Lifandi Saga

Qin Shi Huangdi: Keisarinn sem sameinaði Kína

Qin Shi Huangdi var mjög farsæll leiðtogi. Aðeins 13 ára gamall varð hann konungur í ríkinu Qin og eftir fjölda landvinninga varð hann keisari yfir nánast öllu því svæði sem í dag er Kína.

BIRT: 29/05/2023

Qin Shi Huangdi

259 – 210 f. Kr.

Kínverjinn Ying Zheng var aðeins 13 ára gamall þegar hann varð konungur í ríkinu Qin sem liggur í vestanverðu Kína.

 

Einn helsti ráðgjafi hans var Li Sin sem lagði til að Ying Zheng tæki upp lagahyggju, kerfi þar sem ströng lög áttu að gilda fyrir alla þegna landsins.

 

Þegar Ying varð 21 ára var herinn settur undir hans stjórn og hófst hann strax handa við að leggja undir sig sjö konungsríki og sameina þau í eitt keisaradæmi.

 

Það tók hann aðeins fáein ár að ná því markmiði og árið 221 f. Kr. lét hann krýna sig sem Shi Huangdi (sem merkir „fyrsti keisarinn“).

Herskari embættismanna stýrði veldi Shi Huangdi í Kína.

Þetta var þó aðeins fyrsti liðurinn í að sameina Kína. Á næstu árum lögleiddi hann staðla fyrir stjórnvöld í hverju héraði, tryggði sams konar mæli- og þyngdareiningar ásamt rittáknum til að efla viðskipti.

 

Keisarinn lét grafa fjölmarga skipaskurði, lagði vegi og skilvirk áveitukerfi, til að auka uppskeru landsmanna.

 

Auk þess byggði hann upp heljarinnar varnarvirki í norðvestri til að stöðva árásargjarna hirðingja. Þetta var upphafið að Kínamúrnum.

 

Fjöldi banatilræða

Um aldaraðir höfðu kínversk furstadæmi herjað hvert á annað. Í upphafi 3. aldar f.Kr. fóru völd Zhou-keisaraveldisins þverrandi sem endaði með því að yfirráðasvæði þess sundraðist.

 

Mörg ríki sameinuðust og mynduðu bandalög við önnur ríki og réðust síðan á önnur furstadæmi.

 

Stærri ríki sölsuðu undir sig minni og að lokum stóðu eftir sjö konungsdæmi – Han, Wei, Chu, Qi, Yan og Qin.

„Ég legg til að öll sagnfræðirit verði brennd“.
Ráðgjafinn Li Shi í samtali við Shi Huangdi keisara árið 213 f.Kr.

Undir forystu Shi Huangdi umbreyttist síðastnefnda ríkið frá því að vera fyrirlitið landamæraveldi, hvers íbúar voru álitnir helberir villimenn, yfir í máttugt hernaðarveldi.

 

Meðan Qin lagði undir sig hvert ríkið af öðru var margsinnis reynt að ráða hann af dögum – ekkert tilræðanna heppnaðist.

 

Helsti keppinautur Qin, ríkið Chu, þurfti að lúta yfirráðum Shi Huangdi árið 223 f.Kr.

Þúsundir leirhermanna voru grafnir til að fylgja keisara sínum.

Hvað gerðist svo?

Shi Huangdi einsetti sér að afkomendur hans myndu stýra Kína um alla framtíð. Til þess að hafa taumhald á mögulegum keppinautum skipaði hann öllum fyrri konungum og aðalsmönnum að setjast að í höfuðborginni Xianyang, svo hann gæti fylgst með ráðabruggi þeirra.

 

– 214 f. Kr.

Shi Huangdi lætur grafa Lingqu-skurðinn til að sameina fljótin Yangtse og Zhu Jiang. Með því vill hann tryggja liðsflutninga og undirbúa frekari landvinninga í suðri.

 

– 211 f.Kr.

Óþekkt persóna ritar eftirfarandi spádóm á loftstein í Dongjun: „Fyrsti keisarinn skal deyja og ríki hans liðast í sundur“. Þegar enginn gengst við verknaðinum lætur keisarinn taka alla borgarana af lífi og eyðileggja steininn.

 

– 210 f.Kr.

Shi Huangdi deyr og er jarðsettur í grafhýsi ásamt mörg þúsund leirhermönnum. Nokkrum árum síðar liðast keisaraveldi hans í sundur.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: ÅKE STEINWALL

Shutterstock,© Zhongyi Yuan,

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Jól

Hver er uppruni jólanna?

Alheimurinn

Fjórar óskiljanlegar FFH-kenningar

Alheimurinn

Úr hverju er alheimur?

Heilsa

Sérstakar svefnvenjur geta aukið hættuna á hjartasjúkdómum um 26 prósent

Náttúran

Bessadýr: Harðgerðustu lífverur Jarðar

Maðurinn

Þess vegna er óreiða góð fyrir sköpunargáfu þína

Lifandi Saga

Gallerí: Baráttan við náttúruöflin

Lifandi Saga

Miðaldir voru tími svikahrappanna: Sérfróðir í svikum og prettum 

Lifandi Saga

Hversu margir bjuggu í Ameríku þegar Kólumbus bar að garði?

Lifandi Saga

Öll von slokknaði í fangelsum 19. aldarinnar

Maðurinn

Streita veldur ofþyngd

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.