Lifandi Saga

Kína verður aldrei aftur auðmýkt

Kínverjar kalla tímabilið frá 1840 til 1945 „öld niðurlægingarinnar“. Á þeim tíma var hið volduga heimsveldi þvingað til að leyfa ópíumviðskipti, afhenda Bretum Hong Kong og lifa undir hernámi Japans. Síðan þá hefur Kína reynt að rísa upp og verða aftur stórveldi.

BIRT: 19/10/2024

Fá lönd eiga jafn dramatíska sögu og Kína.

 

Í tíð keisara var landið stórt og öflugt, því Silkileiðin skapaði auð með útflutningi á postulíni, tei og silki til umheimsins, en þegar heimsveldið dróst aftur úr tæknilega hófst hnignunartímabil sem lauk á síðustu áratugum.

 

Fáðu yfirsýn yfir nýlega sögu Kína – allt frá niðurlægjandi ósigri ópíumstríðanna til miskunnarlausra tilrauna Maós með heila þjóð og ekki síst umdeildra valdasýninga síðustu áratuga.

Bretar gera Kínverja að eiturlyfjafíklum (1840)

Hinn úrelti kínverski her mátti sín lítið gegn Bretum.

Á 19. öld voru Bretar svo áfjáðir í silki, postulín og te frá Kína að það skapaði mikinn viðskiptahalla í Stóra-Bretlandi. Kína krafðist greiðslu í silfri og til að afla peninga byrjaði Breska Austur-Indíafélagið að smygla ópíum til Kína.

 

Þegar Kínverjar tóku á smyglinu sendi Stóra-Bretland sjóherinn á vettvang og vann hin svokölluðu ópíumstríð (1840-1842 og 1856-1860). Kína neyddist til að eftirláta Bretum Hong Kong og leyfa innflutning á ópíum. 90 milljónir af þá 300 milljónum Kínverja urðu háðir fíkniefninu og völd keisarans dvínuðu.

Borgarastyrjöld veikir ríkið (1927)

Þjóðernissinni skýtur tvo kommúnista á opinni götu í Shanghai.

Frá 1927 geisaði borgarastyrjöld milli kommúnista og þjóðernissinna í Kína. Lík voru látin liggja á götum úti til að fæla andstæðinginn frá. Þegar Japan réðst inn í Kína árið 1937 til að bæta Kína við heimsveldi sitt sömdu deiluaðilar tímabundinn frið. Strax eftir seinni heimsstyrjöldina blossuðu átökin upp að nýju.

Chiang Kai-shek flýr til Taívan (1949)

Taívan er 160 km frá strönd Kína. Eyjan kallar sig Lýðveldið Kína.

Kommúnistar fengu vopn frá Sovétríkjunum og unnu borgarastyrjöldina árið 1949. Ásamt u.þ.b. einni milljón fylgismanna sinna flúði þjóðernisleiðtoginn Chiang Kai-shek til eyjarinnar Taívan. Þar ríkti hann nánast einráður allt til dauðadags. Árið 1996 fóru fyrstu lýðræðislegu kosningarnar fram í Taívan sem hefur síðan barist gegn sameiningu við einræðisríkið Kína.

Maó innlimar Tíbet (1950)

Árið 1959 gerðu Tíbetar árangurslausa uppreisn gegn hernámi Kínverja. Dalai Lama flúði síðan til Indlands.

Í október 1950 fóru 40.000 kínverskir hermenn yfir landamærin inn í hið sjálfstæða land Tíbet. Innrásin leiddi til orrustunnar við Chamdo, þar sem 5.738 tíbetskir hermenn voru drepnir að sögn Zhang Guohua hershöfðingja sem stjórnaði herferð Kínverja. Maó innlimaði síðan Tíbet í Kína – að vísu með sjálfræði. Níu árum síðar var sjálfstjórn afnumin.

Qin Shi Huangdi var mjög farsæll leiðtogi. Aðeins 13 ára gamall varð hann konungur í ríkinu Qin og eftir fjölda landvinninga varð hann keisari yfir nánast öllu því svæði sem í dag er Kína.

Kína sveltur í „Stóra framfarastökkinu“ (1958)

Bændur safna málmgrýti í opinni námu meðan á „Stóra stökkinu“ stendur.

Maó átti sér þann draum að breyta fátæku landi sínu úr bændasamfélagi í iðnveldi. 23 héruð Kína áttu að keppa hvert við annað um að framleiða sem mest járn, stál, sement og fleira. Til þess að hin metnaðarfullu markmið næðust var allt frá skrifstofufólki til bænda sent til búsetu í samvinnusamfélögum til að strita í iðnaði. Matvælaframleiðsla Kína dróst saman og hungursneyðin kostaði 20-55 milljónir Kínverja lífið.

Menningarbyltingin færir Maó völdin aftur. (1966)

Í menningarbyltingunni voru andstæðingar Maós og tilfallandi fórnarlömb opinberlega niðurlægð og dæmd til margra ára innilokunar í vinnubúðum. SKOÐA

Eftir að „Stóra framfarastökkið“ mistókst, var Deng Xiaoping settur í að laga efnahag Kína. En árið 1966 hvatti Maó námsmenn landsins til að handtaka pólitíska andstæðinga sína – og alla sem fylgdu ekki leiðbeiningunum í bók sinni, Rauða kverinu. Allt að tvær milljónir Kínverja fórust.

Nixon rýfur einangrun Kína (1972 )

Nixon var fyrsti forseti Bandaríkjanna sem heimsótti kommúnista-Kína og tók í hönd Maós.

Í áratugi hafði áróður kommúnista kennt Kínverjum að hata „heimsyfirráðastefnu“ Bandaríkjanna. Þrátt fyrir það bauð Maó Nixon forseta Bandaríkjanna í heimsókn árið 1972. Kína hafði sagt skilið við Sovétríkin og reyndi nú að bæta samskiptin við stórveldið USA. Fundurinn endurreisti diplómatísk samskipti milli landanna og ruddi brautina fyrir síðari tíma fjárfestingar Bandaríkjamanna í Kína.

Réttindi Hong Kong fótum troðin (2014)

Í mótmælunum 2019 neyddi Peking Hong Kong til að loka mikilvægum fjölmiðlum og handtaka 10.000 mótmælendur.

Árið 1997 rann út 99 ára leigusamningur Breta á Hong Kong. Borgríkið varð aftur hluti af Kína og 6,5 milljónir íbúa þess fengu sjálfstjórn. En árið 2014 kom í ljós að kommúnistastjórnin í Peking stóð ekki við samkomulagið og krafðist til dæmis fyrirframsamþykkis umsækjenda um æðsta embætti borgarríkisins, æðsta framkvæmdastjóra. Í 79 daga mótmæltu íbúar Hong Kong þessum afskiptum. Árið 2019 reyndi Peking að fá Hong Kong til að samþykkja lög sem gætu, til lengri tíma litið, þýtt að íbúar Hong Kong stæðu frammi fyrir dómstól annars staðar í Kína. Ein milljón mótmælenda þusti út á götur og fékk lagasetningunni frestað um óákveðinn tíma.

Kína styður hernaðarhyggju Pútíns (2022)

Xi Jinping kallar Pútín „góða, gamla vin“ sinn.

Frá innrás Pútíns í Úkraínu 24. febrúar 2022 hefur Kína tvöfaldað viðskipti sín við Rússland. Eftir því sem best er vitað selur Xi Jinping forseti Rússum ekki vopn heldur hráefni fyrir vopnaiðnað Pútíns. Xi Jinping hefur heitið því að Kína verði aldrei niðurlægt aftur.

HÖFUNDUR: JANNIK PETERSEN

Lai Afong/Wikimedia Commons. © Richard Simkin/Wiki Commons. © Getty Images. © Shutterstock. © Getty Images. © Wikimedia Commons. © White House Photo Office Collection.

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Náttúran

Hversu gamlar geta plöntur orðið?

Læknisfræði

Hvað er iðraólga (ristilkrampar)?

Alheimurinn

Leitað að lífi í öðrum alheimum

Lifandi Saga

Hvað er „dagur hinna sjö sofandi“?

Náttúran

Ævagamalt sæskrímsli fannst í Mexíkó

Menning og saga

6.000 ára gamalt lík afhjúpa furðulega greftrunarsiði

Lifandi Saga

Vesturlönd og Saddam gáfu Kína efnahagsvöðva

Lifandi Saga

Af hverju heitir það keisaraskurður? 

Maðurinn

Rannsóknir afhjúpa: Svona getur hass breytt heila fósturs

Tækni

Hvernig virka púðurskot?

Maðurinn

Leiði er ofurkraftur okkar

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is