík einkenni nefnilega haft verulega hamlandi og eyðileggjandi áhrif. 

Einstaklingar með ADHD eru jafnframt í tólffalt meiri hættu á að verða dæmdir fyrir ofbeldisglæpi

Sumar rannsóknir sýna sem dæmi að fullorðnir með ADHD eru í margfalt meiri hættu á að verða atvinnulausir en við á um aðra. Möguleikarnir á að ljúka námi eftir framhaldsskóla eru sjöfalt minni en ella og komið hefur í ljós í rannsókn sem gerð var meðal frænda vorra Dana að þeir sem hafa greinst með ADHD eigi eftir að þéna 2,3 milljón krónum minna á ári en aðrir.

 

Einstaklingar með ADHD eru jafnframt í tólffalt meiri hættu á að verða dæmdir fyrir ofbeldisglæpi og eru tólffalt líklegri til að hljóta dóm fyrir ölvunarakstur sem ekki hvað síst stafar af því að þeim er helmingi hættara en öðrum við að ánetjast áfengi, kannabisefnum eða öðrum vímuefnum. Lyfjameðferð dregur úr hættunni á mörgum þessara afleiðinga.

 

Hægt er að fjarlægja ADHD úr erfðavísunum

ADHD er með öðrum orðum ekki skaðlaus kvilli og fjölgun greininga, auk meðhöndlunar kvillans, hefur það sennilega í för með sér að mörg börn og fullorðnir öðlast betra líf en ella. Vísindamenn einblína fyrir vikið ekki lengur á það hvort um sé að ræða raunverulegan kvilla eður ei, heldur hvernig beri að takast á við hann og meðhöndla á sem ákjósanlegastan hátt.

 

Í sumum tilvikum er ekki nauðsynlegt að beita lyfjameðferð, því gefist hefur vel að nota kennslu og ráðgjöf gegn einkennum á borð við námsörðugleika og atferlisvanda. Lyfjameðferð hefur þó gefið bestu raunina í tengslum við grunneinkenni kvillans.

 

Um 70 af hundraði allra fullorðinna með ADHD hafa góða reynslu af lyfjameðferð og í flestum tilvikum hafa þeir fengið meþílfenídat sem einnig gengur undir heitinu rítalín. 

Rítalín tryggir öflug taugaboð

Margar heilafrumur beita dópamíni til að senda taugaboð til nágrannafrumna en þegar um er að ræða þá sem þjást af ADHD eru taugaboðin ekki send með réttu móti. Lyfið rítalín slær á vandann.

Frumur senda taugaboð og taka til 

Tilteknar heilafrumur (rautt) nota efnið dópamín (gult) til að senda taugaboð til annarra taugafrumna. Þegar boðin hafa verið send drekkur fruman efnið í sig aftur með svokölluðum dópamínferjum. Þar með verður fruman tilbúin til að senda taugaboð á nýjan leik.

ADHD-heilinn tekur til of hratt 

Einstaklingar með ADHD eru með sérlega margar dópamínferjur á taugafrumunum. Þegar frumurnar reyna að senda skilaboð með dópamíni drekka ferjurnar efnið í sig þar til því tekst að senda taugaboðin áfram til nágrannafrumunnar.

Rítalín heftir tiltektina

Lyfið rítalín (blátt) sest líkt og tappi á dópamínferjurnar og heftir tiltekt dópamínsins. Þannig berst nágrannafrumunni ofgnótt af dópamíni og skilaboðin ná í gegn, líkt og gerist hjá þeim sem ekki þjást af ADHD.

Rítalín leiðréttir skort á taugaboðefninu dópamíni í snertifletinum milli heilafrumnanna. Þannig getur efnið ugglaust átt þátt í að bæta samskiptin milli ólíkra tauganeta heilans.

 

Þó svo að rítalín og önnur lyf gefi góða raun þá eru þau ekki laus við aukaverkanir og þau þarf í flestum tilvikum að taka inn oft á dag. Vísindamenn leita því nýrra leiða til að meðhöndla ADHD og augu sérfræðinga beinast nú einkum að erfðavísunum.

 

ADHD er í 80% tilvika unnt að rekja til erfðavísa og vísindamönnum hefur tekist að bera kennsl á nokkra slíka sem auka hættu á kvillanum. Fræðimenn hafa til þessa verið þeirrar skoðunar að hver erfðavísir hafi einungis takmörkuð áhrif og því hefur meðhöndlun sem beinist að einum tilteknum erfðavísi ekki verið talin gefa góða raun.

 

Á síðasta ári var hins vegar gerð ný uppgötvun sem varpar nýju ljósi á málið.

LESTU EINNIG

Ísraelski læknirinn Ohad Birk rannsakaði erfðavísinn CDH2 sem vitað er að tengist ADHD. Hann fýsti að komast að raun um hve mikil áhrif þessi tiltekni erfðavísir hefur á þróun kvillans og tókst með aðstoð CRISPR-tækni að genabreyta músum sem fólu í sér sama afbrigði af CDH2 og við á um mennska einstaklinga með ADHD.

 

Þessi óverulega breyting á genunum gerði mýsnar miklu ofvirkari fyrirvaralaust. Tilraunin leiddi jafnframt í ljós að örlítil breyting á CDH2 getur virkjað ADHD. Þetta telja vísindamenn að hljóti að vera unnt að gera með öfugum formerkjum.

 

Meðhöndlun gegn ADHD ætti því í framtíðinni að geta falist í sprautu sem breytir erfðavísunum og læknar kvillann í eitt skipti fyrir öll.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: GORM PALMGREN

© Shutterstock. © Shutterstock & Malene Vinther.

Lifandi Saga

Dans indíána orsakaði blóðbaðið við Wounded Knee

Heilsa

Rannsókn: Tæp skeiðfylli af þessari fitutegund daglega dregur úr hættu á heilabilun

Heilsa

Rannsókn: Tæp skeiðfylli af þessari fitutegund daglega dregur úr hættu á heilabilun

Maðurinn

Er hollt að gefa blóð?

Maðurinn

Er hollt að gefa blóð?

Maðurinn

Úmamí – fimmta frumbragðtegundin

Maðurinn

Eru fingraför óhjákvæmilega ólík?

Maðurinn

Frestar þú leiðinlegum verkefnum? Samkvæmt vísindamönnum er það slæm hugmynd

NÝJASTA NÝTT

Tækni

Bílar svífa á methraða eftir nýrri grænni hraðbraut

Lifandi Saga

10 slæmar hugmyndir: Enginn þorði að mæla gegn einræðisherrunum

Heilsa

Vísindamenn hafa svarið: Hvers vegna eiga sumir auðvelt með að þyngjast?

Lifandi Saga

Nasismi skýtur rótum í BNA: Flughrap afhjúpar spilltan þingmann

Lifandi Saga

Hvers vegna var kókaín í Coke?

Náttúran

Vísindamenn leiða í ljós: Hundar geta orðið afbrýðisamir

Heilsa

Þessi tegund þjálfunar getur dregið úr hættu á snemmbúnum dauðdaga um allt að 20%

Tækni

Ferðin að botni hafsins

Lifandi Saga

Hvernig urðu Hamas samtökin til?

Læknisfræði

Hvers vegna fáum við ofnæmi?

Tækni

Bílar svífa á methraða eftir nýrri grænni hraðbraut

Lifandi Saga

10 slæmar hugmyndir: Enginn þorði að mæla gegn einræðisherrunum

Heilsa

Vísindamenn hafa svarið: Hvers vegna eiga sumir auðvelt með að þyngjast?

Lifandi Saga

Nasismi skýtur rótum í BNA: Flughrap afhjúpar spilltan þingmann

Lifandi Saga

Hvers vegna var kókaín í Coke?

Náttúran

Vísindamenn leiða í ljós: Hundar geta orðið afbrýðisamir

Heilsa

Þessi tegund þjálfunar getur dregið úr hættu á snemmbúnum dauðdaga um allt að 20%

Tækni

Ferðin að botni hafsins

Lifandi Saga

Hvernig urðu Hamas samtökin til?

Læknisfræði

Hvers vegna fáum við ofnæmi?

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Maðurinn

Ný rannsókn: Áhrif framhjálds á konur koma á óvart

Maðurinn

Ný rannsókn: Áhrif framhjálds á konur koma á óvart

Maðurinn

Hve lengi hefur krabbamein hrjáð mannkynið?

Maðurinn

Hve lengi hefur krabbamein hrjáð mannkynið?

Maðurinn

Við getum lifað án heilastofns

Náttúran

Vísindamenn kortleggja nú heimshöfin

Heilsa

41 næringarríkustu fæðutegundir jarðar

Menning og saga

Leynirými í 4.400 ára gömlum egypskum pýramída

Vinsælast

1

Náttúran

Vísindamenn leiða í ljós: Hundar geta orðið afbrýðisamir

2

Heilsa

Þessi tegund þjálfunar getur dregið úr hættu á snemmbúnum dauðdaga um allt að 20%

3

Læknisfræði

Hvers vegna fáum við ofnæmi?

4

Tækni

Ferðin að botni hafsins

5

Maðurinn

Lamaður maður gengur fyrir eigin hugarafli

6

Lifandi Saga

Hvers vegna var kókaín í Coke?

1

Náttúran

Vísindamenn leiða í ljós: Hundar geta orðið afbrýðisamir

2

Heilsa

Þessi tegund þjálfunar getur dregið úr hættu á snemmbúnum dauðdaga um allt að 20%

3

Tækni

Ferðin að botni hafsins

4

Lifandi Saga

Hvers vegna var kókaín í Coke?

5

Heilsa

Vísindamenn hafa svarið: Hvers vegna eiga sumir auðvelt með að þyngjast?

6

Lifandi Saga

Hvernig urðu Hamas samtökin til?

Lifandi Saga

Belgía biður Kongó afsökunar – með tönn

Lifandi Saga

Af hvaða kynstofni var Kleópatra?

Lifandi Saga

Kitty var Kim Kardashian 18. aldar

Heilsa

Bakteríurnar þrífast vel í handklæðinu þínu

Alheimurinn

Hvað er andefni?

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

Maðurinn

Heilann þyrstir í fitu

Maðurinn

Er það skaðlegt að plokka nefhárin?

Lifandi Saga

Hve lengi höfum við fengið sumarfrí?

Jörðin

Vísindamenn greina vaxtarverki: Fæðuhringur eldfjallsins

Maðurinn

Ást er eintóm efnafræði

Náttúran

Hjarta steypireyðar slær bara tvisvar á mínútu

Bílar svífa á methraða eftir nýrri grænni hraðbraut

Vísindamenn hyggjast byggja nýja hraðbraut sem getur fengið bíla til að svífa af stað á allt að 1.000 km/klst. – og á sama tíma flytja loftslagsvænt vetni og rafmagn fyrir grænt orkunet framtíðar. Tæknin er þegar til staðar.

Tækni

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

 • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
 • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
 • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
 • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
 • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
 • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
 • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is