Heilsa

Rannsókn: Handfylli af þessari hnetu daglega virðist vernda augun þín

Í lítilli tilraun náðu vísindamenn óvæntum árangri með mjög lítilli daglegri inntöku af tiltekinni hnetu.

BIRT: 03/11/2024

Augað er linsan sem gerir okkur kleift að mynda sjónræna mynd af heiminum. Tímans tönn og ýmis ytri áhrif valda því að sjónin versnar, en vísindamenn hafa komist að því að ákveðið efni getur greinilega verndað augað.

 

Annars vegar verndar efnið gegn svokölluðu bláu ljósi sem við verðum fyrir frá farsímum, tölvum og spjaldtölvum og hins vegar getur það hjálpað til við að hægja á því sem kallað er aldurstengd augnbotnshrörnun, eða AMD, sem í versta falli getur leitt til sjónskerðingar.

 

Þess vegna ættir þú að borða pistasíuhnetur

Mikið af efninu finnst í pistasíuhnetum og nú hafa vísindamenn sem standa að baki lítillar tilraunar fundið út að hægt er að ná verndandi áhrifum með aðeins 57 grömmum af pistasíuhnetum á dag – það er um það bil handfylli.

 

Hér er um að ræða plöntulitarefnið lútein, sem einnig er að finna í ýmsum öðrum matvælum eins og papriku, eggjarauðu og spínati.

 

Það eru vísindamenn við Friedman School of Nutrition Science and Policy í Tufts háskólanum sem stóðu að baki þessarar klínísku rannsóknar, þar sem 36 einstaklingum var skipt af handahófi í tvo hópa.

 

Annar hópurinn þurfti bara að borða eins og venjulega og hinn hópurinn borðuðu 57 grömm af pistasíuhnetum daglega til viðbótar við venjulegt mataræði. Reynslutíminn stóð yfir í þrjá mánuði.

 

Virkar eins og “sólgleraugu” fyrir augað

 

Eftir aðeins sex vikur varð marktæk aukning á svokallaðri sjónþéttni litarefna í auga hjá þeim sem borðuðu pistasíuhnetur, en ekki hjá þeim sem borðuðu sinn venjulega mat.

 

Litarefnisþéttleiki hélst hár allt tilraunatímabilið. Því meiri þéttleiki litarefna í auganu, því betur er augað varið gegn bláu ljósi.

 

Að sögn vísindamannanna er lútein andoxunarefni sem virkar líka sem eins konar sólgleraugu fyrir augun.

Þau fyrirfinnast í alls konar litum og senda á degi hverjum þúsundir af skynhrifum til heila þíns. Hér gefur að líta sjö áhugaverðar staðreyndir um eitt mikilvægasta og starfsamasta líffæri þitt: augað.

Auk þess að vernda sjónina virðist lútein einnig hafa góð áhrif á heilann því að efnið getur farið yfir hinn annars ógegndræpa blóð-heila þröskuld og hjálpað til við að draga úr hlutfalli óstöðugra sameinda, svokallaðs oxunarálags og bólgu.

 

Lútein þykknar sérstaklega í auga og heila og talið er að efnið geti komið í veg fyrir vitsmunalega hnignun.

 

Rannsóknir benda til þess að hærra lúteinmagn tengist betra minni og hraðari svokölluðum taugavinnslutíma.

HÖFUNDUR: Bjørn Falck Madsen

© Anna Parousi /Shutterstock

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Lifandi Saga

Hve marga Rómana drápu nasistar? 

Maðurinn

Hvaða tilgangi gegna líkamshár mannsins?

Náttúran

Hvernig myndast El Ninjo?

Lifandi Saga

Blóðsúthellingar og kynlíf: Íslendingar skrifuðu ævintýrasagnfræði

Heilsa

Óþekktar lendur heilans kortlagðar

Alheimurinn

Missýningar og veðurfyrirbæri skapa fljúgandi diska.

Heilsa

Epla- eða perulögun? Líkami þinn kemur upp um hættuna á ótímabæru andláti

Alheimurinn

Ráðgáta sólkerfisins verður leyst á tunglunum 

Lifandi Saga

Allir hræddust miskunnarlausa böðla

Náttúran

Af hverju verður fólki ekki kalt í framan?

Jörðin

Af hverju spúa eldstöðvar ösku?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.