Lík víðfrægs herkonungs sprakk

Hinn mikli herkonungur hafði lagt undir sig gjörvallt England en furðulegar aðstæður gerðu það að verkum að endalokin voru frekar óhugnanleg.

BIRT: 12/06/2023

LESTÍMI:

< 1 mínútur

Af öllum konungum miðalda voru endalok Vilhjálms sigursæla vafalítið hvað viðbjóðslegust.

 

21 ári eftir að hann lagði England undir sig árið 1066 fékk hann holundarsár á kviðinn í útreiðartúr. Eftir tveggja mánaða legu á sjúkrabeði lést hann á heimili sínu nærri Rúðuborg í Frakklandi.

 

Tveir eldri synir konungs voru staddir erlendis og yngsti sonurinn vant við látinn, svo þjónarnir rændu heimili Vilhjálms, sviptu hann klæðum og skildu líkið eftir nakið á gólfinu. Þar lá það svo dögum skipti áður en aðalsmaður nokkur lét aka líkinu í kerru til klaustursins í Caen.

Grafaræningjar dreifðu jarðneskum leifum Vilhjálms, en lærleggurinn er enn grafinn í Saint-Ètienne klaustrinu í Caen.

Líkið var varla komið inn í klaustursgarðinn þegar kviknaði í klaustrinu.

 

Konungur, hvers líkami var nú orðinn vel „þroskaður“, var því geymdur í nokkra daga áður en munkarnir fóru með það inn í kirkjuna til greftrunar.

 

Gröf var tekin undir kirkjugólfinu og normanski aðallinn boðaður til jarðarfararinnar.

 

Þegar leggja átti líkið í steinkistuna hafði það bólgnað upp. Nokkrir munkar reyndu að troða því ofan í kistuna en þá sprakk kviðurinn á konungi og upp gusu úldin innyflin sem dreifðust yfir kirkjugólfið.

 

Fnykurinn var svo skelfilegur að gestirnir flúðu út. Munkunum tókst þó á endanum að koma líkinu fyrir í kistunni og Vilhjálmur sigursæli fékk loks að hvíla í friði.

BIRT: 12/06/2023

HÖFUNDUR: NIELS-PETER GRANZOW BUSCH

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: © Urban/Wikimedia

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is