Tækni

Rafhlaða sem má innbyrða

Vísindamennirnir gera sér vonir um að rafhlaðan verði notuð bæði á skurðstofum og í barnaherbergjum.

BIRT: 17/02/2024

Það er almennt afar slæm hugmynd að gleypa rafhlöðu – og flestir vita það mæta vel. Engu að síður hefur hópur ítalskra vísindamanna einmitt sett saman rafhlöðu sem óhætt er að innbyrða.

 

Í rafhlöðu eru tvö skaut, forskaut og bakskaut. Forskautið tengist jákvæða pólnum á rafhlöðunni en bakskautið þeim neikvæða.

 

Í þessari ætu rafhlöðu er bakskautið gert úr ríboflavíni eða B2-vítamíni sem m.a. er að finna í möndlum. Forskautið er gert úr efninu quercetín sem er þekkt fyrir jákvæð áhrif á ónæmiskerfið.

 

Bæði þessi efni er að finna í fjölmörgum plöntum og öðrum matvælum. Virk kol eru svo notuð til að auka rafleiðni.

Hlustaðu á einn af rannsakendum á bak við uppfinninguna tala um hana hér:

Raflausnin sem tengir skautin tvö er vatnsblanda og til aðskilnaðar sem kemur í veg fyrir skammhlaup er notað þangefni sem algengt er í sushi.

 

Loks eru svo tvær gullsnertur en þær eru úr gullþynnum sem viðurkenndar eru til neyslu og lag úr býflugnavaxi umlykur bæði skautin.

 

Þegar rafhlaðan er fullhlaðin getur hún skilað 48 míkróampera straumi við 0,65 volt í 12 mínútur.

 

Straumstyrkurinn er sem sagt vissulega lítill en vísindamennirnir segja þetta samt duga til að knýja litlar einingar á borð við daufa LED-peru.

Nýjar sólþiljur eru þynnri en mannshár

Sólþiljurnar geta breytt nánast hvaða yfirborði sem er í straumgjafa.
 

Til lengri tíma litið vonast vísindamennirnir til að rafhlöðuna megi m.a. nota til bættrar greiningar og meðferðar á magasjúkdómum.

 

Hópurinn hefur þegar hafist handa við að þróa smærri útgáfu rafhlöðunnar sem á að hafa meiri getu.

HÖFUNDUR: NANA FISCHER

© IIT-Istituto Italiano di Tecnologia.

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Náttúran

Blóðsugur leggja undir sig stórborgir heimsins

Náttúran

Hvaðan stafar saltið í Dauðahafinu?

Tækni

D-Vítamín er lykillinn að varnarkerfi líkamans

Glæpir

Blóði drifið koffort kom upp um morðingja

Jörðin

Hvaða eldfjall er hættulegast?

Menning

Topp 5 / Hvaða eyjar eru þéttbýlastar?

Maðurinn

Hvað veldur saðningartilfinningunni?

Lifandi Saga

Hve marga Rómana drápu nasistar? 

Maðurinn

Hvaða tilgangi gegna líkamshár mannsins?

Náttúran

Hvernig myndast El Ninjo?

Lifandi Saga

Blóðsúthellingar og kynlíf: Íslendingar skrifuðu ævintýrasagnfræði

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.