Í kvikmyndinni Interstellar kveður aðalpersónan börn sín og ferðast út í geim til að finna byggilega plánetu. Þegar hann snýr til baka eru börnin mun eldri en hann.
Í raunveruleikanum verða geimfarar ekki yngri af því að ferðast í geimnum – en þeir eldast vissulega hægar en þær manneskjur sem eru eftir á jörðinni.
Þetta stafar af því að þess hraðar sem maður fer þess hægar gengur tíminn.
Þetta sýndi Albert Einstein með takmörkuðu afstæðiskenningu sinni.
Tímarúm gengur hægar
Þegar geimfarar ferðast á miklum hraða gengur tíminn aðeins hægar fyrir þá en fyrir manneskjur á jörðu.
Geimfararnir taka ekki eftir tímamismuninum – fyrir þeim gengur tíminn eins og vanalega. Það er fyrst þegar þeir snúa heim sem geimfararnir sjá að það hefur liðið lengri tími á jörðu en í geimnum.
Sem dæmi dvaldi Rússinn Gennady Padalka 879 sólarhringa á braut um jörðu. Fyrir honum hefur tíminn liðið hægar en fyrir manneskjur á jörðu – nánar tiltekið 0,02 sekúndum. Padarka hefur þannig lifað 0,02 sekúndum skemur en við hin.
Rússinn Gennady Padalka var á braut um jörðu í 879 sólarhringa. Því hefur hann lifað 0,02 sekúndum skemur en manneskjur á jörðu.
Hár hraði hnikar til tímanum
Allir geimfarar sem hafa til þessa verið úti í geimnum hafa í mesta falli upplifað tímahliðrun sem nemur þúsundustu hlutum úr sekúndu.
Það þarf nefnilega hraða sem nálgast ljóshraða – 299.792.458 metra á sekúndu – áður en munur á gangi tímanns verður greinilegur.
Hraðskreið geimför teygja tímann
Ef geimför fljúga nógu hratt getur ár á jörðu virkað sem nokkrir dagar fyrir geimfara.
1. Geimfari heldur af stað
Geimfari kveður nýfætt barn sitt og heldur um borð í geimskip. Á þessum tíma gengur tíminn með sama hraða fyrir foreldra og ungabarn.
2. Geimfari skotið á loft
Geimfarið flýgur með geimfarann um borð með 99,9% af ljóshraða í 10 daga. Hver dagur séð frá sjónarholi geimfarans samsvarar 219 dögum séð frá sjónarhóli barnsins.
3. Barnið hefur elst hraðar
Þegar geimfarinn lendir getur barnið fagnað 6 ára afmælisdegi sínum meðan geimfarinn mun aðeins hafa elst um 10 daga miðað við þegar hann hélt af stað.
Geimfarar á braut um jörðu ferðast með t.d. „einungis“ með hraða nærri 27.500/klst sem samsvarar 0,0025% af ljóshraða.
Geimfarar þurfa því að vera á langtum meiri hraða en mögulegt er í dag vilji þeir vera yngri en börn sín þegar þeir snúa aftur til jarðar.