Lifandi Saga

Sósíaldarwinistarnir lýstu yfir stríði gegn fátækum

Þegar fátækrahverfin skutu upp kollinum í breskum iðnaðarborgum varð ljóst að hugmyndir Adams Smith um samkennd samfara kapítalismanum höfðu ekki gengið eftir. Hópur hugmyndafræðinga setti fram lausnina: Fátækt er náttúrulögmál.

BIRT: 29/06/2024

Bandaríkin, 1880

Um 1880 tók bandaríski presturinn William Graham Sumner upp pennann sinn og settist við skriftir. Hann var fullur gremju og þurfti að blása. Vissulega segir biblían að „hógværir“ muni erfa jörðina en persónulega var hann búinn að fá nóg af því að kirkjan skyldi alltaf taka málstað hinna fátæku.

 

„Meðbræður okkar eru keppinautar okkar um takmörkuð gæði náttúrunnar,“ skrifaði hann.

 

„Náttúran er hlutlaus; hún gefur þeim sem taka til sín af mestri atorku og eljusemi. Hún gefur hinum hæfustu án tillits til nokkurs annars. Við eigum ekki annarra kosta völ. Við getum annað hvort búið við frelsi og ójöfnuð þannig að hinir hæfustu lifi af eða ófrelsi og jöfnuð sem leiðir til þess að hinir vanhæfustu lifi af.“ Þessu sló Sumner föstu og bætti við:

 

„Það er hið fyrrnefnda sem drífur samfélagið áfram til hagsbóta fyrir þá bestu en hið síðarnefnda leiðir til hnignunar sem gagnast þeim verstu.“

Séra William Graham Sumner var talsmaður frjálsra markaðsafla - hann átti ekkert eftir handa fátækum.

Með því að vísa til náttúrunnar ásamt því að hinir hæfustu lifi af tengdi Sumner kenningu sína við tímamótakenningu samtíma síns, þróunarkenningu Darwins.

 

Sumner var ekki einni á báti. Svonefndir sósíaldarwinistar þróuðu á 19. öld öfluga hugmyndafræði með því að tengja saman þróunarkenningu Darwins og hugmyndir Adams Smith um kapítalískt samfélag. Eftir fyrri heimsstyrjöld sótti svo frægur þýskur popúlisti innblástur í þessa hugmyndafræði.

 

Fátækir áttu að vera fátækir

Bók Charles Darwins, Uppruni tegundanna, kom út 1859. Í þessu riti skýrði Darwin á strangvísindalegan hátt m.a. ástæður þess að sumar tegundir dýra og plantna lifðu af en aðrar liðu undir lok.

 

Til skýringar notaði Darwin orðalag á borð við „hinir hæfustu lifa af“ og „barátta um tilvist“ – orðalag sem hann tók að láni frá þekktum vísindamönnum og hugmyndasmiðum, hagfræðingnum Thomas Malthus og félagsfræðingnum Herbert Spencer.

 

Báðir höfðu þeir skrifað um atferli manna í kapítalísku samfélagi.

Höfundur þróunarkenningarinnar setti sjálfur fram hugmynd sem gat sem best réttlætt túlkun sósíaldarwinista á kenningu hans.

Charles Darwin var ekki saklaus

Charles Darwin rannsakaði dýr og plöntur í 20 ár áður en hann gekk endanlega frá riti sínu um þróun tegunda. Dálitlir hnökrar á vísindalegri nákvæmni áttu eftir að auðvelda eftirkomendum mannfjandsamlegar hugmyndir, byggðar á þróunarkenningunni.

 

Árið 1859 kom bókin Uppruni tegundanna út. Í henni setti Charles Darwin fram kenninguna um náttúruúrval. Samkvæmt kenningunni voru það þær plöntur og dýr sem best höfðu aðalagast aðstæðum sínum sem lifðu af og gátu skilað erfðamassa sínum áfram til næstu kynslóðar.

 

Kenningin byggðist á áratuga rannsóknum en þótt hún fjallaði í raun um tegundir, gat Darwin ekki stillt sig um að heimfæra hana upp á samfélag manna:

 

„Það er ástæða til að ætla að bólusetning hafi bjargað þúsundum sem annars hefðu dáið úr bólusótt. Enginn sem hefur tekið þátt í ræktun húsdýra, getur velkst í vafa um að þetta sé mannkyninu mjög skaðlegt,“ skrifaði Darwin í grein árið 1871.

 

Í bókum sínum lagði Darwin reyndar áherslu á mikilvægi samkenndar og samhjálpar varðandi hæfni tegundarinnar til að lifa af. Nýttu sósíaldarwinistar sér kenningu hans til að halda því fram að í lífskapphlaupinu væru allir á móti öllum og að sá sterkasti hefði alltaf rétt fyrir sér.

Hagfræðingurinn Malthus hafði strax 1798 varað við því að gefa fátæklingum meiri peninga: „Ef verkamenn sem nú fá 18 penný í daglaun, fengju í staðinn heila fimm skildinga (um fimmfalt meira ritstj.) frá ríkum velgjörðamönnum, þá mætti ætla að þeir gætu lifað góðu lífi og leyft sér að borða kjöt á hverjum degi. En þannig er það ekki.“

 

Malthus taldi að fátækrahjálp myndi valda verðhækkunum sem kæmu sér illa fyrir alla. Allar umbætur á kjörum fátækra myndu leiða til þess að þeir fjölguðu sér hraðar og hann var sannfærður um að það myndi á endanum leiða af sér mikla hungursneyð.

 

„Hæfni mannfjöldans til að stækka er óendanlega miklu meiri en hæfni jarðarinnar til að framleiða næringu fyrir mannfjöldann,“ skrifaði Malthus.

 

Lausnin dauði og eyðilegging

Auk stríða, sultar og farsótta var það einungis fátækt verkalýðsins – og meðfylgjandi erfiðleikar til fjölgunar – sem gat komið í veg fyrir þá almennu hungursneyð sem Malthus var sannfærður um að gæti gert endanlega út af við mannkynið á næstu áratugum.

 

Sú bölsýni rættist þó ekki. Vélvæðing landbúnaðar og stækkun ræktarlanda ásamt aukinni verslun kom í veg þann fjöldadauða sem hann spáði.

„Það er óhugsandi að maður sem á fjármagn geti verið jafn þeim sem ekki á fjármagn.“

William Graham Sumner leit á fátæklinga sem óverðuga.

Hungur varð engu að síður alvarlegt vandamál fyrir hluta íbúa. Um miðja 19. öld var iðnvæðingin á fullri ferð en færði hreint ekki með sér þá almennu velsæld sem Adam Smith, faðir kapítalismans, hafði séð fyrir sér.

 

Karlmenn konur og börn þræluðu í verksmiðjum í allt að 16 tíma á dag fyrir sultarlaun en kapítalistarnir græddu á tá og fingri. Til að réttlæta þennan ójöfnuð gripu heimspekingar og hagfræðingar til kenninga Adams Smith og Charles Darwin.

 

Kapítalisminn skyldi stýra þróun

Enski vísindamaðurinn Herbert Spencer beitti kenningum Darwins til að rökstyðja andstöðu sína við inngrip stjórnvalda í hagkerfið.

 

„Svo merkilegt sem það er að segja þetta núna, þegar flest menntað fólk viðurkennir sannleikann um náttúruval, þá gera menn nú allt sem þeir geta til að auka líkur hinna óheppilegustu til að lifa af,“ skrifaði Spencer 1884 sem innlegg í þá umræðu um félagslegar umbætur sem fylgdu í kjölfar fátæktarinnar sem iðnbyltingin olli.

Sósíaldarwinistar töldu rétt að láta fátæk börn svelta í hel en aðrir borgarar í London sáu fátækum börnum fyrir ódýrum mat.

Spencer var síður en svo einn um þessa skoðun. Þýski vísindamaðurinn Ernst Haeckel leit á neyð og fátækt sem nauðsynlegan hluta þess náttúruvals sem myndi tryggja framtíð tegundarinnar.

 

„Kenningin um náttúruval kennir okkur að í mannlífinu – rétt eins og meðal dýra og plantna – er óhjákvæmilegt að einungis útvalinn minnihluti muni lifa og dafna en meirihlutinn sveltur og deyr út,“ skrifaði hann.

„Starf yðar hefur átt stóran þátt í að móta afstöðu þeirra menntamanna sem standa að baki Hitler.“

Félagi bandaríska mannkynbótasinnans E.S. Cosney í bréfi til hans.

Hinum megin Atlantsála döfnuðu líka hugmyndir sósíaldarwinista.

 

„Enn er það náttúran sem útdeilir gjöfum sínum eftir verðugleikum. Nú eru það þó hinir dugmestu – ekki þeir sem hafa mesta líkamsburði – sem fá mestan afrakstur. Það er óhugsandi að maður sem á fjármagn geti verið jafn þeim sem ekki á fjármagn,“ skrifaði bandaríski presturinn William Graham Sumner.

 

Hann áleit að á sama hátt og náttúran stýrði valinu meðal plantna og dýra, væri það „hin ósýnilega hönd“ Adams Smith sem annaðist valið í hinu kapítalíska samfélagi.

Börn sem fæddust í fátækt þurftu sjálf að bæta lífskjör sín, töldu sósíaldarwinistar.

Fólk skyldi ræktað eins og dýr

Breski vísindamaðurinn Francis Galton gekk skrefinu lengra. Galton og Darwin áttu sama afa og Galton las rit frænda síns af áfergju. Einkum hreifst hann af kafla um ræktun húsdýra í Uppruna tegundanna.

 

Galton komst að þeirri niðurstöðu að unnt væri að rækta fólk á sama hátt og bóndi ræktar húsdýr með því að velja saman best gerðu einstaklingana til undaneldis.

 

„Rétt eins og við getum með nákvæmu vali ræktað hundakyn eða hesta með sérstaka eiginleika verður hægt að rækta ofurgreindan kynþátt manna með vel yfirveguðum hjónaböndum, ættlið eftir ættlið,“ skrifaði Calton 1869.

 

Hann taldi að velja ætti einstaklinga úr bresku yfirstéttinni til hjónabanda og gaf hugmynd sinni meira að segja nafnið „eugenics“ (eða mannkynbætur) „eftir því sem á grísku heitir eugenos, sem sé af góðri ætt með góða framræktaða eiginleika,“ eins og hann orðaði það.

 

Hugmyndir Caltons fengu til að byrja með dræmar undirtektir í Evrópu en í Bandaríkjunum náði tilhugsunin um mannkynbætur strax vinsældum – fyrst sem rannsóknarefni en síðar sem hugmyndafræði fjöldahreyfingar.

Sósíaldarwinistar stjórnuðu umræðunni

Sósíaldarwinistar voru áberandi í samfélagsumræðu í lok 19. aldar og á fyrri hluta 20. aldar. Boðskapur þeirra fólst m.a. í þvinguðum ófrjósemisaðgerðum og kynþáttayfirburðum.

Fátæklingar áttu að læra lexíuna

Enski heimspekingurinn Herbert Spencer taldi félagsaðstoð skaðlega. Fátækir áttu að læra af fátækt sinni að það borgaði sig að vinna til að bæta kjör sín.

Dómari leyfði ófrjósemisaðgerðir

Oliver Wendill, talinn til merkari bandarískra hæstaréttardómara, skrifaði 1927 meirihlutaálit sem leyfði þvingaðar ófrjósemisaðgerðir á konum sem teldust óheppilegar til barneigna.

Þjóðverjar voru yfirburðakynstofn

Þýski líffræðingurinn Ernst Haeckel jók þekkingu Þjóðverja á þróunarkenningu Darwins. Hann gerði sér þó almennt ekki háar hugmyndir um Breta sem hann taldi standa Þjóðverjum langt að baki.

Var talsmaður þjóðarmorðs

Frændi Darwins, Francis Galton, notaði fyrstur hugtakið „eugenics“ eða mannkynbætur og hvatti til þjóðarmorðs. „Það er andstaða – yfirleitt órökstudd – gegn því að útrýma smám saman óverðugum kynþáttum,“ skrifaði hann 1883.

Hugmyndafræðin var m.a. notuð í svokallaðri „Better baby“-keppni sem byggðist á því að meta ung börn frá sex mánaða til fjögurra ára aldri á grundvelli líkamsvaxtar og frammistöðu í úrlausnum verkefna fyrir viðkomandi aldursbil.

 

Bandaríska mannkynbótahreyfingin einskorðaði sig þó ekki við að rækta fram og verðlauna líkamlegt og andlegt atgervi – áhangendur hugmyndafræðinnar vildu líka útrýma allri fötlun. Árið 1907 voru í Indíanaríki samþykkt lög um þvingaðar ófrjósemisaðgerðir á öllum konum sem yfirvöldum þóttu óhentugar til að eignast börn vegna eigin fötlunar.

 

Kalifornía fylgdi í kjölfarið ásamt fleiri ríkjum og 1931 var fólk þvingað í ófrjósemisaðgerðir í 30 ríkjum. Upphaflega einskorðaðist þetta við fatlað fólk en markhópurinn var síðar stækkaður og náði til fátækra, litaðra og kvenna sem taldar voru lauslátar.

 

„Það er betra fyrir heiminn að í stað þess að þurfa síðar að taka úrkynjaða afkomendur af lífi fyrir glæpi – eða láta þá svelta vegna fávitaskapar síns – geti samfélagið komið í veg fyrir að fólk sem metið er óhæft, auki kyn sitt,“ skrifaði bandaríski hæstaréttardómarinn Oliver Wendell Holmes í meirihlutaáliti.

 

Þetta var árið 1927 og með dómnum staðfesti hæstiréttur rétt einstakra ríkja til þvingaðra ófrjósemisaðgerða með átta atkvæðum gegn einu.

Enginn hefur haft meiri áhrif á skilning okkar á lífinu á jörðinni en Charles Darwin. Þessi breski náttúruvísindamaður gjörbylti vísindunum með þróunarkenningu sinni í bókinni „Uppruni tegundanna“.

Hitler hreifst af kynbótastefnunni

Nú hafði hrifningin á bandarísku mannkynbótastefnunni borist til Evrópu. Einkum var það bókin „The Passing of the Great Race“ frá 1916 eftir lögfræðinginn og dýrafræðinginn Madison Grant sem naut mikilla vinsælda.

 

Bókin hyllti norræna kynstofninn sem fyrirmynd og hvatti til baráttu gegn „hinum óæskilegu“ sem Grant skilgreindi sem „veiklundaða“ og „félagsleg úrhrök“ sem „fylla fangelsi, sjúkrahús og geðveikrahæli.“ Grant var fullkomlega sannfærður sósíaldarwinisti.

 

„Náttúrulögmálin krefjast útrýmingar hinna óæskilegu. Mannslíf er því aðeins verðmætt að það hafi gildi fyrir samfélagið eða fyrir kynþáttinn.“

 

Meðal aðdáenda Grants var Adolf Hitler, síðar einræðisherra í Þýskalandi. Hann las bókina þegar hann sat í fangelsi 1924 eftir misheppnaða uppreisnartilraun sína árið áður.

Adolf Hitler sótti innblástur í bókina „The Passing of the Great Race,“ þar sem aríski kynstofninn var talinn öllum öðrum æðri.

Hrifning Hitlers var slík að í bréfi til Grants sagði hann bókina vera sína „Biblíu“.

 

Næsta áratuginn héldu þýskir nasistar stöðugu sambandi við bandaríska skoðanabræður og það fyllti Bandaríkjamennina miklu stolti.

 

„Það er eflaust áhugavert fyrir yður að vita að starf yðar hefur átt stóran þátt í að móta afstöðu þeirra menntamanna sem standa að baki Hitler,“ skrifaði Bandaríkjamaður heim til félaga síns, E.S. Gosney, eins forystumanna hreyfingarinnar í Kaliforníu, þegar hann heimsótti Þýskaland 1934.

 

Stoltið breyttist þó í skömm þegar þjóðarmorð nasista varð lýðum ljóst. Óhugnaður helfararinnar hafði þær afleiðingar að vísindamenn fleygðu mannkynbótahugmyndum og sósíaldarwinisma á öskuhauga sögunnar – en sú umbreyting varð reyndar alls ekki á einni nóttu.

 

Það var t.d. ekki fyrr en 1967 sem þvinguðum ófrjósemisaðgerðum á konum var hætt í Danmörku en þá höfðu alls um 13.000 danskar konur verið gerðar ófrjóar. Lög sem heimiluðu slíkar aðgerðir á Íslandi voru ekki numin úr gildi fyrr en 1975.

Meira um sósíaldarwinisma

  • Mike Hawkins: Social Darwinism in European and American Thought, 1860-1945: Nature as Model and Nature as Threat, Cambridge University Press, 1997

HÖFUNDUR: ELSE CHRISTENSEN , ANDREAS ABILDGAARD

© Museum of London. © Wikimedia Commons. © Bridgeman Images. © The Illustrated London News/Creative Commons. © V&A Images/Getty Images. © Inna Felton/Wikimedia Commons. © ihm.nlm.nih.gov/Wikimedia Commons. © Eveleen Myers (née Tennant)/Wikimedia Commons. © Wikipedia.© Shawshots/Imageselect & INTERFOTO Sammlung Rauch/Imageselect

Glæpir

Newton upprætti peningafölsun í Englandi

Lifandi Saga

5 ástæður þess að BNA er einungis með tvo flokka 

Lifandi Saga

5 ástæður þess að BNA er einungis með tvo flokka 

Lifandi Saga

Hvers vegna hættu karlar að ganga með hatt?

Lifandi Saga

Hvers vegna hættu karlar að ganga með hatt?

Menning og saga

5 fornleifafundir sem raskað hafa sögu mannsins

Tækni

Allir vildu eiga pýramída

Maðurinn

Svo hættuleg er loftmengun fyrir lungun

NÝJASTA NÝTT

Alheimurinn

Tvíburi Vetrarbrautarinnar finnst í útjaðri alheimsins

Lifandi Saga

Hvers vegna klæddust fangar röndóttum búningum í gamla daga?

Lifandi Saga

Af hverju er rússneskur bær í Noregi?

Jörðin

Leiða loftslagsbreytingar til fleiri jarðskjálfta?

Maðurinn

Heilsa okkar ræðst af blóðinu

Náttúran

Topp 5: Hvaða dýr stunda lengsta mökun?

Lifandi Saga

Sósíaldarwinistarnir lýstu yfir stríði gegn fátækum

Lifandi Saga

BNA á barmi borgarastyrjaldar: Nasista-prestur vildi bylta lýðræðinu

Lifandi Saga

Bretar knúðu fram frjálsa verslun með fallbyssum

Lifandi Saga

Nasistaveiðar meðal óvina 

Alheimurinn

Tvíburi Vetrarbrautarinnar finnst í útjaðri alheimsins

Lifandi Saga

Hvers vegna klæddust fangar röndóttum búningum í gamla daga?

Lifandi Saga

Af hverju er rússneskur bær í Noregi?

Jörðin

Leiða loftslagsbreytingar til fleiri jarðskjálfta?

Maðurinn

Heilsa okkar ræðst af blóðinu

Náttúran

Topp 5: Hvaða dýr stunda lengsta mökun?

Lifandi Saga

Sósíaldarwinistarnir lýstu yfir stríði gegn fátækum

Lifandi Saga

BNA á barmi borgarastyrjaldar: Nasista-prestur vildi bylta lýðræðinu

Lifandi Saga

Bretar knúðu fram frjálsa verslun með fallbyssum

Lifandi Saga

Nasistaveiðar meðal óvina 

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Lifandi Saga

Ævilöng barátta Arthurs Conan Doyle við Sherlock Holmes

Lifandi Saga

Ævilöng barátta Arthurs Conan Doyle við Sherlock Holmes

Maðurinn

Er íþróttafólk í meiri hættu á að fá hjartastopp?

Maðurinn

Er íþróttafólk í meiri hættu á að fá hjartastopp?

Maðurinn

Hvaða áhrif hefur þungunarrof á heilsu kvenna?

Náttúran

Lengri en strætisvagn: Slanga á Indlandi gæti hafa verið stærsta slanga heims

Náttúran

Af hverju stinga moskítóflugur mest á kvöldin?

Náttúran

Tungan: Svissneskur vasahnífur dýraríkisins

Vinsælast

1

Maðurinn

Heilsa okkar ræðst af blóðinu

2

Náttúran

Topp 5: Hvaða dýr stunda lengsta mökun?

3

Lifandi Saga

Sósíaldarwinistarnir lýstu yfir stríði gegn fátækum

4

Lifandi Saga

BNA á barmi borgarastyrjaldar: Nasista-prestur vildi bylta lýðræðinu

5

Lifandi Saga

Af hverju er rússneskur bær í Noregi?

6

Lifandi Saga

Hvers vegna klæddust fangar röndóttum búningum í gamla daga?

1

Maðurinn

Heilsa okkar ræðst af blóðinu

2

Náttúran

Topp 5: Hvaða dýr stunda lengsta mökun?

3

Lifandi Saga

Af hverju er rússneskur bær í Noregi?

4

Lifandi Saga

Hvers vegna klæddust fangar röndóttum búningum í gamla daga?

5

Jörðin

Leiða loftslagsbreytingar til fleiri jarðskjálfta?

6

Alheimurinn

Tvíburi Vetrarbrautarinnar finnst í útjaðri alheimsins

Lifandi Saga

Fótbolti: Sjálfsmark kostaði landsliðsmann lífið

Náttúran

Af hverju sveigir bolti?

Maðurinn

Rannsókn: Hvernig færðu aðra til að líka vel við þig?

Náttúran

Þannig sigruðu fuglaköngulærnar allan heiminn

Náttúran

Hver er hæsta tala sem hefur fengið nafn?

Náttúran

Taumhald á gróðureldum: Skógareldar

Lifandi Saga

7 óviðeigandi brandarar frá fornöld

Alheimurinn

Slær öll met:  Brúnn dvergur er heitari en sólin

Lifandi Saga

Hve fjölmennir eru rússnesku minnihlutahóparnir í Austur-Evrópu?

Lifandi Saga

Afþreying í gegnum tímann: Allt frá skylmingabardögum til sirkustrúða

Maðurinn

Þannig kemstu í gegnum þrep sorgarinnar

Heilsa

Sorg getur breyst í sjúkdóm

Tvíburi Vetrarbrautarinnar finnst í útjaðri alheimsins

Öflugasti sjónauki veraldar, James Webb, hefur nú fundið fjarlægustu spíralþoku sem nokkru sinni hefur greinst.

Alheimurinn

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is