Verða konur aldrei sköllóttar?

Ég hef aldrei séð konu með "tungl" á hvirflinum. Hvernig stendur á því?

BIRT: 04/11/2014

LESTÍMI:

< 1 mínútur

Algengasta orsök hártaps bitnar reyndar á báðum kynjum, en er þó mun algengari hjá körlum. Ástæða hártapsins er arfgeng og mörg gen eiga hér hlut að máli. Allt að helmingur hvítra karlmanna yfir fimmtugt verða fyrir hármissi.

 

Hártapið stafar af því að karlhormónið testósterón umbreytist í efnið dihydrotestósterón, sem bindur sig við viðtaka á hárfrumunum og styttir þannig vaxtartíma hársins. konur hafa mun minna testósterón en karlar og það er að líkindum ástæða þess að þær tapa hárinu mun sjaldnar.

 

Þegar það gerist, eru einkennin líka öðruvísi. karlmenn fá gjarnan há kollvik og með tímanum myndast stórir skallablettir á hvirflinum. Á konum þynnist hárið hins vegar jafnara en þó mest á hvirflinum og þar getur stöku sinnum jafnvel myndast skallablettur. Ekki er á hreinu af hverju þessi mismunur stafar.

 
 

BIRT: 04/11/2014

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu með áskrifandi að blaðinu?

Áskrifendur geta fengið áskrift af vefnum hér

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is