Gull afhjúpar krabbamein

Enn geta læknar ekki fundið krabbamein með neinni einni einfaldri prófun en svo gæti farið að blóðprufa með gulleindum uppgötvi meinið á frumstigi.

BIRT: 09/02/2023

LESTÍMI:

2 mínútur

Nú þurfa læknar talsvert ýtarlegar rannsóknir áður en þeir geta fullyrt um krabbamein.

 

Fyrst finnast frumubreytingar einhvers staðar í líkama sjúklingsins, síðan eru frumusýni tekin og rannsökuð og eftir það er hægt að kveða upp úrskurð.

 

Það er sem sagt ekki gerlegt að finna krabba hvar sem er í einu einföldu sýni.

 

Slík aðferð virðist hins vegar innan seilingar og hún grundvallast á gulli. Vísindamenn hjá Queenslandháskóla í Ástralíu hafa nefnilega uppgötvað að nanóeindir gulls binda sig við DNA í krabbafrumum.

Krabba-DNA dregur gulleindirnar að sér

Á DNA-strengjum eru metýlsameindir sem stýra virkni genanna. Í krabbafrumur klístrast metýlsameindirnar saman og draga að sér gull.

1. Metýlsameindir klístrast saman

Á DNA-strengjum eru metýlsameindir (bleikt). Í heilbrigðri frumu dreifast metýlsameindirnar jafnt en þær klístrast saman í krabbafrumum eins og sést á þessum DNA-streng.

2. Krabba-DNA réttir úr sér

DNA-strengir í krabbafrumum hringa sig ekki jafn þétt og í heilbrigðum frumum þar eð metýlklumpar koma í veg fyrir það.

3. Gulleindirnar afhjúpa krabba

Gulleindir (gular kúlur) binda sig við metýlsameindir og komast auðveldlega að þeim á DNA-streng krabbafrumu. Gullbindinguna má því sjá greinilega í smásjá.

Krabbafrumur draga að sér gulleindir

Frumur í öllum líkamshlutum losa litla DNA-búta út í blóðrásina og þess vegna mun eitt blóðsýni duga til að sjá hvort krabbamein er til staðar.

 

Skýringin er sú að DNA-strengirnir, sem varðveita genin, bera einnig aðrar sameindir, t.d. metýl.

 

Þessar sameindir ákvarða virkni einstakra gena.

 

Í heilbrigðri frumu dreifast metýlsameindir jafnt yfir DNA-strenginn, en í krabbafrumum klístrast þær saman.

 

Þessi samloðun veldur því að gormsnúningur erfðaefnisins verður minni en í heilbrigðum frumum og þetta veitir gulleindunum færi á að binda sig við metýl. DNA í krabbafrumum dregur að sér svo margar gulleindir að það sést í smásjá.

Nanóeindir gulls afhjúpa búta úr krabbameinsfrumum í blóðsýni. Gullið safnast upp og sést skýrt í smásjánni ef sýnið er úr krabbameinssjúklingi. Til vinstri er sjúklingur án krabbameins og til hægri er sjúklingur með krabba.

Vísindamennirnir reyndu gullprófunina á 200 manns, þar á meðal nokkrum krabbasjúklingum og krabbinn fannst í 90% tilvika.

 

Enn er þó ekki komið að því að aðferðin verði tekin í almenna notkun. Til að byrja með verður hún líklega einkum notuð til að greina hvort krabbamein hafi tekið sig upp í sjúklingum sem gengist hafa undir meðferð.

BIRT: 09/02/2023

HÖFUNDUR: Ritstjórn

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: Shutterstock, © Shutterstock, ken ikeda & Abu Ali Sina et al./Nature comm.

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is