Hvað starfaði Pútín á Sovéttímanum?

Á barnsaldri dreymdi Pútín um að verða njósnari og þjóna föðurlandinu, Sovétríkjunum. Draumurinn rættist 1975, þegar hann var tekinn inn í KGB.

BIRT: 31/12/2022

LESTÍMI:

2 mínútur

Vladimir Pútín kom inn í efsta lag stjórnmálanna 1999 og hefur síðan verið bæði forseti og forsætisráðherra. Áður hann gekk inn á gljáfægð gólfin Kreml hafði hann um langt árabil starfað fyrir leyniþjónustu Sovétríkjanna, KGB.

Vladimir talar prýðilega þýsku og var þess vegna sendur til Austur-Þýskalands í leynilegum erindagerðum.

Að sögn Pútíns sjálfs hófst njósnaáhuginn strax þegar hann var barn. Það lá því beint við að sækja um inngöngu í KGB-skóla, eftir að hafa lokið lögfræðinámi 1975. Eftir ýtarlegt grunnnám fór að hann að vinna við gagnnjósnir og var síðar færður yfir í þann arm KGB sem annaðist njósnir í útlöndum. Markmiðið var að vinna að sovéskum hagsmunum og safna pólitískum, tæknilegum og vísindalegum upplýsingum.

 

Leiðin lá til Austur-Þýskalands

Frá 1985-1990 var Pútín í Dresden í Austur-Þýskalandi þar sem hann starfaði opinberlega sem túlkur. Hvað hann gerði þar í raun og veru er umdeilt. Sumar heimildir segja hann ekki hafa gert annað en að fylgjast með fjölmiðlum og safna úrklippum. Aðrar heimildir segja hann hafa laðað Þjóðverja til að njósna fyrir Sovétríkin – og sumir telja jafnvel að hann hafi átti í samstarfið hryðjuverkahópinn RAF (Rote Armee Fraktion).

Pútín hreifst af sjónvarpsþáttunum Skjöldurinn og sverðið, sem fjalla um rússneskan njósnara sem kemst inn í raðir þýskra nasista.

Njósnamyndir löðuðu Pútín að KGB

Áhugi Vladimirs Pútín á njósnum hófst á unga aldri og hann fylgdist spenntur með kvikmyndaröðinni Skjöldurinn og sverðið (1968). Myndirnar fjölluðu um sovéskan njósnara sem kemur sér í raðir þýskra nasista í seinni heimsstyrjöld.

 

Þessar kvikmyndir komu heilli kynslóð ungra drengja til að dreyma um starfsferil við njósnir og sumir þeirra gengu síðar til liðs við KGB. Þeirra á meðal var Pútín sem 1975 fékk inngöngu í KGB-skóla í Leningrad. Pútín segist hafa hrifist mjög af því að „einn leyniþjónustumaður getur ráðið örlögum þúsunda“.

Það eitt er víst að Pútín þurfti að yfirgefa KGB 1991, þegar Sovétríkin liðuðust í sundur. Næstu árin starfaði hann sem ráðgjafi borgarstjórans í St. Pétursborg, áður en hann var ráðinn til starfa hjá Boris Yeltsin. Þar vann hann sig upp og þegar Yeltsin sagði af sér 1999 tók Pútín við forsetaembættinu og völdunum.

BIRT: 31/12/2022

HÖFUNDUR: Emrah Sütcü

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: © www.kremlin.ru

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is