Heilsa

Sérstakar svefnvenjur geta aukið hættuna á hjartasjúkdómum um 26 prósent

Hversu margar klukkustundir við sofum er ekki eins mikilvægt fyrir heilsuna og annar þáttur sem einnig tengist svefni okkar og sem vísindamenn ráðleggja okkur að hafa ofarlega í huga.

BIRT: 18/12/2024

Enginn vafi leikur á að svefninn skiptir sköpum fyrir heilsu okkar.

 

Hvíldin losar heilann við skaðleg efni, stuðlar að viðgerðum á vefjum líkamans og góðu viðhaldi ónæmiskerfisins, heilbrigðum efnaskiptum, andlegri heilsu, svo og viðhaldi heilans og blóðstreymisins.

 

Hversu margar stundir við sofum er hins vegar ekki það eina sem skiptir máli fyrir heilbrigði hjartans og æðakerfisins. Ýmsir aðrir þættir koma þar einnig við sögu.

 

Þetta er í það minnsta niðurstaða hóps ástralskra og kanadískra vísindamanna við m.a. háskólana í Sydney í Ástralíu og Ottawa í Kanada.

 

Í nýlegri rannsókn komust þeir að raun um mikilvægt smáatriði sem aukið getur hættuna á hjarta- og æðasjúkdómum um hvorki meira né minna en 26 af hundraði.

 

Temjið ykkur reglubundnar svefnvenjur

Með því að rannsaka alls 72.269 karla og konur á aldrinum 40 til 79 ára tókst vísindamönnunum að finna þátt sem aðgreinir sig frá öllum hinum en með því er átt við reglubundnar svefnvenjur.

 

Rannsóknin leiðir í ljós að þeir sem sofa á óreglulegum tímum eiga frekar á hættu að lenda í vandræðum með hjarta- og æðakerfið en ella en rannsókn þessi birtist í tímariti um faraldsfræði og lýðheilsu (Journal of Epidemiology & Community Health).

 

Þátttakendurnir voru fundnir í hinum víðtæka gagnagrunni „UK Biobank“ og þurftu þeir allir að ganga með sérstakt mælitæki á sér í heila viku. Með mælingum úr tækjunum öðluðust vísindamennirnir vitneskju um breytilegan háttatíma, vökutíma, svefnlengd og hversu oft hver þátttakandi vaknaði á hverri nóttu.

 

Þátttakendurnir voru svo flokkaðir út frá mælingunum í þá sem voru með reglubundnar svefnvenjur, andstætt hinum sem voru með óreglulegar svefnvenjur eða nokkuð óreglulegar venjur.

 

Nægilegur svefn er engin trygging

Síðan var fylgst með þátttakendunum í átta ár með tilliti til hjartaáfalls, hjartabilunar, heilablóðfalls og andláta sem rekja mætti til hjarta- og æðasjúkdóma.

Vísindamenn hafa rannsakað svefnvenjur meira en 500.000 manns og fundið hinn fullkomna svefntíma fyrir þá sem eru komnir á fertugsaldurinn eða eldri.

Jafnvel þó að við sofum í þann tíma sem mælt er með, er okkur engu að síður hætt við hjartveiki ef svefnvenjur okkar eru með tilteknu móti.

 

Sá hópur sem var með óreglulegar svefnvenjur var álitinn vera í 26% meiri hættu en hinir á að veikjast af hjartasjúkdómi. Innan sama hóps greindu vísindamennirnir jafnframt átta prósent meiri hættu á alvarlegum hjarta- og æðasjúkdómum.

 

Vísindamennirnir skoðuðu einnig svefnlengd og komust að því, sér til mikillar furðu, að þeir sem sváfu nægilega lengi voru samt sem áður í töluvert meiri hættu en aðrir á að veikjast af hjarta- og æðasjúkdómum ef svefnvenjur þeirra voru óreglulegar.

 

Þetta mætti einnig orða á þann veg að ekki nægir að sofa nógu lengi heldur er einnig mjög mikilvægt að við gætum þess að sofna ávallt á sama tíma, þ.e. séum með reglubundnar svefnvenjur.

HÖFUNDUR: Bjørn Falck Madsen

© fizkes /Shutterstock

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Heilsa

Munnur okkar getur haft áhrif á hvort við veikjumst af heilabilun: Hér má lesa sér til um hvað vísindamenn segja að við ættum að borða í meira magni

Maðurinn

Mikilvægt atriði getur komið í veg fyrir að börn verði nærsýn

Alheimurinn

Gæti jörðin þornað upp?

Lifandi Saga

Herleiðangur Napóleons endaði í hörmungum

Maðurinn

Vísindamenn lýsa yfir stríði gegn mígreni

Tækni

Nýir róbótar geta verið afar varhugaverðir

Náttúran

Á hverju lifa köngulær þegar engar flugur veiðast?

Náttúran

Hvaða dýr hafa stærstu eistun?

Tækni

Nú vaxa trén upp í himininn 

Alheimurinn

Eldstöðvar blása lífi í Evrópu

Maðurinn

Af hverju eyðast tattóveringar ekki smám saman?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.