Tækni

Sannleikurinn um kjarnorku

Upp úr 1970 var farið að tala um kjarnorku sem ráðandi orkulind, enda mengar hún ekki neitt samkvæmt fræðunum. Síðan hafa alvarleg slys dregið úr hrifningunni og um þessar mundir skila kjarnorkuver aðeins um tíunda hluta af rafmagnsframleiðslu á heimsvísu. Hins vegar sækja orkulindir eins og sól og vindur í sig veðrið.

BIRT: 30/11/2024

„Kjarnorka er hrein orkulind“ – Rétt

 

Kjarnorkuver losa hvorki reyk né CO2. Þetta hreina rafmagn frá verunum felur hins vegar ekki í sér að kjarnorka sé laus við alla mengun.

 

Loftslagsráð SÞ, IPCC, setur kjarnorku á sama lista yfir hreinar orkulindir og sól, vind, vatn og jarðvarma.

 

Samkvæmt þessu mati telst kjarnorka vera nútímaleg og umhverfisvæn orkuuppspretta og heppileg til að draga úr hnattrænni hlýnun.

 

Kjarnorka er því sögð vera afar umhverfisvæn, þar sem kjarnaofnar framleiða raforku án þess að losa CO2 eða aðrar gróðurhúsalofttegundir, ólíkt t.d. kolaknúnum orkuverum.

Djúp jarðgöng geyma kjarnorkuúrgang í árþúsundir

Málmgrýtið unnið

Úranmálmgrýtið er malað og því umbreytt í gas en síðan sjá þeytivindur um að auka magn samsætunnar úran-235 í massanum.

Orkan unnin

Auðguðu úrani er komið fyrir í eldsneytisstöngum sem fara í kjarnaofninn. Ein stöng getur framleitt orku í sex ár.

Úrgangi fargað

Þó ekki sé lengur hægt að nýta stöngina er hún samt sem áður afar geislavirk. Því þarf að koma henni fyrir í djúpum geymslum sem þurfa að duga í 100.000 ár.

Engu að síður er kjarnorka meðal þeirra orkulinda sem geta verið hvað skaðlegastar umhverfinu. Eldsneyti kjarnaofna samanstendur jafnan af geislavirku úrani sem finnst í svonefndum ísótópum en þeir innihalda breytilegan fjölda nifteinda í atómkjarna sínum.

 

Ísótóparnir eru afar óstöðugir, svo þeir umbreytast – hrörna niður – í önnur frumefni og losa orku í formi geislunar í vinnsluferlinu.

 

Ef þessar geislavirku samsætur sleppa út í náttúruna geta þær haft skelfilegar afleiðingar fyrir bæði menn og dýr. Námuvinnsla á úrani er að sjálfsögðu mengandi en það er ekkert miðað það sem á sér stað þegar slys verða í virkum kjarnorkuverum eins og gerðist í Fukushima í Japan og Chernobyl í Úkraínu.

„Rafmagn frá kjarnorku er ódýrast“ – Rangt

Kína hefur á síðustu árum lagt mikla áherslu á smíði kjarnorkuvera og núna er verð á rafmagni um 80 prósentum ódýrara en gengur og gerist á Vesturlöndum.

 

Á sumum stöðum í heiminum, t.d. í Evrópu, er kostnaðurinn við byggingu nýrra kjarnorkuvera svo mikill að þau geta aldrei verið samkeppnishæf við kjarnorkuverin í Kína.

 

Rafmagn frá nýju kjarnorkuveri Breta, Hinkley Point C, verður þannig helmingi dýrara heldur en frá nýjum sjávar-vindmyllugörðum. Samanlagður kostnaður við smíði þess fer væntanlega yfir 3.650 milljarða.

Hinkley Point C á að fullnægja 7 prósentum af rafmagnsframleiðslu Bretlands árið 2025.

„Kjarnorka verður aflögð“ – Bæði og

Í löndum eins og Indlandi, Rússlandi, Kína og S-Kóreu spretta upp ný kjarnorkuver, meðan Þýskaland, Belgía, Spánn og Sviss fækka sínum verum.

 

Þrátt fyrir lokun margra kjarnorkuvera jókst samanlögð framleiðsla kjarnorku á heimsvísu um 2,4 prósent árið 2018, einkum vegna fjölgunar nýrra kínverskra kjarnorkuvera.

Fjöldi kjarnorkuvera í september 2019

Hætt við: 94

Áformuð ver sem voru aldrei byggð.

Í byggingu: 46

Kjarnorkuver í smíðum. Mörgum seinkar.

Virk: 415

Kjarnorkuver sem nú framleiða rafmagn.

Í biðstöðu: 28

Kjarnorkuver sem búið er að loka en eru ekki aflögð.

Aflögð: 183

Eldri kjarnorkuver sem búið er að loka.

Eftir að fyrstu kjarnorkuverin voru byggð upp úr miðri síðustu öld spáði Efnahags- og framfarastofnunin OECD því að meira en 90 prósent rafmagnsframleiðslu kæmi frá kjarnorku árið 2000.

 

Um aldamótin var hlutur kjarnorku 12 prósent og hefur síðan fallið niður í 10, vegna aukningar í öðrum orkuverum.

Þrjú verstu kjarnorkuslys sögunnar

Þegar slys verða í kjarnorkuverum hefur það hrikalegar afleiðingar í för með sér vegna geislamengunar. Þetta eru þrjú verstu slys sögunnar.

Pennsylvania, BNA. 28. mars 1979

Kælibúnaður í kjarnorkuverinu á Three Mile Island bilar. Í kjölfarið stöðvast neyðarkæling tvisvar sinnum. Eldsneytisstangir bráðna að hluta til niður og gríðarleg geislamengun verður í byggingunni. 140.000 manns eru flutt burt af svæðinu.

Chernobyl, Sovétríkin. 26. apríl 1986

Misheppnað álagspróf á stjórnbúnaði leiðir til sprengingar í kjarnaofni 4 í kjarnorkuveri Chernobyl í núverandi Úkraínu. 300.000 manns eru flutt á brott, fjölmargir varanlega og geislavirk efni dreifast yfir stór svæði í Skandinavíu og Evrópu.

Fukushima, Japan. 11. mars 2011

Risastór flóðbylgja skellur á kjarnorkuverinu Fukushima Daiichis og það flæðir yfir fjóra virka kjarnaofna. Þegar rafmagnið fer af ofhitna ofnarnir og þrír þeirra bráðna niður. 160.000 manns verða að yfirgefa staðinn.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Niels Halfdan Hansen

Shutterstock,© Claus Lunau/Shutterstock,© Bloomberg/Getty Images,© Valery Zufarov/AFP/Ritzau Scanpix,© Tokyo Electric Power Co/Reuters/Ritzau Scanpix

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Læknisfræði

Ofvirkni í heilastöð veldur stami

Maðurinn

Rannsókn: Þetta er ástæðan fyrir því að börn læra hraðar en fullorðnir

Maðurinn

Heilinn kortlagður: Smásæ vefsýni sýna stórbrotin smáatriði

Náttúran

Af hverju er kalt í mikilli hæð?

Maðurinn

Hversu oft segjum við ósatt?

Lifandi Saga

Kjarnorkuógnin: Sovéskur kafbátur í skerjagarðinum

Alheimurinn

Lítið eitt um þyngdarkraftinn

Menning

Hverjir höfðu fasta búsetu í Machu Picchu?

Lifandi Saga

Hitler var á efnum alla seinni heimsstyrjöld

Jörðin

Af hverju virðist Grænland álíka stórt og Ástralía?

Lifandi Saga

Hversu góðir vinir eru Kína og Rússland? 

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.