Læknisfræði

Nýleg rannsókn: Gigtarlyf geta unnið bug á blettaskalla

Við Óskarsverðlaunaafhendinguna í ár voru ekki einungis gefnar styttur sem verðlaun. Leikarinn Will Smith gaf nefnilega kynninum Chris Rock einn á kjaftinn fyrir að gera grín að hárleysi eiginkonu leikarans kunna. Nú hafa nýjustu rannsóknir leitt í ljós að hugsanlega er unnt að nota gigtarlyf til að vinna bug á hárleysi sem stafar af sjúkdómi sem nefnist alopecia en um er að ræða sjálfsofnæmi sem veldur því að hárið hrynur af fólki.

BIRT: 02/04/2022

Á Óskarsverðlaunahátíðinni í ár gantaðist Chris Rock með hárlaust höfuð leikkonunnar Jada Smith.

 

Andartaki síðar rigsaði eiginmaður hennar, Will Smith, upp á sviðið og sló grínistann utan undir. Skallinn á Jada Smith á nefnilega rætur að rekja til sjálfsofnæmis sem kallast alopecia – öðru nafni blettaskalli.

 

Nýlegar rannsóknir hafa leitt í ljós að hefðbundið gigtarlyf getur haldið sjúkdóminum í skefjum.

 

Gigtarlyf vinnur bug á sjúkdóminum

Venjuleg liðagigt, þ.e. reumatoid artritis, er sjálfsofnæmissjúkdómur, líkt og blettaskalli sem einkennist af því að ónæmiskerfið ræðst til atlögu við líkama okkar.

 

Hægt er að ráða bót á báðum sjúkdómum með sama lyfinu. Þetta sýna nýlegar tilraunir með bandaríska alopecia-sjúklinga sem unnar voru af vísindamönnum við háskólann í Yale.

Hvað er blettaskalli?

Blettaskalli, öðru nafni alopecia areata, stafar af sjálfsofnæmi.

 

Ónæmiskerfið bregst við hættumerki og ræðst af misgá á heilbrigðan líkama. Þegar um blettaskalla er að ræða ræðst ónæmiskerfið til atlögu við hársekkina og fyrir vikið dettur hárið af höfðinu á stórum svæðum.

 

Hárlos kvenna getur einkum og sér í lagi haft slæleg áhrif á sjálfsmyndina, skaðað geðheilsuna og haft neikvæð áhrif á lífsgæðin, ef marka má rannsóknir.

 

Vísindamenn vita enn ekki fyrir víst hvers vegna ónæmiskerfið bregst svo ranglega við í tilviki blettaskalla en ýmsar tilgátur eru uppi. Sumar rannsóknir gefa til kynna að ástæðan kunni að vera skortur á D-vítamíni, aðrar benda á of mikið hormónamagn og enn aðrar gefa til kynna að um sé að ræða sambland af streitu, heymæði, sykursýki eða astma.

 

Hjá flestum alopecia-sjúklingum gerir hárlos fyrst vart við sig í kringum þrítugt og sennilegt þykir að sjúkdómurinn sé arfgengur.

 

Alopecia er einnig þekkt í alvarlegri myndum:

Alopecia totalis, allt hár á höfðinu dettur af og

Alopecia universalis, öll hár líkamans detta af

Vísindamenn hafa útbúið kvarða fyrir hárlos þar sem gildið 0 táknar ekkert hárlos og gildið 100 gefur til kynna alveg sköllótt höfuð.

 

Í tilraun þessari var 1.200 manns með mikið hárlos skipt í þrjá hópa. Fyrsta hópnum var gefin lyfleysa, annar hópur fékk 2 millígrömm af gigtarlyfinu baricitinib á dag en þriðji hópurinn 4 mg af sama lyfi.

 

Að 36 vikum liðnum hafði þriðji hver sjúklingur sem fékk stærri lyfjaskammtinn endurheimt stóran hluta af hárinu sem þeir áður höfðu glatað. Þeir voru nú með gildið 20 á kvarðanum og höfðu sem sé endurheimt minnst þriðjung af hárinu sem áður hafði dottið af þeim.

 

Lyf hefta árásir ónæmiskerfisins

Gigtarlyfið vinnur bug á alopecia, svo og liðagigt, sökum þess að það hægir á ónæmiskerfinu.

 

Ónæmiskerfið sendir taugaboð út í frumurnar í gegnum net sem samanstendur af svonefndum Janus-kinase-ensímum og viðtökum inni í frumunum.

LESTU EINNIG

Lyfið baricitinib hindrar ensímin og með því móti dregur lyfið úr árásum ónæmiskerfisins á hársekkina. Lyfið læknar með öðrum orðum ekki sjálfsónæmið, heldur hægir á því þannig að hársekkirnir verða færir um að láta ný hár vaxa.

 

Í tilrauninni fengu margir sjúklinganna aukaverkanir jafnframt því sem hárvöxtur þeirra jókst. Sumir fengu graftarbólur, öndunarerfiðleika, höfuðverk, of hátt kólesteról eða blöðrubólgu.

 

Gerðar verða frekari tilraunir með lyfið áður en það verður sett á almennan markað sem lyf gegn skalla. Þessi nýja tilraun er nú á þriðja þrepi en um er að ræða síðasta þrepið áður en heilbrigðisyfirvöld gefa grænt ljós á að lyfið verði sett á markað.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Sören Steensig

Shutterstock.

Náttúran

Kisulóra er villiköttur

Lifandi Saga

Greitt fyrir Pepsi-Cola með sovéskum kafbátum

Lifandi Saga

Greitt fyrir Pepsi-Cola með sovéskum kafbátum

Heilsa

10 matvæli með meira C-vítamín en appelsínur

Heilsa

10 matvæli með meira C-vítamín en appelsínur

Náttúran

Hvaða rándýr étur flest fólk?

Heilsa

Er flotsaur til marks um góða heilsu?

Náttúran

Hvernig veit fræ að það eigi að spíra? 

NÝJASTA NÝTT

Lifandi Saga

Fimm heppnustu manneskjur sögunnar

Maðurinn

Hve mikið gagnamagn rúmast í heilanum?

Náttúran

Sníkill gæðir okkur fegurð

Læknisfræði

Ný tækni lokkar krabbafrumur úr felum

Jörðin

Hvenær var hnettinum skipt í tímabelti?

Lifandi Saga

Mömmustrákur tryggði bandarískum konum kosningaréttinn

Lifandi Saga

Hermaður sá heiminn á hvolfi eftir heilaskaða

Alheimurinn

Eitilhörð samkeppni um að leysa ráðgátur sólkerfisins

Læknisfræði

Soðnir kettir læknuðu nánast allt á miðöldum

Tækni

Eru eineggja tvíburar erfðafræðilega eins?

Lifandi Saga

Fimm heppnustu manneskjur sögunnar

Maðurinn

Hve mikið gagnamagn rúmast í heilanum?

Náttúran

Sníkill gæðir okkur fegurð

Læknisfræði

Ný tækni lokkar krabbafrumur úr felum

Jörðin

Hvenær var hnettinum skipt í tímabelti?

Lifandi Saga

Mömmustrákur tryggði bandarískum konum kosningaréttinn

Lifandi Saga

Hermaður sá heiminn á hvolfi eftir heilaskaða

Alheimurinn

Eitilhörð samkeppni um að leysa ráðgátur sólkerfisins

Læknisfræði

Soðnir kettir læknuðu nánast allt á miðöldum

Tækni

Eru eineggja tvíburar erfðafræðilega eins?

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Lifandi Saga

Robert the Bruce var hinn sanni Braveheart Skotanna

Lifandi Saga

Robert the Bruce var hinn sanni Braveheart Skotanna

Maðurinn

Samfélagsmiðlar ógna samkenndinni

Maðurinn

Samfélagsmiðlar ógna samkenndinni

Heilsa

Breytingarnar á líkamsþyngd geta leitt í ljós hættu á heilabilun

Náttúran

8 uppfinningar sem þú getur þakkað Einstein fyrir

Náttúran

Að klóna risaeðlur: Er hægt að vekja risaeðlur til lífsins?

Maðurinn

Sársauki – Hvað er sársauki?

Vinsælast

1

Tækni

Eru eineggja tvíburar erfðafræðilega eins?

2

Náttúran

Sníkill gæðir okkur fegurð

3

Maðurinn

Af hverju sjá sumir drauga en aðrir ekki?

4

Læknisfræði

Ný tækni lokkar krabbafrumur úr felum

5

Maðurinn

Þráhyggja tekur heilann í gíslingu

6

Saga

Af hverju ráða Bandaríkin yfir Guantanamo?

1

Tækni

Eru eineggja tvíburar erfðafræðilega eins?

2

Náttúran

Sníkill gæðir okkur fegurð

3

Læknisfræði

Ný tækni lokkar krabbafrumur úr felum

4

Náttúran

Kisulóra er villiköttur

5

Lifandi Saga

Greitt fyrir Pepsi-Cola með sovéskum kafbátum

6

Alheimurinn

Mistök geta verið banvæn fyrir geimfara 

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

Maðurinn

Heilann þyrstir í fitu

Maðurinn

Er það skaðlegt að plokka nefhárin?

Lifandi Saga

Hve lengi höfum við fengið sumarfrí?

Maðurinn

Þessi tvö efni geta átt þátt í að lækka líffræðilegan aldur okkar

Lifandi Saga

Hin dularfulla María Magdalena var nákomin frelsaranum

Menning og saga

Múmía hræddi líftóruna úr vörðum

Náttúran

Topp 5: Hvaða könguló er stærst?

Náttúran

Tuttugu arma sædýr fannst við suðurskautið

Maðurinn

Styrktu alla þrjá þætti greindarinnar

Jörðin

Evrópsk ofureldstöð virðist undirbúa gos

Maðurinn

10 óvanalegar tegundir af fælni

Fimm heppnustu manneskjur sögunnar

Sumir virðast vera fæddir undir lukkustjörnu en hjá öðrum virðist heppnin vera nánast yfirnáttúrulegt fyrirbæri. Hvorki eldingar, flugslys, öfundsjúkir keppinautar eða kjarnorkusprengjur gátu bugað þessa heppnu einstaklinga.

Lifandi Saga

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is