Þegar stjörnur á stærð við sólina brenna út, þenjast þær út og mynda svokallaðan rauðan risa en falla svo saman í þéttan, dauðan hnött á stærð við jörðina.
Slíkar stjörnur kallast hvítir dvergar og nú hefur hópur vísindamanna uppgötvað hvítan dverg sem virðist vera á góðri leið með að þjappa sér saman í risavaxinn, himneskan demant.
Eftir að stjarna hefur fallið saman og orðið að hvítum dverg, líða milljarðar ára þar til málmkennt súrefni og kolefni í kjarnanum tekur að mynda kristalla.
Þessi breyting hefur verið talin taka um þúsund billjónir ára og einmitt þess vegna hefur stjörnufræðingum ekki tekist að finna hvítan dverg sem gengið hafi skeiðið til enda og skroppið saman í demantskúlu, enda er alheimurinn ekki nema svo sem 13,6 milljarða ára.
En nú telja þeir sig hafa fundið hvítan dverg í fyrsta fasa þessa umbreytingarskeiðs.
Fjórfalt stjörnukerfi hjálpaði stjörnufræðingunum
Stjarnan hefur fengið heitið HD190412 C og er hluti fjórstirnisins HD190412 í um 104 ljósára fjarlægð. Hitastigið er talið um 6.300 gráður sem stemmir ágætlega við hvítan dverg á kristöllunarskeiði.
Hinar stjörnurnar þrjár hafa enn ekki fallið saman og svo er tilvist þeirra fyrir að þakka að vísindamennirnir hafa getað greint efnainnihald hvíta dvergsins og áætlað aldur hans nálægt 4,2 milljörðum ára.
Gagarín var nær dauða en lífi
Fyrstur manna í sögunni fór Gagarín út úr lofthjúp jarðar árið 1961. Á meira en 27.000 km. hraða þaut þessi 27 ára gamli geimfari um hnöttinn, meðan Sovétríkin útvörpuðu sigrihrósandi þessi merku tímamót, en brátt lenti geimfarið í meiriháttar vanda.
Til þess notuðu vísindamennirnir m.a. Gaja-sjónaukann sem er á braut u.þ.b. 1,5 km frá jörðu og þeir segja þetta fyrsta dæmið um ákveðna aldursgreiningu hvíts dvergs á kristöllunarskeiði.
Til eru önnur fleirstirni á borð við HD190142 og þess vegna telja menn nú ekki ótrúlegt að þar kunni einnig að leynast hvítir dvergar í þann veginn að kristallast.