Lifandi Saga

Persneskur kóngur stal borg óvina og endurreisti hana í eigin ríki 

Á tímum Khosrau 1. var Persía Mið-Austurlanda stórveldi. Þegar Býsansmenn ögruðu honum á sjöttu öld refsaði hann þeim með því að rupla og ræna Antíokku og lét hann flytja burt 300.000 íbúa borgarinnar. 

BIRT: 28/05/2024

Hvað gerði þessi einráði konungur á miðöldum til þess að auðmýkja fallna fjandmenn? Samkvæmt býsantíska annálaritaranum Prókópíusi frá Sesaríu var svarið þetta: Hann stelur einni stórborg óvinarins og endurreisir hana í miðju ríki sínu. 

 

Árið 504 e.Kr. hélt persneski konungurinn Khosrau í herleiðangur með voldugan her gegn hinu mikla Býsantíska ríki í vestri. Þar bjuggu arftakar Rómarríkis og höfðu þeir samkvæmt kónginum rofið „eilífan friðarsamning milli ríkjanna tveggja“ og nú skyldi hegna þeim. 

 

Fyrir einhverjum 1.500 árum snerust slíkir herleiðangrar um að ræna og rupla –og eins voru stríð kostnaðarsöm fyrirtæki á þessum tíma sem auðveldast var að fjármagna með því að ræna sem mestum verðmætum í óvinalandinu. 

 

Þegar Khosrau hóf umsátur árið 540 og hertók síðan mikilvægustu verslunarborg Býsansmanna, Antíokkíu (núverandi Antakya í suðurhluta Tyrklands) lét hann sér þó ekki nægja að flytja allt gull borgarinnar heim. Hann tók einnig teikningar af skipulagi borgarinnar og 300.000 íbúa hennar með sér. Nærri höfuðborg sinni lét síðan kóngurinn endurreisa borgina. En þessi hefnd dugði honum samt ekki. 

 

Borgarnafnið til háðungar Býsansmönnum 

Á sléttu einni nærri höfuðborg sinni, Ktesifon, lét hann nú reisa rómverska borg – með alveg eins götum og m.a.s. leikvangi með veðhlaupabraut fyrir hestvagna sem Rómverjar dáðu svo mikið. 

 

Til þess að strá salti í sárið á býsantíska keisaranum nefndi hann borgina Weh Antiok Khosrow – betri Antíokkíu Khosraus.

Ríki Khosraus náði á árinu 540 e.Kr. frá Kaspíahafi til Persaflóa og Indlands. Í vestri lá Antiochia (1), en hin nýja og betri Antiochia (2) var byggð 900 km austar.

Í þessari skínandi nýju og betri útgáfu af borginni áttu brottfluttir íbúar Antíokkíu að búa, ásamt þúsundum annarra býsantískra fanga sem persneski herinn hafði handsamað í herleiðangrinum. 

Sú var tíðin að konunglegur titill veitti aðgang að miklum völdum. Núna eru slíkir titlar aðallega táknrænir en skipta þó miklu máli fyrir meðlimi innan konungsfjölskyldna.

Weh Antiok Khosrow lá samkvæmt persneskum heimildum á austurbakka Tígrisfljóts en ekki er vitað hver nákvæm staðsetning hennar var.

 

Allar leifar af borginni hurfu þegar arabískir herir réðust þar inn og herjuðu í Persíu á sjöttu öld. 

HÖFUNDUR: SØREN FLOTT , JANNIK PETERSEN

© Los Angeles County Museum of Art/Wikimedia Commons/malcok.i/Shutterstock.com. © Wikimedia Commons/sabri deniz kizil/shutterstock.com.

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Maðurinn

Heilinn veslast upp af einsemd

Lifandi Saga

Af hverju er svona erfitt að taka Krím?

Heilsa

Yfir helmingur jarðarbúa fær allt of lítið af lífsnauðsynlegum næringarefnum

Maðurinn

Nýleg rannsókn: Vika án nettengingar er holl fyrir sálina

Heilsa

Morgunmatur skiptir höfuðmáli fyrir geðheilsu barna og unglinga.

Alheimurinn

Milljarðamæringur fer í fyrstu geimgöngu sögunnar á vegum einkaaðila.

Náttúran

Af hverju er haustlauf í svo misjöfnum litum?

Lifandi Saga

Gleymdur frumkvöðull vökvaði eyðimörkina

Maðurinn

Hvers vegna gnísta sumir tönnum – og er það skaðlegt?

Lifandi Saga

Skilnaðir voru daglegt brauð í Róm og Babýlon

Maðurinn

Þannig búa sólageislar þig undir skammdegið

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is