Alheimurinn

Stjarna breytir sér í demant

Í um 104 ljósára fjarlægð hafa stjörnufræðingar uppgötvað deyjandi stjörnu sem er að ganga í gegnum óskiljanlega breytingu.

BIRT: 24/03/2024

Þegar stjörnur á stærð við sólina brenna út, þenjast þær út og mynda svokallaðan rauðan risa en falla svo saman í þéttan, dauðan hnött á stærð við jörðina.

 

Slíkar stjörnur kallast hvítir dvergar og nú hefur hópur vísindamanna uppgötvað hvítan dverg sem virðist vera á góðri leið með að þjappa sér saman í risavaxinn, himneskan demant.

 

Eftir að stjarna hefur fallið saman og orðið að hvítum dverg, líða milljarðar ára þar til málmkennt súrefni og kolefni í kjarnanum tekur að mynda kristalla.

 

Þessi breyting hefur verið talin taka um þúsund billjónir ára og einmitt þess vegna hefur stjörnufræðingum ekki tekist að finna hvítan dverg sem gengið hafi skeiðið til enda og skroppið saman í demantskúlu, enda er alheimurinn ekki nema svo sem 13,6 milljarða ára.

 

En nú telja þeir sig hafa fundið hvítan dverg í fyrsta fasa þessa umbreytingarskeiðs.

 

Fjórfalt stjörnukerfi hjálpaði stjörnufræðingunum

Stjarnan hefur fengið heitið HD190412 C og er hluti fjórstirnisins HD190412 í um 104 ljósára fjarlægð. Hitastigið er talið um 6.300 gráður sem stemmir ágætlega við hvítan dverg á kristöllunarskeiði.

 

Hinar stjörnurnar þrjár hafa enn ekki fallið saman og svo er tilvist þeirra fyrir að þakka að vísindamennirnir hafa getað greint efnainnihald hvíta dvergsins og áætlað aldur hans nálægt 4,2 milljörðum ára.

Gagarín var nær dauða en lífi

Fyrstur manna í sögunni fór Gagarín út úr lofthjúp jarðar árið 1961. Á meira en 27.000 km. hraða þaut þessi 27 ára gamli geimfari um hnöttinn, meðan Sovétríkin útvörpuðu sigrihrósandi þessi merku tímamót, en brátt lenti geimfarið í meiriháttar vanda.

Til þess notuðu vísindamennirnir m.a. Gaja-sjónaukann sem er á braut u.þ.b. 1,5 km frá jörðu og þeir segja þetta fyrsta dæmið um ákveðna aldursgreiningu hvíts dvergs á kristöllunarskeiði.

 

Til eru önnur fleirstirni á borð við HD190142 og þess vegna telja menn nú ekki ótrúlegt að þar kunni einnig að leynast hvítir dvergar í þann veginn að kristallast.

HÖFUNDUR: NANNA VIUM

Shutterstock

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Lifandi Saga

Hve marga Rómana drápu nasistar? 

Maðurinn

Hvaða tilgangi gegna líkamshár mannsins?

Náttúran

Hvernig myndast El Ninjo?

Lifandi Saga

Blóðsúthellingar og kynlíf: Íslendingar skrifuðu ævintýrasagnfræði

Heilsa

Óþekktar lendur heilans kortlagðar

Alheimurinn

Missýningar og veðurfyrirbæri skapa fljúgandi diska.

Heilsa

Epla- eða perulögun? Líkami þinn kemur upp um hættuna á ótímabæru andláti

Alheimurinn

Ráðgáta sólkerfisins verður leyst á tunglunum 

Lifandi Saga

Allir hræddust miskunnarlausa böðla

Náttúran

Af hverju verður fólki ekki kalt í framan?

Jörðin

Af hverju spúa eldstöðvar ösku?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.