1. Filippus – Frakklandi
Ríkisarfi númer tvö klæddist kvenmannsfötum
Loðvík 14. (til vinstri) og Filippus (til hægri). Það voru aðeins tvö ár á milli prinsanna tveggja en þeir fengu mjög ólíkt uppeldi, þar sem móðirin klæddi Filippus t.a.m. í stelpuföt.
Frakkland er eina landið í heiminum sem hefur haft opinberan titil fyrir elsta bróður konungsins – Monsieur. En það eru ekki margir monsieurs sem hafa verið eins fjarlægir hásætinu og Filippus, bróðir Loðvíks 14., betur þekktur sem sólkonungurinn.
Þar sem móðir bræðranna, Anna frá Austurríki, hafði þjálfað Loðvík til að stjórna og að framtíðarvald hans væri Guðsgjöf, hafði hún aðrar aðferðir með Filippus.
Drottningin kallaði son sinn „litlu stelpuna sína“ og klæddi hann í stelpuföt, jafnvel þegar hann var orðinn ungur maður. Hún hvatti hann meira að segja til að fara á samkvæmisdansleiki klæddur sem kona.
Fataval Filippusar olli slúðri við frönsku hirðina. Það var glæpur að vera samkynhneigður en bróðir konungs gerði lítið til að fela kynhneigð sína og sængaði hjá fjölda ungra aðalsmanna.
LESTU EINNIG
Hann hafði þó um árabil sérstaklega náið samband við Filippus af Lorraine sem á þeim tíma var lýst sem manni „algjörlega án siðferðis“.
Árið 1670 fékk Henrietta, eiginkona Filippusar, nóg af augljósu framhjáhaldi hans og sannfærði Loðvík 14. um að vísa Filippusi frá Lorraine til Rómar. Filippus var reiður og flutti alla fjölskylduna langt frá París. Stuttu síðar lést Henrietta skyndilega og sagði á dánarbeði sínu að eitrað hefði verið fyrir henni.
Loðvík 14. grunaði bróður sinn en ekkert var hægt að sanna. Það sem eftir var ævinnar lifði Filippus í skugga hins volduga sólkonungs og þegar hann lést árið 1701 ríkti eldri bróðirinn enn.
2. Kristófer II Danmörku
Óhæfur yngri bróðir veðsetti jörðina
Kristófer II tók við ríki í mikilli kreppu en gerði ekkert nema auka á kreppuna.
Þegar danski konungurinn Erik Klipping var myrtur við dularfullar aðstæður í Finderup Lade árið 1286 fór hásætið til elsta sonar hans Erik Menved. En litli bróðirinn Kristófer var sannfærður um að konungskórónan myndi passa sér betur.
Sem betur fer fyrir Kristófer varð konungur mjög fljótt óvinsæll sökum mikillar eyðslu og tæmdi nær ríkissjóðinn, á meðan íbúarnir sultu. Fljótlega fór Kristófer að leggja drög að samsæri ásamt fjölmörgum óvinum bróður síns. Hann myndaði bandalag með sænskum hertogum, Hákoni 5. Noregskonungi og þýskum greifa.
En á einhvern ótrúlegan hátt frétti Eriks Menveda að þessu og því varð Kristófer að flýja land árið 1315. Árið 1318 fluttist hann aftur til Danmörku ásamt hinum útlæga erkibiskupi Esger Juul og öðrum útlögum og reyndu að leggja undir sig Skán. Það gekk heldur ekki upp.
LESTU EINNIG
Árið eftir dó Erik Menved af náttúrulegum orsökum og Kristófer gat loksins sest í hásætið. En hann tók við ríki sem var gjaldþrota og gríðarlega veðsett.
Staða hans var svo veik að hann varð nauðbeygður að semja við lánadrottna um að greiða niður öll lán bróður síns og ekki hækka skatta.
En Kristófer II taldi samninginn væri ekki það merkilegur svo hann hunsaði hann bara og hækkaði skatta. Því kom ekki á óvart að uppreisn var gerð og var Kristófer II var hrakinn úr landi en danskir og þýskir greifar deildu svo um hvernig ætti að skipta hinni veðsettu Danmörku á milli sín.
3. Ríkharður III – Englandi
Öfundsjúkur bróðir drap frændur sína
Ríkharður III er oft talinn einn versti konungur í sögu Englands.
Sem 11. barn enska hertogans Richard Plantagenet var langt í völd hjá Ríkharði litla þegar hann fæddist árið 1452. En skömmu síðar brutust út Rósastríðin þar sem Richard Plantagenet gerði tilkall til enska hásætisins.
Plantagenet var drepinn í borgarastyrjöldinni en elsti sonur hans, Játvarður af Mars, reyndist hugrakkur og áhrifamikill hershöfðingi sem barðist áfram og hlaut hásætið árið 1461.
Ríkharður fékk yfirráð á Norður-Englandi af eldri bróður sínum en þurfti að standa í skugga hins geysivinsæla konungs. Í stað þess að standa gegn konungi ákvað Ríkharður hins vegar að leika hin trygga og holla undirsáta og samband hans og Játvarðs IV hélst náið jafnvel eftir að konungurinn varð bæði grimmari og vænisjúkari á efri árum.
Það hefur aldrei verið sannað að Ríkharður III hafi myrt frændur sína þegar þeir voru í varðhaldi í Tower of London en flestir sagnfræðingar telja konung vera sekan um morðin.
Þegar Játvarður IV lést árið 1483 tók 12 ára sonur hans Játvarður V við krúnunni. En konungur hafði falið Ríkharði góða bróður sínum hlutverk verndara þar til sonurinn varð fullorðinn. Það hefði hann aldrei átt að gera.
Ríkharður sá hásætið loks innan seilingar og hann lét strax til skarar skríða og ógilti þegar í stað hjónaband eldri bróðurs síns þ.a. Edward V og yngri bróðir hans voru nú skyndilega orðnir bastarðar. Þeim var þegar komið fyrir í dýflissu The Tower of London og sáust aldrei aftur. Flestir sagnfræðingar telja að þeir hafi verið teknir af lífi af nýkrýndum konungi Ríkharði III.
Það kom ekki á óvart að valdataka konungs kom flatt upp á stóra hluta Englendinga og tæpum tveimur árum síðar var Ríkharður III drepinn í annarri borgarastyrjöld. Með dauða hans var Rósastríðinu endanlega lokið.