1. Átthagafjötrar – 2. Rússlandsvæðing – 3. Kúgun 4. – Hungurútrýmingin – 5. Fjöldamorð
Úkraína varð til úr víkingaríki sem myndaðist þegar Norðurlandabúar settust að þar sem þeir kölluðu Kænugarð en er nú Kyiv. Árið 1199 var tveimur furstadæmum slegið saman í eitt ríki, Galitj-Voliníu. Svæðið fékk heitið Úkraína sem merkti jaðarland á máli Slava.
Úkraína varð undir stöðugum þrýstingi frá nágrönnum. Árið 1654 þurftu kósakkar sem þá réðu landinu, að biðja Rússa um hjálp gegn Pólverjum gegn því að sverja þeim trúnaðareið. Sá eiður kom þó ekki í veg fyrir að Rússar og Pólverjar skiptu landinu á milli sín árið 1667. Byggðin austan við fljótið Dnjepr tengdist nú Rússlandi en hinum megin fljótsins tengdist byggðin vestrinu.
1. ÁTTHAGAFJÖTRAR
Eftir næstum 70 ára átthagaánauð tilkynnti Alexander 2. Rússakeisari um frelsi bænda.
Katrín mikla hneppti bændur í ánauð
Skipting Úkraínu gaf rússnesku keisaraynjunni Katrínu miklu færi á að stækka ríki sitt til suðurs og vesturs með styrjöldum sem m.a. voru háðar gegn Ottómanaveldinu. Frá 1795 réði hún yfir stærstum hluta Úkraínu.
Landvinningar hennar bitnuðu harkalega á bændum. Þeir höfðu verið frjálsir er voru nú hnepptir í sams konar átthagafjötra og rússneskir bændur. Í ánauðinni fólst í raun að bændurnir urðu eign herragarðseigenda. Átthagafjötrar voru loks afnumdir 1861, bæði í Rússlandi og Úkraínu.
2. RÚSSLANDSVÆÐING
Háskólinn í Kyiv var byggður á tímum Nikulásar 1. keisara og hann fylgdist sjálfur með því að skólinni yrði ekki samkomustaður þjóðernissinna.
Tungumálinu skyldi eytt
Katrín mikla og eftirmenn hennar reyndu sitt besta til að útrýma bæði tungumáli og menningu Úkraínumanna. Menntamenn sem lögðu stund á úkraínskar bókmenntir og sögu voru reknir og sættu ofsóknum.
Alexander 2. gekk svo langt 1876 að banna útgáfu rita á úkraínsku. Mönnum leyfðist heldur ekki að halda fyrirlestra eða leiksýningar á úkraínsku.
Fáum árum síðar var úkraínska bönnuð í skólum og kirkjum og ekki mátti lengur skíra börn úkraínskum nöfnum.
3. KÚGUN
Heilbrigðum og ráðvöndum verkamönnum var oft stillt upp andspænis gegn gráðugum og feitum kapítalistum í kommúnískum áróðri.
Pólitískum andstæðingum útrýmt
Eftir byltinguna 1917 braust út blóðug borgarastyrjöld í Rússlandi.
Nýju valdhafarnir, bolsévikar, notuðu tækifærið og létu Rauða herinn útrýma pólitískum andstæðingum. Mörg þúsund voru drepin fyrir þá sök að tilheyra „ráðandi stéttum“.
Þetta bitnaði mjög harkalega á íbúum Úkraínu þar sem andstaðan var mikil. Í borginni Kharkiv kostuðu aðgerðirnar allt að 5.000 mannslíf og a.m.k. 3.000 létu lífið í Kyiv.
4. HUNGURÚTRÝMINGIN
Austuríski ljósmyndarinn Alexander Wienerberger tók myndir af fórnarlömbum hungursneyðarinnar, m.a. þessari stúlku í Kharkiv.
Milljónir sveltar í hel
Hið frjósama land í Úkraínu var brauðkarfa Sovétríkjanna. En þegar Stalín fyrirskipaði samyrkjubúskap 1929 gerðu bændurnir uppreisn.
Í refsingarskyni lét Stalín gera matarbirgðir bænda upptækar. Í það minnsta 3,9 milljónir manna sultu í hel í hungursneyðinni sem fylgdi í kjölfarið og nefnd hefur verið holodomor.
Sjónarvottar sögðu að fólk hefði í örvæntingu lagt sér líkama annarra til munns. Margir sagnfræðingar telja að Stalín hafi vísvitandi valdið hungursneyðinni til að ryðja úr vegi öllum sjálfstæðistilburðum í Úkraínu.
Í kjölfarið flutti einræðisherrann svo mikið af Rússum til Úkraínu.
5. FJÖLDAMORÐ
Þýski herinn kom Stalín á óvart 22. júní 1941 með því að ráðast inn í Sovétríkin á 2.900 km langri víglínu.
Pólitískum föngum slátrað eins og dýrum
Þýski herinn réðist inn yfir landamæri Sovétríkjanna 22. júní 1941.
Af ótta við að þeir pólitísku fangar sem troðfylltu ríkisfangelsins féllu Þjóðverjum í hendur, gaf Stalín öryggislögreglunni skipun um að drepa fangana.
Í Úkraínu varð úr þessu mikið blóðbað, þar sem margir þjóðernissinnar höfðu verið hnepptir í fangelsi. Á fyrstu vikunum eftir innrás Þjóðverja voru a.m.k. 10.000 skotnir, stungnir til bana með byssustingjum eða hreinlega brenndir lifandi.
Voðaverk Stalíns ollu því að margir Úkraínumenn litu á Þjóðverja sem frelsara.
Lestu meira um Úkraínu og Rússland
Serhii Plokhy: The Gates of Europe, Basic Books, 2021
Anne Applebaum: Red Famine, Penguin, 2017