Alheimurinn

Tunglmyrkvi – Hvað er það og hvenær sést tunglmyrkvi á Íslandi?

Tunglmyrkvi getur verið af þremur gerðum. Hvaða fyrirbrigði er þetta og hvenær sjáum við næst tunglmyrkva?

BIRT: 27/10/2023

Hvað er tunglmyrkvi – Blóðmáni – almyrkvi – Deildarmyrkvi – Hálfskuggamyrkvi

Tunglmyrkvi

Við sólmyrkva verður hluti umhverfisins dökkur eða jafnvel verður almyrkvað. Í samanburðinum er tunglmyrkvi talsvert fallegra náttúrufyrirbrigði.

 

Séu aðstæður alveg réttar verður tunglið rauðleittt og það fyrirbrigði kallast blóðmáni.

 

Til að skoða tunglmyrkva þarf ekki sérstakan búnað, öfugt við sólmyrkva en þá þarf að hafa sérstök hlífðargleraugu. Við tunglmyrkva verður ljósið nefnilega einungis daufara en ljósið frá venjulegu, fullu tungli.

 

HVAÐ ER TUNGLMYRKVI?

Tunglmyrkvi verður þegar tunglið fer bak við jörðina (frá sólinni séð) og inn í skugga hennar.

 

Braut tunglsins um jörðina hallar um því sem næst fimm gráður og því þurfa aðstæður að verða nokkuð sérstakar til að tunglmyrkvi verði. Tunglið þarf að vera fullt og sól, jörð og tungl þurfa að standa nákvæmlega í beinni línu. Til þess að svo verði þarf tunglið að skera braut jarðar um sólu og vera þannig í sama fleti.

 

maaneformoerkelse-hvordan-opstaar

Sólin skín á jörðina en bak við hana myndast keilulaga skuggi sem skiptist í alskugga innst og hálfskugga utar. Þegar tunglið fer allt alla leið inn í alskuggann, verður almyrkvi á tungli.

Skugginn getur fallið mismikið á tunglið. Þegar hluti tunglsins lendir utan skuggans sést sneið af tunglinu eins og venjulega og tunglmyrkvinn er þá kallaður deildarmyrkvi.

 

Skugginn er keilulaga og mjókkar eftir því sem fjær dregur jörðu. Skuggakeilan teygir sig meira en milljón kílómetra út í geiminn og þar eð tunglið er „aðeins“ í 400.000 km fjarlægð frá jörðu, getur það farið allt inn í skuggann.

 

Þrjár gerðir tunglmyrkva

Til eru þrjár gerðir tunglmyrkva

 

* Almyrkvi

 

* Deildarmyrkvi

 

* Hálfskuggamyrkvi

 

BLÓÐMÁNI – ALMYRKVI Á TUNGLI

Við almyrkva á tungli er tunglið allt inni í skugga jarðar. Þar er ekkert sólskin. Það er við slíkar aðstæður sem fyrirbrigðið „blóðmáni“ verður til.

 

Tunglið gefur sjálft ekki frá sér neitt ljós og það gerir jörðin ekki heldur. Það kann að virðast merkilegt að einmitt í skugganum, þar sem ekkert sólskin er, skuli tunglið taka á sig rauðleitan blæ.

 

Ástæðan er sú að gufuhvolf jarðar sveigir ljósið og það er einungis langar ljósbylgur, rautt og appelsínugult ljós, sem nær í gegnum gufuhvolfið og kemst inn í skuggann.

 

Bláleitt ljós hefur styttri bylgjulengd. Það ljós dreifist af sameindum og örðum í gufuhvolfinu og nær aldrei til tunglsins. Þegar rauðleitara ljós nær til tunglsins, endurkastast það og skapar tunglinu þennan rauðleita blæ.

 

Hefði jörðin ekki gufuhvolf yrði tunglið alveg myrkvað í tunglmyrkva.

 

Sjáðu myndbandið: NASA myndar almyrkva á tungli

Þann 31. janúar 2018 fór fullt tungl inn í skugga jarðar þannig að úr varð almyrkvi og tunglið fékk jafnframt á sig rauðleitan blæ. NASA fangaði þetta á mynd og í myndskeiðinu má sjá atburði næturinnar klippta saman.

DEILDARMYRKVI Á TUNGLI

Deildarmyrkvi verður þegar aðeins hluti tunglsins fer inn í alskuggann. Þá virðist sem hluti tunglsins sé horfinn, ekki ósvipað því sem einhver hefði fengið sér bita.

Við deildarmyrkva verður hluti tunglsins alveg myrkvaður.

Næsti deildarmyrkvi á tungli verður 18. september 2024.

HÁLFSKUGGAMYRKVI Á TUNGLI

Við hálfskuggamyrkva fer tunglið einungis inn í hálfskuggann og verður bara dálítið birtudaufara en venjulega. Hálfskuggamyrkva getur því verið erfitt að greina.

 

Almyrkva á tungli fylgir óhjákvæmilega alltaf hálfskuggamyrkvi, þar sem tunglið þarf að fara inn í gegnum hálfskuggasvæðið til að komast inn í alskuggann.

 

Hve lengi varir tunglmyrkvi?

Tunglmyrkvar standa mun lengur yfir en sólmyrkvar.

 

Almyrkvi á sólu stendur aðeins í örfáar mínútur, tunglmyrkvi stendur í nokkra tíma.

 

Hvenær sjáum við tunglmyrkva næst?

Líkt og sólmyrkvar eru tunglmyrkvar fremur sjaldgæfir en það er þó ekki langt þangað til við sjáum deildar- eða almyrkva á tungli.

 

* 18. september 2024 – Deildarmyrkvi

 

* 7. september 2025 – Almyrkvi

 

HÖFUNDUR: KARINE KIRKEBÆK , CHARLOTTE KJÆR

Shutterstock,© Lasse Alexander Lund-Andersen,

Náttúran

Hvernig bárust kettir til Ameríku?

Heilsa

Er mikið um kyrrsetu hjá þér í vinnunni? Þá getur kaffi lengt líf þitt samkvæmt stórri rannsókn.

Heilsa

Er mikið um kyrrsetu hjá þér í vinnunni? Þá getur kaffi lengt líf þitt samkvæmt stórri rannsókn.

Heilsa

Lækning gegn útbreiddum meltingartruflunum finnst í flestum eldhúsum.

Heilsa

Lækning gegn útbreiddum meltingartruflunum finnst í flestum eldhúsum.

Tækni

140.000 veirutegundir hafa fundist í þarmaflórunni

Maðurinn

Kornabörn þekkja móðurmálið sitt

Alheimurinn

Tvíburi Vetrarbrautarinnar finnst í útjaðri alheimsins

NÝJASTA NÝTT

Náttúran

Risaeðlubeinagrind seld fyrir meira en sex milljarða króna á uppboði.

Alheimurinn

Fullt tungl 2024 – Hvenær er tunglið fullt?

Heilsa

Líkamleg snerting er mikilvæg milli föðurs og ungabarns

Maðurinn

Vísindamenn vara við langvarandi notkun á snuði

Lifandi Saga

Ísraelski vígamaðurinn: Vill lifa í friði með Palestínumönnum

Maðurinn

Er hægt að verða gráhærður á einni nóttu?

Heilsa

Hrotur geta verið vísbending um hjartasjúkdóm: Einn hópur er í sérstakri áhættu

Náttúran

Af hverju eru lauf trjáa með mismunandi lögun?

Jörðin

99 stórborgir eru að sökkva

Maðurinn

Munnvatnið er fullt af eitri

Náttúran

Risaeðlubeinagrind seld fyrir meira en sex milljarða króna á uppboði.

Alheimurinn

Fullt tungl 2024 – Hvenær er tunglið fullt?

Heilsa

Líkamleg snerting er mikilvæg milli föðurs og ungabarns

Maðurinn

Vísindamenn vara við langvarandi notkun á snuði

Lifandi Saga

Ísraelski vígamaðurinn: Vill lifa í friði með Palestínumönnum

Maðurinn

Er hægt að verða gráhærður á einni nóttu?

Heilsa

Hrotur geta verið vísbending um hjartasjúkdóm: Einn hópur er í sérstakri áhættu

Náttúran

Af hverju eru lauf trjáa með mismunandi lögun?

Jörðin

99 stórborgir eru að sökkva

Maðurinn

Munnvatnið er fullt af eitri

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Lifandi Saga

Af hverju er rússneskur bær í Noregi?

Lifandi Saga

Af hverju er rússneskur bær í Noregi?

Jörðin

Leiða loftslagsbreytingar til fleiri jarðskjálfta?

Jörðin

Leiða loftslagsbreytingar til fleiri jarðskjálfta?

Maðurinn

Heilsa okkar ræðst af blóðinu

Náttúran

Topp 5: Hvaða dýr stunda lengsta mökun?

Lifandi Saga

Sósíaldarwinistarnir lýstu yfir stríði gegn fátækum

Lifandi Saga

BNA á barmi borgarastyrjaldar: Nasista-prestur vildi bylta lýðræðinu

Vinsælast

1

Alheimurinn

Fullt tungl 2024 – Hvenær er tunglið fullt?

2

Maðurinn

Er hægt að verða gráhærður á einni nóttu?

3

Maðurinn

Vísindamenn vara við langvarandi notkun á snuði

4

Heilsa

Líkamleg snerting er mikilvæg milli föðurs og ungabarns

5

Heilsa

Hrotur geta verið vísbending um hjartasjúkdóm: Einn hópur er í sérstakri áhættu

6

Lifandi Saga

Ísraelski vígamaðurinn: Vill lifa í friði með Palestínumönnum

1

Alheimurinn

Fullt tungl 2024 – Hvenær er tunglið fullt?

2

Maðurinn

Vísindamenn vara við langvarandi notkun á snuði

3

Heilsa

Líkamleg snerting er mikilvæg milli föðurs og ungabarns

4

Lifandi Saga

Ísraelski vígamaðurinn: Vill lifa í friði með Palestínumönnum

5

Náttúran

Risaeðlubeinagrind seld fyrir meira en sex milljarða króna á uppboði.

Lifandi Saga

Nasistaveiðar meðal óvina 

Lifandi Saga

Nasistar leituðu arísks menningarheims í Tíbet

Glæpir

Newton upprætti peningafölsun í Englandi

Lifandi Saga

5 ástæður þess að BNA er einungis með tvo flokka 

Maðurinn

Hve lengi hefur krabbamein hrjáð mannkynið?

Maðurinn

Við getum lifað án heilastofns

Náttúran

Vísindamenn kortleggja nú heimshöfin

Heilsa

41 næringarríkustu fæðutegundir jarðar

Menning og saga

Leynirými í 4.400 ára gömlum egypskum pýramída

Heilsa

Vísindamenn hafa fundið mikilvægan eiginleika sem er sameiginlegur öllum sem náð hafa 100 ára aldri.

Lifandi Saga

Belgía biður Kongó afsökunar – með tönn

Lifandi Saga

Af hvaða kynstofni var Kleópatra?

Risaeðlubeinagrind seld fyrir meira en sex milljarða króna á uppboði.

Risaeðlubeinagrindin ,,Apex” seldist fyrir 44,6 milljónir dollara eða sem svarar 6,2 milljörðum króna.

Náttúran

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

 • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
 • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
 • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
 • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
 • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
 • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
 • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is