Tækni

Chernobyl molnar: Kjarnorkuváin frá 1986 lifir enn

Í Úkraínu vilja yfirvöld ganga frá í Chernobyl en bráðni kjarnakljúfurinn sýnir ummerki um endurnýjaða virkni sem gæti molað orkuversbygginguna niður og gert hreinsun óframkvæmanlega.

BIRT: 28/04/2022

Árið 2016 var reist ný skemma yfir orkuversbygginguna í Chernobyl. Mannvirkið átti að koma í veg fyrir frekari geislun frá kljúfi 4, þeim sem bráðnaði og sprakk 1986.

 

Menn gerðu sér vonir um að þessi risastóra hlífðarbygging myndi halda ástandinu stöðugu þar til yfirvöld í Úkraínu fyndu lausnir sem dygðu til að taka orkuverið í sundur og fjarlægja það gríðarlega magn kjarnorkuúrgangs sem þarna liggur.

 

En nú vísa  rannsóknir innan úr hlífðarmannvirkinu að kjarnakljúfurinn er þvert á móti óstöðugur. Hin aldna orkuversbygging og úrgangurinn sjálfur eru að molna niður og keðjuverkanir gætu á endanum skotið geislavirkum skýjum upp frá Chernobyl á ný.

 

Enn glóð í úrganginum

Kjarnorkuver framleiða raforku með kjarnaklofnun. Auðgað úran klofnar sundur þegar nifteind er skotið á frumeindakjarnann og hann fellur sundur í tvo hluta. Við þetta myndast hiti en líka geislun og svo losna nýjar nifteindir sem sundra öðrum kjörnum og valda þar með keðjuverkun.

Chernobyl breytist í tifandi tímasprengju

Þann 26. apríl fór prófun á búnaði orkuversins alvarlega úrskeiðis og úr varð versta kjarnorkuslys sögunnar sem á skömmum tíma losaði óheyrilegt magn geislunar út í umhverfið.

 

Fljótlega var reynt að slökkva í kjarnakljúfunum með gríðarlegu magni af sandi sem steypt var niður úr þyrlum. Eldsneytisstafir úr úrani, zirconhylki utan um þá, grafítstafir, hrundir veggir og sandurinn; allt þetta rann saman í glóandi heitan graut, einna líkastan hraunkviku sem brenndi sér leið niður í kælivatnsgeymslur byggingarinnar.

 

Þar harðnaði þessi kvika og myndaði massa sem í eru 170 tonn af geisluðu úrani. Eftir fimm mínútna dvöl í nálægð við þennan massa hefur maður aðeins helmingslíkur á að lifa af.

 

Að síðustu var svo steinsteypu hrúgað yfir allt saman en í steypunni leyndust holrúm þannig að vatn náði að sipra niður í massann. Vatnið veldur því að nifteindum veitist léttara að kljúfa úrankjarna og þetta endurvakti því kjarnaklofnun í massanum.

Árið 2021 vöruðu úkraínsk yfirvöld við því að til tíðinda gæti dregið í Chernobyl. Skynjarar inni í hinni risavöxnu stálskemmu hafa greint vaxandi fjölda nifteinda og þær eru til marks um vaxandi virkni.

 

Virknin fór vaxandi á mörgum stöðum. Í einu rými fjórfaldaðist fjöldi nifteinda á fjórum árum.

 

Vísindamönnum er ekki ljóst hvað veldur vaxandi virkni en hafa giskað á að nifteindir eigi auðveldara með að endurkastast gegnum massann eftir því sem hann þornar.

 

Ótraustar undirstöður

Þótt vísindamenn treysti sér til að útiloka sprengingu á borð við þá sem varð 1986, má ekki vanmeta hættuna sem stafar frá Chernobyl. Minni háttar keðjuverkun myndi væntanlega deyja út af sjálfu sér vegna þess að hitinn veldur því að umframvatn gufar upp.

 

En jafnvel lítil sprenging getur komið þessu aldraða kjarnorkuveri til að molna niður og losa geislavirkt ský upp í nýju stálskemmuna. Það myndi gera fyrirhugaða hreinsun mun erfiðari.

 

Ytri stálskemman yfir Chernobyl-kljúfnum er stærsta hreyfanlega mannvirki á jörðinni. Tilgangurinn er að skýla kljúfi 4, vernda umhverfið fyrir meiri losun geislavirkni og til lengri tíma litið gera mögulegt að hreinsa upp eftir kjarnorkuslysið.

Fíngerður geislavirkur salli myndast óhjákvæmilega. Storknaði kvikumassinn inni í skemmunni molnar smám saman þannig að æ erfiðara verður að fást við þennan geislavirka massaklump.

 

Úkraínsk yfirvöld eru að reyna að finna varanlega lausn á vandanum í Chernobyl. Nú er ætlunin að senda harðgerð, sjálfvirk tæki inn í skemmuna til að bora göt fyrir stafi úr bór, efni sem getur drukkið í sig nifteindir og þar með haft hemil á keðjuverkunarhættunni.

 

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Jeppe Wojcik

Shutterstock, © Berria / Wikimedia Commons

Jörðin

Hnattræn hlýnun veldur meiri ókyrrð í lofti

Lifandi Saga

Allir sötruðu þeir kaffi í Vínarborg árið 1913

Lifandi Saga

Allir sötruðu þeir kaffi í Vínarborg árið 1913

Tækni

Rafhlaða sem má innbyrða

Tækni

Rafhlaða sem má innbyrða

Lifandi Saga

Áhugamenn finna ótrúlega fjársjóði

Heilsa

Heilaboðin að baki langvinnum sársauka ráðin

Náttúran

Frostið skapar listaverk í náttúrunni

NÝJASTA NÝTT

Náttúran

Af hverju velta hundar sér í blautu rusli?

Maðurinn

Hversu margt tónlistarfólk þjáist af heyrnarskerðingu?

Læknisfræði

Hvenær byrjuðu læknar að nota eter?

Náttúran

Risavaxin sjávarskrímsli vakin til lífs slá öll met. 

Lifandi Saga

Frelsisstyttan átti að hrópa til borgaranna

Lifandi Saga

Ótrúlegur dagur í flugstjórnarklefanum: Flugmaðurinn sogaðist út um gluggann

Maðurinn

Mannfólkið hefur kysst í 4.500 ár

Lifandi Saga

Hvaða land hefur oftast farið í stríð?

Læknisfræði

Ný tækni græðir sár þrefalt hraðar

Alheimurinn

Nú eru tungl Satúrnusar 146

Náttúran

Af hverju velta hundar sér í blautu rusli?

Maðurinn

Hversu margt tónlistarfólk þjáist af heyrnarskerðingu?

Læknisfræði

Hvenær byrjuðu læknar að nota eter?

Náttúran

Risavaxin sjávarskrímsli vakin til lífs slá öll met. 

Lifandi Saga

Frelsisstyttan átti að hrópa til borgaranna

Lifandi Saga

Ótrúlegur dagur í flugstjórnarklefanum: Flugmaðurinn sogaðist út um gluggann

Maðurinn

Mannfólkið hefur kysst í 4.500 ár

Lifandi Saga

Hvaða land hefur oftast farið í stríð?

Læknisfræði

Ný tækni græðir sár þrefalt hraðar

Alheimurinn

Nú eru tungl Satúrnusar 146

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Náttúran

Nærri önnur hver dýrategund í hættu

Náttúran

Nærri önnur hver dýrategund í hættu

Náttúran

Hvað er þungt vatn?

Náttúran

Hvað er þungt vatn?

Lifandi Saga

Umdeilt starf dóttur nasista

Lifandi Saga

Sameinuðu þjóðirnar risu upp úr ösku seinni heimstyrjaldarinnar

Lifandi Saga

Hvenær hafa fiskikvótar leitt til stríðs? 

Maðurinn

Hvernig starfar minnið?

Vinsælast

1

Lifandi Saga

Ótrúlegur dagur í flugstjórnarklefanum: Flugmaðurinn sogaðist út um gluggann

2

Náttúran

Risavaxin sjávarskrímsli vakin til lífs slá öll met. 

3

Læknisfræði

D-vítamín ver gegn sjálfsofnæmissjúkdómum

4

Heilsa

Gull afhjúpar krabbamein

5

Lifandi Saga

Hvaða land hefur oftast farið í stríð?

6

Náttúran

Af hverju velta hundar sér í blautu rusli?

1

Lifandi Saga

Ótrúlegur dagur í flugstjórnarklefanum: Flugmaðurinn sogaðist út um gluggann

2

Náttúran

Risavaxin sjávarskrímsli vakin til lífs slá öll met. 

3

Heilsa

Gull afhjúpar krabbamein

4

Lifandi Saga

Hvaða land hefur oftast farið í stríð?

5

Náttúran

Af hverju velta hundar sér í blautu rusli?

6

Lifandi Saga

Allir sötruðu þeir kaffi í Vínarborg árið 1913

Menning

Hvers vegna hefur talan sjö svona töfrandi merkingu?

Heilsa

Er lausasölulyf þitt hrein lyfleysa? Fræðimenn efast

Náttúran

Hafa plöntur skilningarvit?

Alheimurinn

Svarthol rekið á flótta

Maðurinn

Verða konur hrukkóttari en karlar?

Jörðin

Sveiflur háloftastrauma gætu drekkt Skandinavíu

Lifandi Saga

Hvenær hættum við að nota brjóstmæður? 

Lifandi Saga

Agatha Christie hverfur sporlaust

Jörðin

Eldfjöll þöktu jörðina kvikasilfri

Lifandi Saga

Fyrsta bólusetningin vakti skelfingu meðal Breta

Jörðin

Fjallgöngumenn í lífsháska: Háskaför á Everest

Lifandi Saga

Hvernig voru skildir víkinga?

Af hverju velta hundar sér í blautu rusli?

Hundurinn minn veltir sér upp úr alls kyns rusli, olíu sem hellst hefur niður, fiskúrgangi eða dýraskít. Hver er ástæðan?

Náttúran

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

 • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
 • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
 • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
 • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
 • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
 • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
 • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.