Alheimurinn

Sólmyrkvi 2024 – Hvað er það og hvenær sést hann á Íslandi?

Dimmur skuggi læðist yfir sólina á (vonandi sólríkum) degi í núna í apríl en þann 8. getur þú séð deildarmyrkva á Íslandi. Fáðu þér sólmyrkvagleraugu og njóttu dansins milli tungls og sólar.

BIRT: 06/04/2024

Sólmyrkvi 2024

Þann 8. apríl 2024 mun almyrkvi á sólu varpa skugga sínum yfir jörðina.

 

Hægt og rólega mun tunglið renna sér fyrir sólu og á augabragði mun eitt stórbrotnasta fyrirbæri sólkerfisins draga úr dagsbirtunni.

 

Almyrkvi verður í kringum norðurhluta Mexíkó sem og hluta 15 fylkja Bandaríkjanna og suðausturhluta Kanada.

 

Deildarmyrkvi verður frá Íslandi séð.

 

En hvað gerist í raun og veru við sólmyrkva? Og hver er munurinn á hinum mismunandi sólmyrkvum?

 

Hvað er sólmyrkvi?

Sólmyrkvi verður þegar tunglið staðsetur sig nákvæmlega á milli jarðar og sólar. Þegar sólmyrkvi er alger þekur tunglið alla sólskífuna þannig að geislar sólarinnar sjást ekki.

 

Almyrkvar á sólu  er bara náttúruleg tilviljun: þvermál sólarinnar er 400 sinnum meira en þvermál tunglsins, en fjarlægðin er líka 400 sinnum meiri.

 

Þannig séð frá jörðu eru tunglið og sólin um það bil jafn stór. Hefði tunglið verið eitthvað minna gæti ekki myndast almyrkvi.

 

Tunglið ferðast einn hring um jörðina í hverjum mánuði.

 

Ástæðan fyrir því að ekki er sólmyrkvi í hverjum mánuði er að braut tunglsins um jörðina er ekki samsíða braut jarðar.

 

Því er það aðeins við mjög sérstakar aðstæður sem sólmyrkvi verður.

Þegar tunglið staðsetur sig nákvæmlega á milli jarðar og sólar sem sólmyrkvi verður.

Almyrkvi

Almyrkvi verður sem sagt þegar tunglið rennur hægt fyrir sólu og hylur alla sólarskífuna svo sólkórónan birtist.

 

Smám saman fer að sjást meira í sólarskífuna og dagsbirtu fer að gæta á ný.

 

Vegna snúnings jarðar varir myrkvinn aðeins í stuttan tíma á hverjum stað fyrir sig.

 

Almyrkva er hægt að upplifa einhvers staðar á jörðinni á um 18 mánaða fresti að meðaltali, en að það gerist aftur á tilteknum stöðum er afar sjaldgæft – að meðaltali gerist það aðeins á u.þ.b. 400 ára fresti.

Almyrkvi verður þegar tunglið færist fyrir sólu og jörðu og varpar myrkasta hluta skuggans – alskugga eða umbra - á jörðina.

Hringmyrkvi

Ef tunglið er staðsett nákvæmlega fyrir framan sólina  en tunglið er of langt í burtu til að skyggja á alla sólina fáum við hringmyrkva.

 

Hringmyrkvi er því svipaður og almyrkvi, en sólin birtist sem bjartur hringur  utan um dimman skugga tunglsins og þaðan kemur nafnið hringmyrkvi.

Við hringmyrkva nær tunglið ekki að skyggja á alla sólina og þá sést þunnur sólhringur umhverfis brún tunglsins

Deildarmyrkvi

í deildarmyrkva þekur tunglið ekki alla sólarskífuna og er þessi tegund sólmyrkva mun algengari og sést á mun stærra svæði en almyrkvar og hringmyrkvar.

 

Deildarmyrkva má oft sjá utan þeirra svæða þar sem sjá má almyrkvann eða hringmyrkvann.

 

Deildarmyrkvi getur þó líka sést án þess að aðrir myrkvar verði.

Deildarmyrkvi verður þegar tunglið færist fyrir sólu og jörðu en ekki í beinni línu.

Blandaður myrkvi

Ef almyrkvi hefst eða lýkur með hringmyrkva er hann kallaður blandaður myrkvi.

 

Þessi tegund er frekar sjaldgæf og sést næst 14. nóvember árið 2031 og mun sjást I Bandaríkjunum og norður- og vesturhluta Suður-Ameríku.

Sjáðu myndir af mismunandi myrkvum

Smelltu á mynd til að sjá hana stærri með lýsingu

Hversu lengi varir sólmyrkvi?

Fræðilega séð getur sólmyrkvi séður frá jörðu varað í allt að sjö mínútur og 32 sekúndur.

 

En næsti sólmyrkvi sem varir í meira en sjö mínútur mun ekki eiga sér stað fyrr en árið 2150 – yfir Kyrrahafi.

Almyrkvi séður frá jörðu stendur oftast yfir í nokkrar mínútur

Í hraðfleygri þotu er hægt að ferðast með skugganum færa sig yfir jörðina.

 

Sumarið 1973 fylgdi frumgerð Concordeþotu sólmyrkva í 17.000 metra hæð yfir Afríku á 2100 km/klst. Þannig var hægt að fylgjast með myrkvanum í 74 mínútur.

 

Myndskeið: Horfðu á sólmyrkva færast yfir Bandaríkin

Myndbandið sýnir almyrkva árið 2017.

Hvenær er næsti sólmyrkvi?

Fastar brautir og stöðug umferðartímabil tunglsins og jarðar gera stjörnufræðingum kleift að spá fyrir um sólmyrkva með mikilli nákvæmni.

 

Og næsta almyrkva á jörðinni má sjá í nokkrum löndum á norðurhveli jarðar, þar á meðal í Bandaríkjunum og Kanada, 8. apríl 2024.

 

Síðasti almyrkvi í Evrópu var 20. mars árið 2015 og sá næsti verður ekki fyrr en 12. ágúst árið 2026.

Þannig sérðu deildarmyrkvann

Hvenær og hvar:  Í Reykjavík mun sólmyrkvinn vara frá því um kl. 18:49  til kl. 20:28, og hámark sólmyrkvans verður um kl 19:40. Timasetningar eru örlítið mismunandi eftir því hvar þú ert á landinu.

 

Lengd: Ein klukkustund og 40 mínútur.

 

Sýnileiki: Þegar þú horfir á myrkvann skaltu vera með sérstök hlífðargleraugu sem hindra hættulega útfjólubláa geisla sólarinnar – annars áttu á hættu að skemma augun verulega.

 

Ljósmyndun: Ef þú vilt taka myndir er gott að nota ljóssíur og svo nota þrengsta ljósop myndavélarinnar og mesta mögulega lokunarhraða.

Sólmyrkva-dagatal

Á þessu yfirliti getur þú séð hvenær almyrkvar, hringmyrkvar og deildarmyrkvar verða á næstu árum.

Almyrkvi

  • 8. apríl 2024 – Deildarmyrkvi á Íslandi

 

  • 12. ágúst 2026 – Almyrkvi á Íslandi

 

  • 2. ágúst 2027

 

Hringmyrkvi

  • 2. október 2024

 

  • 17. febrúar 2026

 

  • 6. febrúar 2027

 

Deildarmyrkvi

  • 29. mars 2025

 

  • 21. september 2025

 

  • 14. janúar 2029

 

Blandaður myrkvi

  • 14. nóvember 2031

 

Það er ekki bara sólin sem myrkvast. Lestu hér um tunglmyrkva.

 

HÖFUNDUR: Malene Breusch Hansen

Shuttersock

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Lifandi Saga

Gallerí: Baráttan við náttúruöflin

Lifandi Saga

Miðaldir voru tími svikahrappanna: Sérfróðir í svikum og prettum 

Lifandi Saga

Hversu margir bjuggu í Ameríku þegar Kólumbus bar að garði?

Lifandi Saga

Öll von slokknaði í fangelsum 19. aldarinnar

Maðurinn

Streita veldur ofþyngd

Maðurinn

Svartir punktar afhjúpa getgátur heilans

Alheimurinn

Hvað ef jörðin væri í öðru sólkerfi?

Náttúran

Skoðið myndirnar: Úlfar hegða sér eins og allt önnur dýr

Alheimurinn

Ótrúlegt afrek: Nemendur slá nokkur heimsmet með heimagerðri eldflaug

Náttúran

Hversu stór gátu skorkvikindi orðið?

Lifandi Saga

Olíuborpallur springur: Eldhaf í Norðursjó

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.