Náttúran

Rándýr sjávar eru vel vopnuð

Eitraðir skutlar, gaddakjálkar og hringsagartennur – ógnvænlegustu skepnur undirdjúpanna hafa varið milljónum ára í að fínstilla vopn sín og veiðitækni. Hér eru níu velvopnuð sjávardýr sem þú vilt ekki koma nálægt ef þú ertu fiskur.

BIRT: 15/11/2024

1. Indónesískur leyniormur tæmir fiskabúr

Í upphafi árs 2009 hvarf mikið af fiski sporlaust úr Newquay-fiskasafninu í Englandi.

 

Þegar fiskar höfðu horfið í tvo mánuði var ákveðið að taka fiskabúrið í sundur. Eftirlifandi fiskar voru fjarlægðir og vatninu dælt úr.

 

Á botninum leyndist næstum eins metra langur bobbitormur, einn af stærstu burstaormum heimshafanna.

Spenntur eins og fjöður bíður ormurinn í sandinum áður en hann sprettur upp og gerir árás.

Hann skríður saman í S-laga form og leynist í botnsandi hafsins eða milli steina.

 

Þegar fiskur syndir hjá, glennir hann sundur kjaftinn og sprettur fram úr felustað sínum. Skoltarnir skella saman eins og dýrabogi og af svo miklu afli að fiskurinn klippist iðulega í tvennt.

 

Til að fullvissa sig um að fiskurinn komist ekki undan, sprautar ormurinn ríflegum eiturskammti í hann áður en hann tekur til matar síns.

MYNDBAND: Bobbitormurinn dregur fiska og kolkrabba ofan í gröfina

2. Beintunga kremur bráðina

Pæma eða risaari verður meira en 3 m að lengd og meðal allra stærstu ferskvatnsfiska.

 

Í skoltinum leynist eins konar kvörn í formi tungu og góms.

 

Pæman er einn svonefndra beintungufiska en þær tegundir eru fáar. Eins og nafnið bendir til hefur pæman bein í tungunni og hún er alsett smáum hnúðum. 

Pæman er meðal stærstu ferskvatnsfiska og bæði í tungu og gómi eru bein sem hún notar til að kremja bráðina.

Pæman nær bráðinni með því að galopna kjaftinn snögglega sem veldur því að vatnið sogast inn og þar með bráðin sem síðan er kramin milli tungu og góms sem líka er með beini.

3. Sagtenntur munnur fræsir sig í bráðina

Við fyrstu sýn líkist sæsteinsugan einna helst dálítið feitlögnum ál en reyndar er þetta ekki fiskur.

 

Vísindmenn eru enn að velta fyrir sér nákvæmlega hvar eigi að flokka eitt af frumstæðustu seildýrum jarðar sem nánast hefur ekkert breyst á milljónum ára.

Frumstæð seildýr geta orðið allt að eins metra löng.

Sæsteinsugan lifir á blóði og líkamsvessum sem hún sýgur úr fórnarlambinu gegnum hringlaga kjaft. Að innanverðu er kjafturinn þakinn mörgum hringlaga röðum af hvössum, þríhyrndum tönnum sem bíta sig fastar í t.d. urriða.

 

Síðan notar sæsteinsugan tennta tungu til að fræsa sig inn í holdið og drekka blóðið.

Áður en sæsteinsugan komst inn í vötnin miklu í Norður-Ameríku í upphafi 20. aldar veiddu fiskimenn þar um 7.000 tonn af urriða á ári. 50 árum síðar var aflinn kominn niður í 136 tonn.

4: Sæsniglar kasta innyflum sínum út úr munninum

Sæsniglar fara ekki hratt yfir á veiðum og þurfa því að ganga til verksins af miklu öryggi ef þeir ætla ekki að svelta.

 

Þeir fara gætilega um á hafsbotni þar til þeir komast nógu nálægt bráðinni. Síðan undirbúa þeir kastvopn sín.

Keilusniglar veiða smáfiska með eitraðri skutulstungu. Bráðin lamast og er því næst dregin inn í munninn.

Keilusniglar (af Conusætt) hafa þróað eins konar skutulstungu með eiturkirtlum sem þeir kasta út úr munninum og í bráðina.

 

Sumir sæsniglar kasta bæði koki og maga út úr sér og þessi líffæri umlykja bráðina eins og poki.

MYNDBAND: Sjáðu keilusnigil stinga fisk

5. Klístruðum rana vafið um bráðina

Árið 1864 skolaði löngum, svörtum ormi á land í Skotlandi. Presturinn á staðnum var áhugasamur um náttúruvísindi og ákvað að mæla lengd ormsins en það reyndist ekki létt verk því hann datt stöðugt sundur í minni búta.

 

Á endanum varð niðurstaðan sú að lengdin væri ekki undir 55 metrum. Lineus longissimus er þar með einhver lengsta skepna sem fundist hefur.

Ranaormur getur orðið 55 metra að lengd og því lengsta dýr hafsins.

Tegundin tilheyrir einni furðulegustu fylkingu dýraríkisins, svonefndum ranaormum.

 

Þetta eru yfirleitt mjóvaxnir en langir ormar og gráðug rándýr sem fanga bráðina með löngum klísturrana sem þeir skjóta út úr munninum.

 

Raninn vefur sig um bráðina og umlykur hana uns hún hefur verið dregin inn í munninn.

Rani ranaorma getur greinst í fleiri greinar og umvafið bráðina áður en hún er gleypt.

6. Kjálkanum skotið líkt og tundurskeyti

Fullorðnar drekaflugur eru meðal flughæfustu skepna en bernsku sinni verja þær undir vatnsborðinu. Lirfurnar hafast við í tjörnum og pollum og lifa á skordýrum, halakörtum og jafnvel smáfiskum.

 

Lirfan nálgast bráðina alveg hljóðlaust, svipað og kafbátur en skýtur svo fram neðri kjálkanum líkt og tundurskeyti.

Drekaflugulirfa skýtur neðri kjálkanum fram líkt og tundurskeyti og hremmir bráðina á 25 millisekúndum.

Kjálkinn er langur og það tekur ekki nema 25 millisekúndur að skjóta honum fram. Á framendanum eru tvær öflugar klær sem halda bráðinni fastri.

 

Drekaflugulirfan halar svo neðri kjálkann inn og gæðir sér á veiðinni.

Árásinni lýkur á 25 millisekúndum

Drekaflugulirfa nálgast bráðina hljóðlaust og skýtur svo fram neðri kjálkanum og neglir bráðina

Samanbrotinn kjálki

Vel þroskaður neðri kjálkinn er með tvenn liðamót og er venjulega samanbrotinn undir lirfunni.

Kjálkanum skotið fram

Í árásinni skýtur lirfan kjálkanum leiftusnöggt fram. Krókarnir fremst á kjálkanum halda bráðinni eins og griptöng.

7. Langar sýltennur festa bráðina

Í hlutfalli við stærð höfuðsins hefur enginn fiskur lengri tennur en slóansgelgja sem verður allt að 35 sm að lengd.

 

Þessi ránfiskur lifir í hlýsjó á svonefndu rökkursvæði á kringum 200 metra dýpi.

 

Oddhvassar tennur eru allt of langar til að rúmast í kjaftinum og mynda eins konar rimlagirðingu þegar fiskurinn lokar munninum.

Tennur slóangelgjunnar virka bæði sem stunguspjót og rimlagirðing.

Greini fiskurinn bráð, syndir hann beint að henni með opinn kjaft sem síðan lokast utan um bráðina.

 

Kjálkarnir opnast í 90 gráðu horn og fiskurinn er því fær um að innbyrða bráð sem er litlu minni vexti en hann sjálfur.

8. 5.000 stiga heit gasbóla lamar bráðina

Smellirækjur af ættbálknum Alpheidae nota kló sem er um helmingur á við búkinn að lengd til að skjóta á bráðina.

 

Þegar dýrið smellir klónni skýtur það af stað gasbólu á 97 km hraða

Þegar klóin smellur myndast höggbylgja

Hin gríðarstóra kló risarækjunnar er um hálf líkamslengd rækjunnar að stærð og gefur frá sér eitt háværasta hljóðið í dýraríkinu – um 210 desíbel

Klóin spennist upp eins og gikkur á skammbyssu

Smellirækjan dregur klóna aftur til baka og læsir henni í skotstöðu. Klóin virkar eins og gikkur á skammbyssu.

Gufubólu skotið

Glóheit gufubóla spýtist út úr holrúminu í klónni á 97 km hraða. Hitinn í bólunni fer í 5.000 gráður.

Þrýstibylgja myndast

Eftir um eina millisekúndu fellur bólan saman með 210 desibela hvelli sem veldur öflugri þrýstibylgju.

Þegar bólan fellur saman myndast a.m.k. 5.000 stiga hiti. Til samanburðar er hiti á yfirborði sólar um 5.500 stig.

 

Skotið tekur aðeins eina millisekúndu en þrýstingurinn frá gasbólunni dugar til að lama eða drepa fisk.

MYNDBAND: Sjáðu þrýstibylgjuna lama fórnarlambið

9. Hnúfubakur veiðir í net úr loftbólum

Þegar hnúfubakur rekst á fiskitorfu tekur hann að synda í hringi undir henni og blása loftbólum.

 

Loftið myndar eins konar loftbólunet sem stígur upp í kringum torfuna.

Hnúfubakurinn hnitar hringa undir fiskitorfunni og umlykur hana loftbólum.

Hvalurinn syndir upp á við í æ þéttari hringum og blæs áfram loftbólum þannig að fiskarnir þvingast saman á æ minna svæði.

 

Að lokum syndir hvalurinn svo upp í gegnum torfuna með uppglenntan kjaft.

Loftbólur hnúfubaksins halda fiskitorfum saman þar til hvalurinn skýst upp úr sjávarfletinum með kjaftinn galopinn.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Lars Thomas

Constantinos Petrinos/Nature PL,© Secret Sea Visions/Getty Images,© Alamy/Imageselect & Andrea Bandoni/Objects of the Forest,© Shedd AQ/Patrice Ceisel/blueplanetarchive.com,© James L. Amos/NG,© Visuals Unlimited/Nature PL,© Nature Photographers Ltd./Alamy/Imageselect,© YouTube,© NaturePL,© Ken Ikeda Madsen,© D. Fenolio/Photo Researchers/Ritzau Scanpix,© F. Nicklin/Minden/Ritzau Scanpix,© Y. Momatiuk/J. Eastcott/Minden/Ritzau Scanpix

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Maðurinn

3 tilgátur: Þess vegna grátum við

Alheimurinn

Af hverju er geimurinn svartur?

Náttúran

Líf við ómögulegar aðstæður undir ís

Lifandi Saga

Hvers vegna brann Hindenburg? 

Náttúran

Gætu hvítabirnir lifað af á Suðurskautslandinu?

Lifandi Saga

Hvað voru fyrsta og annað ríkið?

Lifandi Saga

El-Alamein: Montgomery sigrar Rommel í sandbylnum

Lifandi Saga

Hvers vegna geta kosningar verið svona ótrúlega jafnar?

Náttúran

Hvers vegna hafa dýr svona mismunandi augu?

Lifandi Saga

5 ástæður þess að BNA er einungis með tvo flokka 

Náttúran

Geta hvalir gleypt fólk?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is