Tækni

Nýjar sólþiljur eru þynnri en mannshár

Sólþiljurnar geta breytt nánast hvaða yfirborði sem er í straumgjafa.

BIRT: 05/10/2023

Sólþiljur gegna stóru hlutverki í orkuskiptum og æ fleiri húsþök og úthliðar víða um heim eru nú þakin slíkum búnaði.

 

Nú hefur hópur bandarískra vísindamanna náð að þróa enn betri sólþiljur sem nýta má á fjölmörgum mismunandi yfirborðsflötum.

 

Vísindamennirnir starfa hjá MIT í Bandaríkjunum og þeir hafa þróað framleiðslutækni til að gera næfurþunnar og léttar sólþiljur sem jafnvel mætti festa á bátssegl.

 

Niðurstöður sínar hyggjast þeir nú birta sem vísindagrein í tímaritinu Small Methods en að vísu hefur hún enn ekki verið ritrýnd af óháðum sérfræðingum sem alltaf er gert fyrir birtingu vísindagreina.

Sjáðu hvernig vísindamenn framleiða ofur þunnar sólarsellur í myndbandinu hér:

Gert úr rafrænu bleki

Sólþiljurnar eru gerðar úr nanóefnum og í einskonar blekformi.

 

Þessar næfurþunnu sólþiljur eru svo léttar að þær má líma fastar á þunnt en slitþolið efni sem síðan má setja á hvers konar yfirborðsfleti. Vísindamennirnir segja framleiðslutæknina gera kleift að fjöldaframleiða sólþiljurnar.

 

Þær eru þynnri en mannshár og þyngdin einn hundraðasti hluti af þyngd hefðbundinna sólþilja en engu að síður framleiða þær 18 sinnum meira rafmagn miðað við hvert kíló.

 

Vegna þess hve þunnar og léttar þær eru, má nota þær sem húðun á mjög margvíslega fleti.

 

Þær mætti t.d. setja á segl til að framleiða straum á hafi úti. Þær mætti líka líma á tjöld og yfirbreiðslur, þegar náttúruhamfarir verða og þær mætti nota á dróna til að lengja flugþol þeirra.

 

Vísindamennirnir eiga þó eftir að finna út hvernig best verður unnt að verja sólþiljurnar gegn súrefni og raka sem gætu eyðilagt þær.

Sol-flow rafhlaðan samþættir sólarsellu með efnum sem geta geymt strauminn.

Hefðbundnar sólþiljur eru varðar með gleri en með glerhúð yrðu þessar nýju sólþiljur ekki jafn sveigjanlegar svo vísindamennirnir leita því annarra ráða til að verja þær.

 

Rannsóknirnar voru að hluta til fjármagnaðar af Vísindasjóði Bandaríkjanna og Vísinda- og tækniráði Kanada.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: NANA FISCHER

© Wenjie Li et al. / University of Wisconsin-Madison. © Melanie Gonick, MIT

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Heilsa

Er mikið um kyrrsetu hjá þér í vinnunni? Þá getur kaffi lengt líf þitt samkvæmt stórri rannsókn.

Heilsa

Lækning gegn útbreiddum meltingartruflunum finnst í flestum eldhúsum.

Náttúran

Jörðin eftir manninn: Svona munu leifar siðmenningar okkar hverfa

Heilsa

Læknar hafa grætt heilt auga í mann

Maðurinn

Nú geta vísindamenn ráðskast með drauma okkar

Tækni

140.000 veirutegundir hafa fundist í þarmaflórunni

Maðurinn

Kornabörn þekkja móðurmálið sitt

Alheimurinn

Tvíburi Vetrarbrautarinnar finnst í útjaðri alheimsins

Lifandi Saga

Hvers vegna klæddust fangar röndóttum búningum í gamla daga?

Lifandi Saga

Af hverju er rússneskur bær í Noregi?

Jörðin

Leiða loftslagsbreytingar til fleiri jarðskjálfta?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is