Hvernig varð Rússland svona stórt?

Rússland hefur ekki ætíð verið ógnvekjandi stórveldi. Landið var árum saman á valdi Mongóla og það var ekki fyrr en veldi þessara asísku reiðmanna fór að hnigna sem Rússar fyrir alvöru gátu fært út kvíarnar.

BIRT: 13/08/2022

LESTÍMI:

2 mínútur

Rússland getur þakkað veikburða nágrönnum sínum gríðarlega stærð landsins. Ríkið óx upp í kringum Moskvu sem varð miðstöð eins af stórfurstadæmunum árið 1325. Ríkið var þó ekkert stórveldi á þeim tíma, því líkt og við átti um aðra drottnara í Austur-Evrópu varð stórfurstinn að sitja og standa eins og Mongólarnir sögðu.

 

Árið 1480 var ríki asísku reiðmannanna orðið svo veikburða að Moskvubúum tókst að losna undan ægivaldi þeirra. Á tímum Ívans 3. stórfursta nýttu þeir nýfengið frelsi sitt til að leggja undir sig enn fleiri rússnesk nágrannaríki sem höfðu sundrast sökum innbyrðis deilna.

 

Ívan grimmi var krýndur keisari árið 1547 og ríkið þandist allverulega út í austurátt í valdatíð hans. Hann lagði undir sig illa skipulögð tatararíki og auðvelt reyndist að innlima Síberíu. Hundrað árum síðar náðu rússnesku nýlenduríkin alla leið að Kyrrahafi.

Útþenslan jókst í vestur

Stjórnmálalegt ójafnvægi lamaði gamla keppinautinn í vestri, þ.e. Pólland og Svíþjóð var ekki nægilega sterkt til að standast ágang nágrannans í austri. Stórveldatíð beggja ríkja var brátt liðin tíð og næstu öldina komust Eystrasaltslöndin, Finnland og mest allt Pólland undir rússnesk yfirráð.

 

Meðan á þessu stóð fóru keisararnir að gjóa augunum í átt að ríki Ósmana í suðri. Þeir réðust inn á Krímskagann árið 1783 og Kákasus fylgdi svo í kjölfarið á 19. öld, auk þess sem Rússland einnig gleypti smáríkin í Mið-Asíu.

 

Rússland glataði svolitlu landsvæði þegar Bandaríkin fengu leyfi til að festa kaup á Alaska árið 1867. Önnur svæði glötuðust í rússnesku byltingunni 1917 og enn fremur þegar Sovétríkin liðu undir lok árið 1991 en Rússland er engu að síður gríðarstórt land.

BIRT: 13/08/2022

HÖFUNDUR: Ritstjórn

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: GEtty/AOP Images

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is