Af hverju er svona erfitt að ráðast inn í Rússland?

Iðulega hefur „Leir hershöfðingi“ komið Rússum til bjargar á neyðarstundu þegar erlendir herir hafa ráðist inn í þetta víðlenda ríki.

BIRT: 19/04/2022

LESTÍMI:

2 mínútur

Tvisvar á ári, á vorin og haustin, breytist jarðvegurinn í samfellt leðjuforað. Sjálfir kalla Rússar fyrirbærið Rasputitsa en það stafar af því að þegar mikið rignir eða snjóar, hefur leirblandinn jarðvegur víða ekki undan að leiða vatnið burtu. Þetta gildir víða í Rússlandi, Hvíta-Rússlandi og Úkraínu og er íbúunum sjálfum oft til vandræða.

 

Í sögulegu ljósi hafa þessar aðstæður þó oft verið helsti bandamaður Rússa. Stundum hefur leirleðjan í spaugi verið kölluð Leir hershöfðingi og iðulega hefur hann bjargað Rússum frá innrásarherjum.

Þjóðverjar áttu afar erfitt með að koma farartækjum sínum áfram í seinni heimsstyrjöld.

Strax á 13. öld bjargaði Leir hershöfðingi borginni Novgorod frá mongólskum her sem varð að snúa frá. Og árið 1812 urðu herir Napóleons að lúta þeirri staðreynd að í gegnum leirleðjuna var innrás í Rússland nánast ógerningur.

 

„Rakinn sem fylgdi snjónum og ísnum olli því að kuldinn nísti enn harðar og það varð nánast ógerningur að draga fallbyssuvagnana gegnum hálffrosna krapaleðjuna,“ skrifaði sagnaritarinn Adolphe Thiers.

 

Vegirnir urðu aurfarvegir

Um 130 árum síðar fengu hermenn Hitlers svipaða reynslu á austurvígstöðvunum, þar sem Leir hershöfðingi seinkaði framrás Þjóðverja um marga mánuði 1941-42 og bjargaði líklega Moskvu.

 

„Vegirnir breyttust fljótlega í farvegi þar sem aurinn virtist botnlaus og farartæki okkar komust ekki áfram nema á hraða snigilsins og þetta kostaði mikið slit á vélunum,“ sagði þýski hershöfðinginn Heinz Guderian.

 

Leirleðjan sem svo oft hefur bjargað Rússum gæti nú orðið þeim sjálfum erfiður farartálmi. Sérfræðingar telja nefnilega að Leir hershöfðingi geti brugðið fæti fyrir rússnesku skriðdrekana í innrás Rússa í Úkraínu.

BIRT: 19/04/2022

HÖFUNDUR: Emrah Sütcü

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: © Narodowe Archiwum Cyfrowe

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is