Af hverju kallar Pútín Úkraínumenn nasista?

Ríkisstjórn Úkraínu er „nýnasísk,“ hefur Vladimir Pútín sagt. Tengingin milli Úkraínumanna og nasista virðist langsótt en sérfræðingar telja sig skilja tilgang Pútíns með slíkum ummælum.

BIRT: 15/04/2022

LESTÍMI:

2 mínútur

Ríkisstjórn Úkraínu er skipuð „augljósum nýnasistum“, „nasistasinnum“ og stjórnað af „litlum nasistum“.

 

Þetta hefur Vladimir Pútín Rússlandsforseti sagt. Bæði fyrir og eftir innrás hefur hann ítrekað líkt Úkraínumönnum við nasista og lýst því yfir að tilgangurinn með innrásinni sé að „afnasistavæða“ Úkraínu.

 

Þetta virðist þó afar órökrétt, enda er forseti Úkraínu Volodymyr Zelensky af gyðingaættum og haustið 2021 staðfesti hann lög sem beinast gegn andsemískum áróðri.

Þeir voru vissulega til sem unnu með nasistum í seinni heimsstyrjöld en um 5 milljónir Úkraínumanna börðust gegn Þjóðverjum.

Pútín nýtir þjóðaráfall Rússa

Margir sérfræðingar telja Pútín velja þessi orð að vel yfirveguðu ráði til að nýta sér þau eftirköst sem enn lifa með þjóðinni eftir þau gríðarlegu áföll sem Rússar þurftu að þola í seinni heimsstyrjöld. Þannig hyggst hann réttlæta árásina á Úkraínu.

 

Með því að kalla ráðamenn í Úkraínu nasista, getur hann stillt innrásinni í Úkraínu upp sem framhaldi af baráttu Rússa við hin illu öfl. Líklega telur Pútín sennilegt að þjóðarstoltið vegna sigursins á Þjóðverjum snúist nú upp í fylgi við innrásina.

 

„Þessi röksemdafærsla er í andstöðu við staðreyndir, siðfræðilega fráhrindandi og alls ekki sæmandi gagnvart þeim sem svo hetjulega börðust gegn nasismanum,“ segja um 150 sérfræðingar í þjóðarmorðum og nasisma í opnu bréfi sem þeir birtu til að bregðast við fullyrðingum Pútíns.

 

Þessir sérfræðingar leggja áherslu á, rétt eins og í öðrum löndum, séu til þjóðernisæsingamenn og öfgahægrimenn en „ekkert af þessu réttlætir árás Rússa og svo ofboðslega rangtúlkun á Úkraínu,“ segja sérfræðingarnir ennfremur.

BIRT: 15/04/2022

HÖFUNDUR: Emrah Sütcü

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: © grenadiermilitary.com

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is