Af hverju eru konunglegir titlar svona mikilvægir? 

Sú var tíðin að konunglegur titill veitti aðgang að miklum völdum. Núna eru slíkir titlar aðallega táknrænir en skipta þó miklu máli fyrir meðlimi innan konungsfjölskyldna.

BIRT: 07/10/2023

LESTÍMI:

2 mínútur

Í áranna rás hafa ríkisstjórar verið „konungar af guðs náð“ og þar með litið á þá sem eins konar fulltrúa guðs á jörðu. Þetta fól í sér að kóngar höfðu nánast takmarkalaus völd yfir undirsátum sínum.

 

Þessi dýrðlegu völd og meðfylgjandi forréttindi áttu þó ekki einungis við kónginn heldur einnig ættingja hans. Konunglegur titill veitti þannig aðgang að miklum völdum og var afar eftirsóttur innan aðalsins.

 

Eftir því sem lýðræðislega kjörnum ríkisstjórnum fjölgaði í flestum evrópskum löndum hafa konunglegir titlar orðið einungis táknrænir – og aðallinn hefur ekki lengur eiginleg pólitísk völd. Engu að síður veita titlarnir margs konar forréttindi.

 

Hinir konunglegu eru t.d. oft undanþegnir venjulegum lögum og þurfa ekki að leggja fram reikningsskil – og aðallinn tekur ennþá á móti árlegum styrkjum frá ríkinu.

Jóakim prins lýsti þannig yfir megnri óánægju með að börn hans væru ekki lengur prinsar og prinsessur.

Barnabörnin missa titla sína

Þegar titillinn er tekinn af hinum konunglegu getur það auk þess falið í sér að viðkomandi missi einnig hernaðarlega titla sína og konungleg verndarhlutverk sem hefur mikla táknræna þýðingu. Þetta henti t.d. breska prinsinn Andrew þegar hann missti árið 2022 alla sína titla eftir að hafa verið ákærður fyrir kynferðislega áreitni.

 

Eins vakti það mikla athygli þegar Margrét 2. danadrottning ákvað í september 2022 að svipta börn Jóakims prins titlum eins og prinsum og prinsessu. Danska drottningin kallaði þessa ákvörðun sína „nauðsynlegt framfaraskref konungsvaldsins“.

 

Með svipuðum hætti valdi sænski konungurinn Karl Gústaf árið 2018 að ekki bæri að líta á fimm af hans barnabörnum sem konunglegar hátignir.

BIRT: 07/10/2023

HÖFUNDUR: EMRAH SÜTCÜ

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: © BillederFlick

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is