Hreindýrskálfur sat fastur í breskum kafbáti

Kafbáturinn HMS Trident var með pláss fyrir 59 manns – og á tímabili fyrir einn soltinn hreindýrskálf.

BIRT: 11/10/2022

LESTÍMI:

< 1 mínútur

Áhöfnin um borð í breska kafbátnum HMS Trident fékk árið 1941 óvenjulega gjöf.

 

Í heimsókn í sovésku hafnarborginni Murmansk heiðraði rússneskur herforingi hana með nokkurra mánaða gömlum hreindýrskálfi.

 

Ekki kom til greina að afþakka gjöfina og Sladen kafbátsforingi varð að troða dýrinu – ásamt tunnu af mosa – inn um tundurskeytarör.

Kafbáturinn HMS Trident var með pláss fyrir 59 manns – og á tímabili fyrir einn soltinn hreindýrskálf.

Pollyanna, eins og dýrið var nefnt, náði skjótt áttum og hélt gjarnan til í káetu foringjans.

 

Þar kom að mosinn varð uppurinn og Pollyanna lifði á ýmsum matarafgöngum áhafnarinnar. Sísoltið dýrið gæddi sér einnig á þurrmjólk og át auk þess nokkur sjókort.

 

Þegar kafbáturinn kom til Englands sex vikum síðar var Pollyanna orðin svo stríðalin að ekki reyndist unnt að koma henni út um tundurskeytaopið. Þess í stað var kálfurinn hífður upp á bryggju gegnum aðallúguna. Þar var Pollyanna síðan skráð af kafbátnum og endaði ævi sína í dýragarði

BIRT: 11/10/2022

HÖFUNDUR: Niels-Peter Granzow Busch

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: Imageselect, © Imperial War Museums

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is