Læknisfræði

Soðnir kettir læknuðu nánast allt á miðöldum

John frá Gaddesden gaf út viðamikið læknisfræðirit á 14. öld sem læknar í Englandi gátu stuðst við. Í lækningaskyni mælti hann m.a. með soðnum innyflum katta.

BIRT: 21/04/2024

Árið 1304 setti enski læknirinn John frá Gaddesden sér markmið: Hann hugðist semja allsherjarrit um læknis- og lyfjafræði sem starfsbræður hans gætu notað sem uppflettirit til að finna viðeigandi lækningameðferð.

 

Bókina kallaði hann „Rosa medicinae“, því líkt og rósin var álitin vera fremst allra blóma taldi höfundurinn sem ekki beinlínis leið fyrir hógværð, verk sitt vera það fremsta sem nokkur læknir hefði samið.

 

Brýn þörf var fyrir læknisfræðirit í Englandi á miðöldum því þriðja hvert barn lést á fyrsta aldursári, meðalaldur fólks var einungis 50 ár, auk þess sem faraldrar geisuðu reglulega og drógu hundruð þúsunda til dauða.

 

Líkt og hefðin bauð vitnaði John frá Gaddesden í ýmsa gríska og rómverska heimspekinga sem ritað höfðu um það rösklega þúsund árum fyrr hvernig þeir teldu líkamann starfa.

 

Í ritinu „Rosa medicinae“ var enn fremur að finna ýmsar lækningaaðferðir sem höfundurinn hafði frá enskum starfsbræðrum sínum, skottulæknum eða hafði sjálfur reynslu af að beita. John frá Gaddesden mælti t.d. með þessari lækningu gegn timburmönnum:

 

„Þvoið eistun upp úr salti og ediki“.

Fjölmörg læknisfræðirit frá miðöldum innihalda ráð til að rannsaka neðri svæði líkama sjúklings. Hér myndasyrpa úr frönsku riti.

Konur skyldu hins vegar smyrja blöndunni á brjóst sín. Báðum kynjum ráðlagði hann að snæða kál og sykur þar til þynnkan færi að dvína.

 

Farið í bað með soðnum ketti

Sjúklingar sem þjáðust af slæmum verkjum í útlimum höfðu hins vegar þörf fyrir svæsnari aðferð:

 

„Takið tvo unga ketti, skerið upp á þeim kviðinn og fjarlægið innyflin sem þið síðan sjóðið með ýmsum jurtum. Notið síðan vatnið til að baða sjúklinginn í“.

Hvað varð fólk gamalt á miðöldum?

 

Lestu meira

Annar möguleiki var samkvæmt bókinni að „sjóða fitu úr ketti og hundi og fylla síðan vömbina á fláðum, svörtum ketti með fitunni. Þá skyldi steikja köttinn og bera soðið á alla þá staði sem viðkomandi fyndi til í“.

HÖFUNDUR: SØREN FLOTT

Shutterstock

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Lifandi Saga

Hanukkah: Kraftaverkahátíð gyðinga

Náttúran

Hvað eru eldur og logar?

Náttúran

Hvernig stendur á því að bæði heitt vatn og kaldur ís fljóta á vatni?

Alheimurinn

Hvað eru norðurljós?

Heilsa

Tilraun: Langvarandi fasta getur haft neikvæð áhrif

Náttúran

Hvað eru heimsálfurnar margar?

Maðurinn

Draumráðningar – Hvað þýða draumar þínir?

Náttúran

Vetrardvali tryggir lífsskilyrði dýra

Maðurinn

Góðir erfðavísar gera andlitið skakkt: Fögnum ósamhverfu!

Tækni

Ný rafhlöðutækni fyrir rafbíla dregur verulega úr hleðslutíma

Maðurinn

Fólk fætt í sveit er betur áttað.

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is