Lifandi Saga

Elsta konungdæmi heims – og sjö önnur forn erfðaríki

Í heiminum öllum eru nú við lýði 43 ólík erfðaríki en með því er átt við konungsríki, keisaradæmi og soldánsveldi, þar sem rétturinn til að gegna þjóðhöfðingjahlutverki gengur í erfðir. Meðal þessara ber fyrst að nefna Japan en japanska keisaradæmið er elst þeirra allra. Konungsríkin í Danmörku, Englandi, Noregi og Svíþjóð heyra aftur á móti til elstu konungsríkja í heimi.

BIRT: 01/10/2022

Elsta erfðaríki heims

Elsta konungdæmið sem enn er við lýði, telst vera konungsríkið Kambódía sem á rætur að rekja allt aftur til ársins 68 en fram kemur í fornum heimildum að japanska keisaraveldið sé enn eldra og sumir telja það fyrir vikið vera elsta erfðaríki heims.

 

Hugsanlega fyrirfinnast þó erfðaríki sem eru enn eldri.

 

Það getur nefnilega verið erfiðleikum háð að ákvarða aldur erfðaríkja, ef marka má Lars Hovbakke Sørensen, lektor í sagnfræði: „Það sem gerir það erfitt að ákvarða hvaða konungdæmi sé elst er að við eigum engar ritaðar heimildir svo langt aftur í tímann. Þess í stað neyðumst við til að kanna hvenær titlar á borð við „konungur“ eða „keisari“ koma fyrst fyrir í rituðum heimildum“.

 

Nú á dögum fyrirfinnast alls 43 erfðaríki víðs vegar um heiminn ef við miðum við hina almennu skilgreiningu á erfðaríki, andstætt við lýðveldi.

 

„Lýðveldi einkennist af því að þar ríkir þjóðkjörinn þjóðhöfðingi sem er við völd í tiltekinn árafjölda en erfðaríki einkennist af því að konungborinn þjóðhöfðingi að öllu jöfnu er við völd alla ævi,“ segir Lars Hovbakke Sørensen.

 

Með erfðaríki getur verið átt við keisaraveldi á borð við Japan, konungsríkin Danmörku, Noreg eða Svíþjóð, ellegar þá soldánsveldi í líkingu við Óman. Þá teljast furstadæmi, stórhertogadæmi og emírsdæmi einnig vera erfðaríki.

 

Langflestir konungar heims hafa afar takmörkuð völd á stjórnmálasviðinu, ef nokkur en gegna öðru fremur hlutverki menningarlegs boðbera. Í einstaka löndum, svo sem eins og Óman og Marokkó, hafa þjóðhöfðingjarnir þó enn pólitísk völd.

 

Hér gefur að líta heiti elstu erfðaríkja heims:

 

  • Keisaradæmið Japan

 

  • Konungsríkið Kambódía

 

  • Soldánsveldið Óman

 

  • Konungsríkið Marokkó

 

  • Breska konungsveldið

 

  • Konungsríkið Noregur

 

  • Konungsríkið Danmörk

 

  • Konungsríkið Svíþjóð

 

Ártölin eru eilítið breytileg allt eftir því hvaðan heimildirnar eru fengnar og listinn gefur því öðru fremur hugmynd um það hvaða erfðaríki teljist vera elst.

 

Komist að raun um hvaða erfðaríki eru elst í heimi.

Keisaradæmið Japan

Margir álíta Japan vera eitt af elstu erfðaríkjum heims en núverandi keisari Naruhito hefur aðsetur í höllinni Kōkyo í Tókýó.

Stofnár: 660 f. Kr.

 

Fyrsti keisarinn: Jimmu keisari.

 

Núverandi keisari: Naruhito keisari.

 

Komandi keisari: Fumihito krónprins Japans.

 

Japan hefur verið keisararíki árum saman og japanska keisaradæmið er af mörgum álitið vera elsta erfðaríki heims.

 

Ef marka má fornar goðsagnir var japanska keisaradæmið stofnað 660 árum fyrir Krist og er Jimmu álitinn hafa verið fyrsti keisari landsins.

 

Núverandi keisaradæmi er þó aðeins hægt að rekja aftur til Ōjins keisara sem réð ríkjum á fjórðu öld.

 

Lengi vel var japanska keisaradæmið sagt vera guðdómlegt en þetta átti eftir að breytast eftir heimsstyrjöldina síðari. Eftir ósigurinn árið 1945 glataði keisarinn guðdómlegri stöðu sinni og fékk eftir það stöðu þingbundins þjóðhöfðingja.

 

I dag er Japan þingbundið keisaradæmi þar sem keisarinn hefur engin stjórnmálaleg völd.

Keisaradæmið Kambódía

Myndin sýnir konungshöllina í borginni Phnom Penh, þar sem konungurinn hefur aðsetur sitt.

Stofnár: Árið 68.

 

Fyrsti þjóðarleiðtoginn: Sóma drottning.

 

Núverandi þjóðarleiðtogi: Norodom Sihamoni konungur.

 

Komandi þjóðarleiðtogi: Óvíst.

 

Konungsríkið Kambódía er sagt hafa verið stofnað árið 68 þegar drottning að nafni Sóma réð ríkjum á svæðinu Funan, þar sem nú heitir Kambódía.

 

Síðan þá hefur fyrirfundist þar konungsríki í einhverri mynd, ef undan eru skilin árin 1970 til 1993, þegar erfðaríkið var lagt af í landinu.

 

Kambódía var áður erfðaríki, þar sem þjóðhöfðingjatignin gekk ávallt í erfðir en árið 1993 var ákveðið að þjóðhöfðinginn skyldi kjörinn af konunglegu ráði. Kambódía er fyrir vikið eitt fárra kjörkonungdæma í heiminum.

 

Konungur Kambódíu hefur einungis haft táknræna stöðu frá árinu 1993 og völd hans eru afar takmörkuð.

Soldánsveldið Óman

Al Alam höllin í Múskat er opinbert aðsetur konungsins.

Stofnár: Frá árinu 751 laut ríkið stjórn múslímaleiðtoga.

 

Fyrsti soldáninn: Al-Julanda bin Mas’ood.

 

Núverandi soldán: Haitham bin Tariq.

 

Komandi soldán: Erfðaprinsinn Theyazin bin Haitham af Óman.

 

Eftir fall kalífadæmisins Umayyad var stofnað múslímaríki í Óman undir stjórn trúarleiðtogans Al-Julanda bin Mas’ood.

 

Árið 1749 var Ahmad bin Said al-Busaidi kjörinn fyrsti trúarleiðtogi Al Said-ættarinnar sem ræður þar enn ríkjum í dag.

 

Núverandi soldán, Haitham bin Tariq, er bæði konunglegur og stjórnmálalegur leiðtogi í soldánsveldinu Óman.

 

Óman er einræðisríki sem táknar að soldáninn hafi pólitísk völd og geti komið á nýjum lögum.

Konungsríkið Marokkó

Myndin sýnir konungshöllina í Fez, Dar al-Makhzen en konungurinn Múhameð VI dvelur þar reglulega þó svo að ekki sé um opinbert aðsetur hans að ræða.

Stofnár: Árið 788.

 

Fyrsti konungurinn: Idris ibn Abdallah.

 

Núverandi konungur: Múhameð VI.

 

Komandi konungur: Erfðaprinsinn Moulay Hassan af Marokkó.

 

Idrisid konungsættin var íslömsk konungsætt sem var við stjórnvölinn í Marokkó frá árinu 788 til u.þ.b. 974. Konungsætt þessi lagði m.a. grunninn að borginni Fez sem var stjórnmálaleg og trúarleg miðstöð konungsættarinnar.

 

Núverandi konungur, Múhameð VI tilheyrir Alawi konungsættinni sem hreppti völdin árið 1631 og er sögð eiga rætur að rekja til spámannsins Múhameðs, gegnum barnabarn hans Hasan ibn Ali.

 

Árið 1912 varð Marokkó spænskt og franskt verndarríki en öðlaðist á nýjan leik sjálfstæði árið 1956 þegar konungurinn komst aftur til valda.

 

Í dag telst ríkja hálfþingbundin konungsstjórn í Marokkó og erfist konungsvaldið til karlmanns innan Alawi fjölskyldunnar en konungurinn hefur pólitísk völd.

 

Múhameð konungur fer bæði með framkvæmdavaldið og löggjafarvaldið og ræður m.a. bæði yfir utanríkismálum og trúarlegum málefnum.

Breska konungsveldið

Elísabet II Englandsdrottning bjó í Windsor kastala skammt fyrir utan London.

Stofnár: Árið 871 eða 1066.

 

Fyrsti konungurinn: Alfreð mikli eða Vilhjálmur sigurvegari.

 

Núverandi konungur: Karl III.

 

Komandi konungur: Ríkisarfinn Vilhjálmur.

 

Breska konungsveldið á rætur að rekja aftur til ársins 871 eða 1066, allt eftir því hvort Alfreð mikli eða Vilhjálmur sigurvegari telst hafa verið fyrsti konungur Englands.

 

Allt til ársins 1066 skiptist England nefnilega í sjö konungdæmi sem hvert hafði sinn þjóðhöfðingja. Alfreð mikli var konungur yfir einu þeirra, þ.e. Wessex, á árunum milli 871 og 899.

 

Ensku konungdæmin voru síðan sameinuð í eitt ríki á dögum Vilhjálms sigurvegara sem réð ríkjum á árunum 1066 til 1087. Vilhjálmur sigurvegari var hertogi af Normandí og varð konungur Englands þegar honum tókst að leggja svæðið undir sig árið 1066.

 

Í dag ræður Karl III konungur ríkjum í Englandi en hann tók nýverið við af móður sinni Elísabetu II sem setið hafði á valdastóli lengur en nokkur annar breskur konunglegur þjóðhöfðingi. Sé litið til alls heimsins ríkti aðeins Loðvík 14. Frakkakonungur lengur en Elísabet en hann sat á valdastóli frá fjögurra ára aldri árið 1643 og var við völd í alls 72 ár.

 

Breska konungsveldið er þingbundin konungsstjórn sem táknar að konungurinn sé opinber þjóðhöfðingi sem ekki hafi pólitísk völd til að samþykkja lög.

Konungsríkið Noregur

Á myndinni má sjá konungshöllina í Ósló, þar sem Haraldur konungur V hefur aðsetur.

Stofnár: Árið 885.

 

Fyrsti konungurinn: Haraldur hárfagri.

 

Núverandi konungur: Haraldur V.

 

Komandi konungur: Hákon Magnús, krónprins Noregs.

 

Konungsríkið Noregur var stofnað árið 885 eftir bardagann í Hafursfirði. Næstu árin á eftir laut Noregur sitt á hvað yfirráðum ólíkra konungsríkja, m.a. þess danska og sænska.

 

Árið 1905 var norska konungsríkið stofnað á nýjan leik þegar Noregur öðlaðist sjálfstæði eftir að hafa lotið stjórn sænsk-norska ríkjasambandsins.

 

Í dag er í Noregi þingbundin erfðakonungsstjórn þar sem völdin ganga í erfðir. Konungur er Haraldur V.

 

Konungur Noregs tilheyrir Glücksborgarætt, öðru nafni Lukkuborgarætt, líkt og Margrét II Danadrottning.

Konungsríkið Danmörk

Margrét II Danadrottning býr í Amalíuborgarhöll í Kaupmannahöfn yfir vetrarmánuðina.

Stofnár: Árið 935.

 

Fyrsti konungurinn: Gormur gamli.

 

Núverandi drottning: Margrét II.

 

Komandi konungur: Friðrik krónprins Danmerkur.

 

Gormur gamli var fyrsti konungur Danmerkur. Hann réð ríkjum í Danmörku þar til hann lést nærri árinu 960.

 

Árum saman var Danmörk svokallað kjörkonungdæmi, þó svo að elsti erfinginn hafi oftast verið kjörinn til að taka við völdum.

 

Árið 1660 var einveldi staðfest í Danmörku í stað kjörkonungdæmisins sem fól það jafnframt í sér að elsti sonurinn erfði sjálfkrafa völdin.

 

Þegar júnístjórnarskráin var samþykkt árið 1849 var komið á þingbundinni konungsstjórn í Danmörku sem táknaði að konungurinn mætti ekki taka neinar ákvarðanir án vitundar ráðherranna og fyrir vikið hefur konungsfjölskyldan engin eiginleg völd.

 

Í dag situr Margrét drottning II á valdastóli. Hún er þjóðhöfðingi landsins en hefur engin pólitísk völd, þó svo að henni beri að undirrita öll ný lög.

Konungsríkið Svíþjóð

Karl Gústaf konungur XVI hefur aðsetur sitt í Drottningarhólmshöll fyrir utan Stokkhólm.

Stofnár: Árið 970.

 

Fyrsti konungurinn: Eiríkur sigursæli.

 

Núverandi konungur: Karl XVI Gústaf.

 

Komandi drottning: Viktoría ríkisarfi.

 

Eiríkur sigursæli réð ríkjum í Svíþjóð á árunum 970-995. Í dag er þingbundin konungsstjórn í Svíþjóð og við stjórnvölinn er Karl XVI Gústaf konungur.

 

Helsta hlutverk konungsins er að koma fram fyrir hönd þjóðarinnar við hátíðleg tækifæri en konungsfjölskyldan hefur engin völd.

 

Frá því að erfðalögunum var breytt árið 1810 hafa ríkiserfingjar Svíþjóðar tilheyrt Bernadotte-ættinni.

 

Erfðaröðinni var síðan breytt árið 1980, á þann hátt að elsti erfingi mætti taka við völdum, óháð kyni.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: SONJA MORELL LUNDORFF

Shutterstock

Náttúran

Kisulóra er villiköttur

Lifandi Saga

Greitt fyrir Pepsi-Cola með sovéskum kafbátum

Lifandi Saga

Greitt fyrir Pepsi-Cola með sovéskum kafbátum

Heilsa

10 matvæli með meira C-vítamín en appelsínur

Heilsa

10 matvæli með meira C-vítamín en appelsínur

Náttúran

Hvaða rándýr étur flest fólk?

Heilsa

Er flotsaur til marks um góða heilsu?

Náttúran

Hvernig veit fræ að það eigi að spíra? 

NÝJASTA NÝTT

Lifandi Saga

Fimm heppnustu manneskjur sögunnar

Maðurinn

Hve mikið gagnamagn rúmast í heilanum?

Náttúran

Sníkill gæðir okkur fegurð

Læknisfræði

Ný tækni lokkar krabbafrumur úr felum

Jörðin

Hvenær var hnettinum skipt í tímabelti?

Lifandi Saga

Mömmustrákur tryggði bandarískum konum kosningaréttinn

Lifandi Saga

Hermaður sá heiminn á hvolfi eftir heilaskaða

Alheimurinn

Eitilhörð samkeppni um að leysa ráðgátur sólkerfisins

Læknisfræði

Soðnir kettir læknuðu nánast allt á miðöldum

Tækni

Eru eineggja tvíburar erfðafræðilega eins?

Lifandi Saga

Fimm heppnustu manneskjur sögunnar

Maðurinn

Hve mikið gagnamagn rúmast í heilanum?

Náttúran

Sníkill gæðir okkur fegurð

Læknisfræði

Ný tækni lokkar krabbafrumur úr felum

Jörðin

Hvenær var hnettinum skipt í tímabelti?

Lifandi Saga

Mömmustrákur tryggði bandarískum konum kosningaréttinn

Lifandi Saga

Hermaður sá heiminn á hvolfi eftir heilaskaða

Alheimurinn

Eitilhörð samkeppni um að leysa ráðgátur sólkerfisins

Læknisfræði

Soðnir kettir læknuðu nánast allt á miðöldum

Tækni

Eru eineggja tvíburar erfðafræðilega eins?

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Lifandi Saga

Robert the Bruce var hinn sanni Braveheart Skotanna

Lifandi Saga

Robert the Bruce var hinn sanni Braveheart Skotanna

Maðurinn

Samfélagsmiðlar ógna samkenndinni

Maðurinn

Samfélagsmiðlar ógna samkenndinni

Heilsa

Breytingarnar á líkamsþyngd geta leitt í ljós hættu á heilabilun

Náttúran

8 uppfinningar sem þú getur þakkað Einstein fyrir

Náttúran

Að klóna risaeðlur: Er hægt að vekja risaeðlur til lífsins?

Maðurinn

Sársauki – Hvað er sársauki?

Vinsælast

1

Tækni

Eru eineggja tvíburar erfðafræðilega eins?

2

Náttúran

Sníkill gæðir okkur fegurð

3

Maðurinn

Af hverju sjá sumir drauga en aðrir ekki?

4

Læknisfræði

Ný tækni lokkar krabbafrumur úr felum

5

Maðurinn

Þráhyggja tekur heilann í gíslingu

6

Saga

Af hverju ráða Bandaríkin yfir Guantanamo?

1

Tækni

Eru eineggja tvíburar erfðafræðilega eins?

2

Náttúran

Sníkill gæðir okkur fegurð

3

Læknisfræði

Ný tækni lokkar krabbafrumur úr felum

4

Náttúran

Kisulóra er villiköttur

5

Lifandi Saga

Greitt fyrir Pepsi-Cola með sovéskum kafbátum

6

Jörðin

Hvenær var hnettinum skipt í tímabelti?

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

Maðurinn

Heilann þyrstir í fitu

Maðurinn

Er það skaðlegt að plokka nefhárin?

Lifandi Saga

Hve lengi höfum við fengið sumarfrí?

Maðurinn

Þessi tvö efni geta átt þátt í að lækka líffræðilegan aldur okkar

Lifandi Saga

Hin dularfulla María Magdalena var nákomin frelsaranum

Menning og saga

Múmía hræddi líftóruna úr vörðum

Náttúran

Topp 5: Hvaða könguló er stærst?

Náttúran

Tuttugu arma sædýr fannst við suðurskautið

Maðurinn

Styrktu alla þrjá þætti greindarinnar

Jörðin

Evrópsk ofureldstöð virðist undirbúa gos

Maðurinn

10 óvanalegar tegundir af fælni

Fimm heppnustu manneskjur sögunnar

Sumir virðast vera fæddir undir lukkustjörnu en hjá öðrum virðist heppnin vera nánast yfirnáttúrulegt fyrirbæri. Hvorki eldingar, flugslys, öfundsjúkir keppinautar eða kjarnorkusprengjur gátu bugað þessa heppnu einstaklinga.

Lifandi Saga

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is