Maðurinn

Sebrafiskur afhjúpar óþekkta orsök krabbameins

Tilraun á sebrafiski leiddi vísindamenn skyndilega á slóð nýrrar uppgötvunar.

BIRT: 14/03/2024

Krabbamein getur myndast nánar hvar sem er í líkamanum og með 9,6 milljón mannslíf á samviskunni árlega er þetta næstalgengasta dánarorsök fólks.

 

Vísindamenn um allan heim keppast því við að finna út hvað það er sem fer úrskeiðis í þeim tilgangi að finna nýjar aðferðir til að berja niður þennan ævaforna sjúkdóm.

 

Og læknar hjá Harvardháskóla hafa nú fundið krabbameinsmyndandi ferli sem var algerlega óþekkt.

 

Það var Megan Insco sem uppgötvaði krabbameinshindrandi gen sem kallast CDK13, þegar hún var að rannsaka sebrafisk. Breytingar á þessu geni virðast ýta undir þróun sérstakrar gerðar húðkrabba, melanoma sem getur borist til annarra hluta líkamans.

 

Þegar Megan Insco og félagar hennar báru niðurstöðurnar saman við krabba í mönnum kom í ljós að í 21% tilvika melanom-æxla fundust stökkbreytingar í geninu CDK13 hjá viðkomandi einstaklingi eða í prótínum sem genið kóðaði fyrir.

 

Ástæðunnar er líkast til að leita í hlutverki gensins. Við nánari skoðun kom í ljós að CDK13 á þátt í eins konar hreinsunarferli sem felst í því að fjarlægja ónýta erfðaboðbera, hinar svonefndu RNA-sameindir. Stökkbreyting í geninu virðist stöðva þessa hreinsun.

Gull afhjúpar krabbamein

Enn geta læknar ekki fundið krabbamein með neinni einni einfaldri prófun en svo gæti farið að blóðprufa með gulleindum uppgötvi meinið á frumstigi.

Skilningur á slíkum örferlum sem geta valdið krabba er afar mikilvægur en þó bara fyrsta skrefið.

 

Næst hyggjast vísindamennirnir skoða hvort unnt sé að finna aðferð til að koma í veg fyrir stökkbreytingar í CDK13-geninu.

HÖFUNDUR: NANNA VIUM

Shutterstock

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Lifandi Saga

Hve lengi lifði hundurinn Laika í geimnum?

Lifandi Saga

Hvenær urðum við pólitískt réttsinnuð? 

Maðurinn

7 mýtur um hæð: „Hávöxnu fólki vegnar betur í lífinu“

Alheimurinn

Hvernig hafa geimför samband við jörðina?

Lifandi Saga

Í fríríkinu Flöskuhálsi var aðaliðja flestra smygl

Heilsa

Vísindamenn: Hægt er að lengja lífið um heilan áratug með breyttu mataræði

Alheimurinn

Pólstjarnan er leiðarvísir á næturhimni

Lifandi Saga

Hvaða harmleikur á íþróttaleikvangi kostaði flest mannslíf?

Maðurinn

Hve langt nær skaðsemi óbeinna reykinga?

Maðurinn

Samfélagsmiðlar ógna samkenndinni

Lifandi Saga

5 ástæður þess að Gandhi var hræsnari

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.