Alheimurinn

Séð í kvikmyndum: Getur maður yngst við það að ferðast í geimnum? 

Kvikmyndir byggðar á vísindaskáldsögum fjalla oft um geimfara sem yfirgefa börn sín á jörðinni en snúa aftur mörgum árum síðar – yngri en börnin. En er þetta yfirhöfuð mögulegt?

BIRT: 04/09/2022

Í kvikmyndinni Interstellar kveður aðalpersónan börn sín og ferðast út í geim til að finna byggilega plánetu. Þegar hann snýr til baka eru börnin mun eldri en hann. 

Í raunveruleikanum verða geimfarar ekki yngri af því að ferðast í geimnum – en þeir eldast vissulega hægar en þær manneskjur sem eru eftir á jörðinni. 

Þetta stafar af því að þess hraðar sem maður fer þess hægar gengur tíminn. 

 

Þetta sýndi Albert Einstein með takmörkuðu afstæðiskenningu sinni. 

 

Tímarúm gengur hægar

Þegar geimfarar ferðast á miklum hraða gengur tíminn aðeins hægar fyrir þá en fyrir manneskjur á jörðu. 

 

Geimfararnir taka ekki eftir tímamismuninum – fyrir þeim gengur tíminn eins og vanalega. Það er fyrst þegar þeir snúa heim sem geimfararnir sjá að það hefur liðið lengri tími á jörðu en í geimnum. 

 

Sem dæmi dvaldi Rússinn Gennady Padalka 879 sólarhringa á braut um jörðu. Fyrir honum hefur tíminn liðið hægar en fyrir manneskjur á jörðu – nánar  tiltekið 0,02 sekúndum. Padarka hefur þannig lifað 0,02 sekúndum skemur en við hin. 

Rússinn Gennady Padalka var á braut um jörðu í 879 sólarhringa. Því hefur hann lifað 0,02 sekúndum skemur en manneskjur á jörðu. 

Hár hraði hnikar til tímanum 

Allir geimfarar sem hafa til þessa verið úti í geimnum hafa í mesta falli upplifað tímahliðrun sem nemur þúsundustu hlutum úr sekúndu. 

 

Það þarf nefnilega hraða sem nálgast ljóshraða – 299.792.458 metra á sekúndu – áður en munur á gangi tímanns verður greinilegur. 

Hraðskreið geimför teygja tímann 

Ef geimför fljúga nógu hratt getur ár á jörðu virkað sem nokkrir dagar fyrir geimfara. 

1. Geimfari heldur af stað 

Geimfari kveður nýfætt barn sitt og heldur um borð í geimskip. Á þessum tíma gengur tíminn með sama hraða fyrir foreldra og ungabarn. 

2. Geimfari skotið á loft

Geimfarið flýgur með geimfarann um borð með 99,9% af ljóshraða í 10 daga. Hver dagur séð frá sjónarholi geimfarans samsvarar 219 dögum séð frá sjónarhóli barnsins. 

3. Barnið hefur elst hraðar

Þegar geimfarinn lendir getur barnið fagnað 6 ára afmælisdegi sínum meðan geimfarinn mun aðeins hafa elst um 10 daga miðað við þegar hann hélt af stað. 

Geimfarar á braut um jörðu ferðast með t.d. „einungis“ með hraða nærri 27.500/klst sem samsvarar 0,0025% af ljóshraða. 

 

Geimfarar þurfa því að vera á langtum meiri hraða en mögulegt er í dag vilji þeir vera yngri en börn sín þegar þeir snúa aftur til jarðar. 

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: HENRIK BENDIX

© NASA. © Jonas Sjowall Haxø & Shutterstock. © Shutterstock.

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Alheimurinn

Stjörnufræðingar finna fyrstu frumvísa að Vetrarbrautinni

Maðurinn

Hve hratt fer blóðið um líkamann?

Lifandi Saga

Fjöldamorð SS leiddi til miskunnarlausrar hefndar

Lifandi Saga

Hvað var gula?

Náttúran

Öflugasta bit heims – Hér eru fimm dýr sem ekki væri gott að enda í skoltinum á

Náttúran

Geta elliglöp herjað á hunda?

Lifandi Saga

Martröð í Mogadishu

Náttúran

Eðlisfræðingar afnema hlutlægan raunveruleika 

Lifandi Saga

Af hverju vill Indland heita Bharat?

Lifandi Saga

Hve mikið af gulli fannst í gullæðinu?

Alheimurinn

Með þvergöngu Venusar var hægt að mæla sólkerfið

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is