Árið 1929 ákvað símafyrirtækið Indiana Bell að reisa nýjar höfuðstöðvar á lóð þeirrar gömlu.
Í gömlu höfuðstöðvunum voru hins vegar allir símakaplar Indianapolis og því ekki hægt að rífa bygginguna niður.
Þess í stað fluttu verkfræðingar þetta átta hæða og 11.000 tonna múrsteinshús – með starfsfólki inni í því!
Á næstu fjórum vikum var byggingin tjökkuð upp, henni hnikað 16 m mót suðri, snúið um 90 gráður og síðan flutt 30 m í vesturátt.
Á leiðinni voru síma- og vatnsleiðslur lengdar eftir þörfum, þannig að alltaf væri hægt að þjónusta íbúa borgarinnar.