Maðurinn

Stór rannsókn: Bresk fyrirtæki taka vel í fjögurra daga vinnuviku.

Meirihluti fyrirtækja sem tók þátt í stórri vinnumarkaðsrannsókn hefur ákveðið að halda áfram með fjögurra daga vinnuviku.

BIRT: 22/02/2023

Hvernig er hægt að stuðla að svokölluðu jafnvægi milli vinnu og einkalífs þannig að færri finni fyrir streitu og líði betur í vinnunni?

 

Við því er eflaust ekkert einhlítt svar en ein hugmynd skýtur reglulega upp kollinum –  fjögurra daga vinnuvika.

 

Í Bretlandi er fjögurra daga vinnuvika þegar að ryðja sér til rúms. Það sýnir umfangsmikil rannsókn sem unnin var af vísindamönnum frá m.a. Háskólanum í Cambridge í samvinnu við samtökin 4 Day Week Campaign.

 

Áðurnefnd samtök vilja stuðla að 32 tíma vinnuviku sem dreift er á fjóra daga – án þess þó að breyta launum.

 

Jákvæð teikn

Rannsökuð voru 61 misstór fyrirtæki á hinum ýmsu sviðum atvinnulífsins og stóð yfir í sex mánuði frá júní 2022.  Af þessum 61 fyrirtæki völdu 56 þeirra að halda áfram með 4 daga vinnuviku.

 

Af 56 fyrirtækjum ákváðu 18 þeirra að gera fyrirkomulagið varanlegt.

 

Og ef marka má niðurstöður rannsóknarinnar þá er ekki margt sem mælir gegn því að taka upp 4 daga vinnuviku – hvorki fyrir vinnuveitanda né launþega.

 

Viðbrögð frá um það bil 2.900 þátttakendum rannsóknarinnar sýndu að 71 prósent fannst þau ekki eins þreytt og 39 prósent fundu fyrir minni streitu.

 

Auk þess fækkaði veikindadögum um 65 prósent og 57 prósent færri uppsagnir miðað við árið áður.

 

Og vel að merkja, án þess að skerða framleiðni, sem jókst þvert á móti um 1,4 prósent.

 

„Margir efuðust um hvort framleiðni myndi aukast við styttingu vinnutíma. En raunin var önnur,“ segir prófessor Brendan Burchell, forsvarsmaður rannsóknarinnar.

 

Ánægt starfsfólk

Hjá Charity Bank í Kent-úthverfinu í London býst framkvæmdastjóri bankans, Ed Siegal, við að halda áfram með fjögurra daga vinnuviku, þó rannsókninni sé lokið.

 

„Þetta hefur verið frábært fyrir um tvo þriðju hluta starfsmanna okkar. Það hefur haft jákvæð áhrif á stemninguna og fólk hefur lýst því yfir að það sé ánægt með að starfa í stofnuninni,“ segir hann við vísindamiðilinn Phys.org og heldur áfram:

 

„Þetta hefur verið skyndinámskeið í framleiðniaukningu.“

Í kjölfar rannsóknarinnar vonast 4 Day Week Campaign til að sjá mun fleiri vinnuveitendur taka upp fjögurra daga vinnuviku. Eins verður reynt eftir fremsta megni reynt að sannfæra bresk stjórnvöld um að veita starfsmönnum lagalegan rétt til að krefjast fjögurra daga vinnuviku ef þeir vilja.

 

„Við erum mjög ánægð með niðurstöðurnar og vonandi sýna þær að nú sé tími til kominn að taka upp fjögurra daga vinnuviku,“ segir framkvæmdastjóri, 4 Day Week Campaign Joe Ryle.

 

Rannsóknin hefur ekki enn verið ritrýnd.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: SUNE NAVNTOFT

Shutterstock

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Náttúran

6 atriði sem þú ættir að vita um skeggskottu: Gráðugur ættingi silfurskottunnar gæti brátt hertekið heimili þitt

Tækni

Lúxus eftir dómsdag: Lítum á skýli milljarðamæringanna

Menning og saga

Indiana Jones raunveruleikans leitaði að sáttmálsörkinni

Náttúran

Átvögl sjávarins geta kælt loftslagið

Lifandi Saga

Í bók frá miðöldum leyndist óþekkt portrett af Michelangelo

Tækni

Edison gegn Tesla: Meistarar rafmagnsins hötuðust

Maðurinn

7 magnaðar staðreyndir um augu þín

Tækni

Minnislisti nördanna: Búnaður

Tækni

Nú fá róbótar siðferðilegan áttavita

Heilsa

Ný tækni vekur latar sáðfrumur

Jörðin

Glóandi sprengingar skapa hljóðhöggbylgjur

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is