Til eru alveg sérstakar fjarplánetur sem nefndar hafa verið ofurheitar Júpíterplánetur. Öfugt við þann Júpíter sem við þekkjum eru þær mjög nálægt móðurstjörnunni og því verður yfirborðið mjög heitt.
Stjörnufræðingar eiga þó í erfiðleikum með að rannsaka þessa hnetti vegna hins öfluga ljóss frá stjörnunni.
Vísindamenn hjá Weizmann-vísindastofnuninni í Ísrael hafa nú fundið slíkan hnött í svonefndu tvístirni – þar sem tvær sólir snúast hvor um aðra.
Þessi brúni dvergur gæti reynst lykill að auknum skilningi á fyrirbrigðinu – og að auki er þetta heitasti hnöttur af þessu tagi sem fundist hefur. Þetta kemur fram í grein í vísindatímaritinu Nature Astronomy.
Með litrófsgreiningum frá VLT-sjónauka suður-evrópsku athugunarstöðvarinnar í Chile tókst vísindamönnum að finna þetta sérkennilega tvístirni sem er í 1.400 ljósára fjarlægð.
Sjaldgæft kerfi
Í þessu tvístirniskerfi eru tveir hnettir. Önnur er hvítur dvergur – leifar af stjörnu sem hefur brennt upp allri orku í kjarnanum og lýsir því dauft, í þessu tilviki er ljósmagnið um 1/10.000 af ljósi venjulegrar stjörnu.
Hin er brúnn dvergur sem hvorki telst stjarna né pláneta. Massinn er ámóta og í gasrisa á borð við Júpíter og litla stjörnu. Þessi massi dugar til að koma í veg fyrir að móðurstjarnan gleypi hnöttinn.
Það telst sérkennilegt að brúni dvergurinn skuli vera svo stór í hlutfalli við móðurstjörnuna.
Tölvugerð mynd af hinum ofurheita Júpíter KELT-9b, sem er í tvístirniskerfi með nágrannastjörnu sinni KELT-9. Nýfundna kerfið er svipað þessu kerfi - hins vegar er KELT-9b ,,aðeins" 4.327 °C.
Að finna slíkan hnött hjá svo daufri stjörnu má kalla draum allra stjarneðlisfræðinga. Það gerir nefnilega kleift að rannsaka þennan ofurheita brúna dverg sem hefur fengið heitiðWDOO32317B.
„Þyngdarafl stjörnunnar getur splundrað hnöttum sem koma of nálægt en þessi brúni dvergur er þéttur í sér. Massinn er 80 sinnum meiri en massi Júpíters en þjappaður saman í stærð Júpíters,“ útskýrir Na‘ama Hallakoun hjá Weizmann-vísindastofnuninni í fréttatilkynningu.
Brúni dvergurinn kemur þó á óvart á fleiri sviðum. Hann er nefnilega sá heitasti sem fundist hefur.
Rétt eins og tunglið okkar er þessi heiti Júpíter í læstri stöðu sem þýðir að sama hliðin snýr alltaf að móðurstjörnunni. Hitinn á þeirri hlið er 7.000-9.500 gráður en 1.000-2.700 gráður á bakhliðinni. Til samanburðar er yfirborðshiti sólarinnar okkar 5.550 stig.
Að meðaltali berast um 342 vött á hvern fermetra yfirborðs Jarðar í stöðugri geislun sólarinnar. En þökk sé góðum eiginleika yfirborðsins til að endurkasta ljósi verður plánetan ekki stöðugt heitari.