Heilsa

Reykingar minnka heilann

Ný, stór bandarísk rannsókn sýnir reykingar hafa varanleg áhrif á heilann og að hætta að reykja dugar ekki til að gera við skaðann.

BIRT: 20/08/2024

Breytingar á heila eru eðlilegur hluti öldrunar ekki síst breytingar á þeim svæðum sem stýra minni og námi, svo sem til dæmis svonefndur heiladreki.

 

Það er þó ýmislegt sem getur hraðað þessu ferli.

 

Vísindamenn hafa nú sýnt fram á þetta með áralangri stórri rannsókn á meira en 32.000 einstaklingum.

 

Rannsóknin leiðir í ljós að tóbak hefur áberandi áhrif á heilann.

 

Það voru vísindamenn hjá læknadeild Washington-háskóla sem stóðu að rannsókninni. Þeir notuðu MRI-heilaskönnun, spurningalista og DNA-sýni og hafa fylgst með þróun þátttakenda síðan árið 2006.

 

Eldri rannsóknir hafa sýnt tengsl reykinga við rúmmál heilans, bæði gráan og hvítan heilavef en hvort það voru reykingarnar sem höfðu áhrif á heilann hefur verið óljóst þar til nú.

 

Reykingar minnka heilann

Niðurstöður nýju rannsóknarinnar leiða í ljós að reykingar valda því að rúmmál heilans dregst saman.

 

Daglegar reykingar minnka bæði gráan og hvítan heilavef og því meira sem reykt er yfir daginn þeim mun minna verður rúmmál heilans.

Bandarískir og kínverskir vísindamenn hafa reiknað út að tvær tegundir tilfinninga virðast auka öldrun hraðar en reykingar.

Rannsóknin sýnir glögglega hversu mikilvægt það er að hætta að reykja til að koma í veg fyrir áframhaldandi heilaskaða og minnka áhættu á heilaglöpum.

 

„Það er nú orðið alveg ljóst að reykingar hafa afar slæm áhrif á heilann. Þær minnka rúmmál hans og það er mikilvægt þegar við eldumst því öldrun og reykingar eru hvort tveggja áhættuþættir varðandi heilaglöp,“ segir aðalhöfundur niðurstöðuskýrslunnar Laura Bierut sem er prófessor í geðlækningum við Washingtonháskóla.

 

Heilinn nær aldrei fyrri stærð

Önnur mikilvæg niðurstaða er sú, að heilinn nær aldrei aftur fyrri stærð. Heili þeirra þátttakenda sem hættu að reykja mörgum árum áður en rannsókn hófst, var minni en heili þeirra sem aldrei höfðu reykt.

 

Góðu fréttirnar eru þær að það að reykbindindi kemur í veg fyrir að heilavefurinn rýrni enn frekar.

Grunnur

Útbreiðsla: Árið 2020 notuðu 22,3% jarðarbúa tóbak.

 

Dauðsföll: Árlega deyja um 8 milljónir af völdum reykinga, þar af um 1,3 milljónir sem ekki reykja.

 

Það fólk sem hafði hætt að reykja fyrir löngu reyndist hafa glatað minna af gráum heilavef en þeir þátttakendur sem hætt höfðu nýlega.

 

Þetta bendir til að það að hætta reykingum geti stöðvað rýrnun heilavefjar jafnvel þótt heilinn nái ekki aftur sömu stærð.

 

Þú getur ekki bætt þann skaða sem þegar er orðinn en þú getur komist hjá að valda meiri skaða segir Yoonhoo Chang, einn höfunda niðurstöðuskýrslunnar og meistaraprófsnemi við Washingtonháskóla í fréttatilkynningu.

HÖFUNDUR: Simon Clemmensen

Shutterstock

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Lifandi Saga

Hanukkah: Kraftaverkahátíð gyðinga

Náttúran

Hvað eru eldur og logar?

Náttúran

Hvernig stendur á því að bæði heitt vatn og kaldur ís fljóta á vatni?

Alheimurinn

Hvað eru norðurljós?

Heilsa

Tilraun: Langvarandi fasta getur haft neikvæð áhrif

Náttúran

Hvað eru heimsálfurnar margar?

Maðurinn

Draumráðningar – Hvað þýða draumar þínir?

Náttúran

Vetrardvali tryggir lífsskilyrði dýra

Maðurinn

Góðir erfðavísar gera andlitið skakkt: Fögnum ósamhverfu!

Tækni

Ný rafhlöðutækni fyrir rafbíla dregur verulega úr hleðslutíma

Maðurinn

Fólk fætt í sveit er betur áttað.

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is