Þegar þýska herskipinu Dresden var sökkt árið 1915 undan ströndum Chile, tókst einum grís að sleppa upp úr lestinni.
Skipstjórinn og áhöfnin höfðu yfirgefið sökkvandi skipið og svínið hafði af skynsemi sinni tekið sömu ákvörðun.
Skömmu síðar var syndandi svíninu bjargað úr sjónum af sjómönnum um borð í enska herskipinu Glasgow.
Þeir gáfu svíninu nafnið Tirpitz eftir stolti þýska flotans og veittu því einnig orðu fyrir að hafa sýnt fádæma hugrekki og verið síðast til að yfirgefa Dresden.
Tirpitz varð vinsæll meðal áhafnarinnar og var um borð í eitt ár en þá var það flutt á herskóla nokkurn.
Þar gekk grísinn af göflunum í hænsnahúsi og var sent aftur til skipstjórans á Glasgow.
Þeim kom ekki saman og árið 1919 endaði þetta hugrakka dýr sem beikon á uppboði. Ágóðinn féll í hlut breska Rauða krossins.