Maðurinn

Nú vitum við hvar lyfleysuáhrifin verða í heilanum

Nýjar skannanir í gríðargóðri upplausn sýna að lyfleysuáhrif verða í heilastofninum.

BIRT: 15/04/2023

Talið er að um 10% alls mannkyns þjáist af langvinnum verkjum. Ný rannsókn á hinum dularfullu lyfleysuáhrifum gefur nú vísbendingar um hvernig nýta megi þau í framtíðinni til að lina verki.

 

Rannsóknin var gerð við Melbourneháskóla í Ástralíu og fMRI skanni var notaður til að fá fram áður óséða nákvæmni í myndum. Þær leiddu í ljós nákvæma staðsetningu bæði lyfja- og lyfleysuáhrifa sem reyndust verða í heilastofninum.

 

Lyfleysuáhrif eru hið illskýranlega fyrirbrigði, þegar meðferð hefur áhrif eða aukaverkanir verða en sjúklingurinn hefur í rauninni ekki fengið lyf.

LESTU EINNIG

Rannsóknin fór þannig fram að heili þátttakenda var skannaður meðan þeir báru sérstakt kopararmband sem hitað hafði verið upp í miðlungserfið sársaukamörk.

 

Þátttakendum var síðan boðið að lina sársaukann með einu af alls þremur kremum. Ein gerðin jók á sársaukann, önnur linaði hann en sú þriðja hafði alls engin áhrif.

 

Í flestum tilvikum fundu þátttakendur fyrir þeim áhrifum sem þeim var sagt að kremið hefði. Í raun og veru var þetta þó allt sama kremið, nefnilega venjulegt vaselín.

Staðreyndir

  • Heilastofninn tengir heila við litla heila og mænu og virkar sem miðstöð fyrir taugabrautir líkamans.

 

  • Lyfleysuáhrifin hafa verið þekkt síðan árið 1572, þegar franski heimspekingurinn Michel de Montaigne tók eftir að sumum leið betur við það eitt að sjá lyf.

Það sem er sérstakt við þessa tilraun er að heilinn var samtímis skannaður í gríðarlega hárri upplausn.

 

Skannamyndirnar sýndu að lyfleysuáhrifin auka virkni heilasvæðisins „rostral ventometrical medulla“ sem miðlar sársaukaboðum en draga aftur á móti úr virkni í hinum svonefnda „gráa heilamassa“ sem hjálpar líkamanum að bæla niður sársauka. Lyfjaáhrif valda öfugri virkni.

 

Vísindamennirnir að baki rannsókninni vonast til að þessi nýja þekking geti í framtíðinni leitt af sér meðferðarúrræði við langvinnum verkjum, t.d. vegna taugaskaða.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Denis Rivin

Shutterstock

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Maðurinn

Af hverju veldur ofnæmi kláða?

Náttúran

Milljarðar grameðlna hafa lifað á jörðinni

Heilsa

Vísindamenn finna sjálfsmorðshnapp krabbans

Alheimurinn

Ný gerð geimhylkis snýr lendingu alveg á haus

Maðurinn

Er hægt að verða sólbrúnn í skugga?

Maðurinn

Gerið það sama og þúsundir gera á samfélagsmiðlum: Verið þakklát og lifið lengur

Maðurinn

Þannig getum við nýtt drauma okkar

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

Jörðin

Jörðin eftir manninn

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

Lifandi Saga

Hvað átti sér stað við Wounded Knee árið 1973?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is