Alheimurinn

Gagarín var nær dauða en lífi

Fyrstur manna í sögunni fór Gagarín út úr lofthjúp jarðar árið 1961. Á meira en 27.000 km. hraða þaut þessi 27 ára gamli geimfari um hnöttinn, meðan Sovétríkin útvörpuðu sigrihrósandi þessi merku tímamót, en brátt lenti geimfarið í meiriháttar vanda.

BIRT: 11/02/2024

Stanslaus hringing símanns vekur Andrei Stuchenko hershöfðingja um miðja nótt.

 

Svefndrukkinn lyftir hann upp tólinu, en glaðvaknar undir eins þegar hann heyrir hasta rödd á hinum endanum.

 

Þessi óvænta símhringing er frá yfirboðurum hans í Kreml og Stuchenko veit strax að eitthvað óvenjulegt er að gerast þennan apríldag árið 1961. Röddin í tólinu útskýrir með alvöruþunga:

 

 „Innan tíðar flýgur maður út í geim. Nokkru síðar lendir geimfarið í umdæmii þínu. Sjáið um að skipuleggja örugga björgun og móttöku. Líf þitt liggur við því að þetta heppnist“.

 

 Í herbúðunum í útjaðri bæjarins Saratov í sunnanverðu Rússlandi hendist hershöfðinginn út úr rúminu og dregur strax fram kort um svæði sitt.

 

           Gagarín lærði að fljúga í Saratovborg. Þar sveif hann einnig niður út geimnum mörgum árum seinna.

 

Með blýanti og reglustiku skiptir hann svæðinu upp í ferhyrninga og safnar síðan saman hermönnum og skipar þeim í hópum út á þessi svæði.


 „Horfið upp til himins og fylgist grannt með öllu óvenjulegu“, fyrirskipar Stuchenko. Síðan bætir hann við í lágum hljóðum: „Maður mun detta niður af himninum“.

 

    Árið 1957, þegar Gagarín var 23 ára, giftist hann Valentínu Goryacheva og eignaðist tvær dætur með henni.

 

Það sem hermenn hershöfðingjans vita þó ekki er að maðurinn sem þeir bíða eftir, geimfarinn Júrí Gagarín, er á þessu augnabliki að kljást við vandamál sem gætu breytt einum helsta áfangasigri Sovétríkjanna í auðmýkjandi niðurlægingu.

 

Bóndasonur vill fljúga

 

Foreldrar Júrí Gagaríns voru bændur á sovésku samyrkjubúi og drengurinn óx upp í síðari heimsstyrjöldinni.

 

Frá barnsaldri heillaðist hann af flugi, en þegar hinn 16 ára gamli Júrí flutti árið 1950 að heiman, var hann þó öllu jarðtengdari: Táningurinn Gagarín þurfti að nema við blikksmiðju í Moskvu.

 

 Í blikksmiðjunni skaraði hann svo mikið fram úr að árið 1951 fékk hann leyfi til að mennta sig frekar við Tækniháskólann.

 

Þar átti hann þó ekki að læra að smíða flugvélar heldur veigamesta verkfæri samyrkjubúa, nefnilega traktora.

 

„Í draumum mínum hef ég flogið allt mitt líf“

Júrí Gagarín

 

 Nokkrum klukkustundum eftir að Gagarín hafði stigið af lestinni í Saratov tók hann eftir skilti á hurð einni – AeroClub stóð á henni.

Án þess að hugsa sig um hélt hann inn í klúbbinn og eftir fyrsta langa daginn með mörgum fyrirlestrum flýtti hann sér út á flugvöllinn.

 

 Andaktugur horfði hann á léreftsklædda JAK – 18 kennsluflugvél og var svo heillaður að hann sá ekki þegar að flugkennarinn Dimitri Martjanov nálgaðist hann.

 

 „Viljið þér koma í stutt flug?“ spurði flugkennarinn. Það átti eftir að verða Gagarín ógleymanlegt þegar hann fór í sína fyrstu flugferð.

 

SpámaðurinnRússneski vísindamaðurinn Konstantín Tsiolkovsky ritaði árið 1903 „Könnun á geimnum með kjarnakljúfum“ – nákvæm lýsing á þyngdarleysi og jöfnur um hvernig eldflaugar munu hreyfast í tómarúmi geimsins.

 

Á 100 kílómetra hraða klifraði flugvélin upp í 1500 metra hæð og lenti aftur eftir nokkrar mínútur.


 „Þetta tókst vel hjá yður. Maður gæti ætlað að þér hafið gert þetta áður“, hrósaði Martjanov flugkennari.

„Í draumum mínum hef ég flogið allt mitt líf“, svaraði Gagarín.
 

Eldflaugaspámaður var innblásturinn


Eðlisfræði var uppáhalds námsfag Gagaríns. Og þegar kennarar hans skipulögðu námshópa þar sem nemendur áttu að skiptast á að halda fyrirlestra valdi bóndasonurinn að segja frá rússnenska vísindamanninum Konstantín Tsiolkovsky og rannsóknum hans á eldflaugamótorum og geimferðum.

 

Fyrsti gervihnötturinn

Þegar gervihnettinum Spútnik var skotið á loft urðu Sovétríki þann 4. október 1957 fyrsta þjóðin í geimnum. Spútnik sendi frá sér hljóðmerki sem mátti greina alls staðar á jörðu með loftnetum.

Lifandi sönnun

Hundurinn Laíka varð þann 3. nóvember 1957 fyrsta lifandi vera á sporbraut um jörðu. Um borð í Spútnik 2 sýnir þessi fjórfætti frumkvöðull að það er mögulegt að lifa fyrir utan lofthjúp jarðar – þrátt fyrir að hundurinn hafi dáið vegna álags og ofhitnunar eftir 3 – 5 tíma.

 

Laus frá jörðu

Á 40.000 km/klst sleppur Luna 1 sem fyrsta geimkönnunarfarið úr þyngdarsviði jarðar. Ráðgert er að kanninn hrapi niður á tunglið en vegna bilunar í stýrisbúnaði flýgur hann einungis framhjá tunglinu í janúar 1959.

Tsiolkovsky gamli (1857 – 1935) var helsta fyrirmynd Gagaríns og hann gleypti í sig öll vísindarit eldflaugaspámannsins.

 

Rétt eins og hetja hans var Gagarín viss um að draumur manna um að komast út í geim myndi dag einn verða að raunveruleika.

 

 „Maðurinn getur ekki alltaf verið á jörðinni. Í leit sinni að ljósi og geimnum mun hann fyrst halda út úr lofthjúpnum og þessu næst leggja undir sig allan geiminn umhverfis sólina“, endaði Gagarín fyrirlestur sinn.

 

 Þegar hann fékk skírteini sitt 21 árs gamall vorið 1955 eftir lokapróf háskólans var hann þegar vel á veg kominn með að upplifa draum sinn.

 

Hann hafði staðist kennilega eðlisfræði hjá lærimeistaranum Martjanov og þegar hann stóð og átti við JKAV – 18 flugvél júlíkvöld eitt kom Martjanov til hans og skipaði Gagarín að fljúga einum í flugvélinni.

 

                           Hörð tungllending

Þann 14. september 1959 tekst að hitta á tunglið með

Luna 2.  Fyrir Sovétríkin er afrekið ekki einungis stórbrotið áróðursbragð – Bandaríkjamenn hafa miklar áhyggjur af því að Rússar ráða nú yfir tækni sem gæti skotið kjarnavopnum á skotmörk í BNA.

       Til bakhliðar tunglsins

Luna 3 flýgur sem fyrsta farartækið á bak við tunglið þann 7. október 1959. Rafknúið myndavélakerfi tekur fyrstu myndirnar af óþekktri bakhlið tunglsins. Þessar sögulegu myndir eru sendar með útvarpsboðum aftur til jarðar.

       Lifa af geimferð

Eftir tvo daga á sporbraut um jörðu snúa tveir hundar þann 19. ágúst 1960 aftur til jarðar. Tíkurnar Strelka og Belka eru opinberlega heiðraðar sem fyrstu lifandi verurnar til að lifa af geimferð. Í geimferðinni nutu hundarnir tveir félagsskapar einnar kanínu, tveggja rotta og 42 músa sem einnig lifðu hættuförina af.

Fyrsti maðurinn í geimnum

Eftir margar velheppnaðar tilraunir með hunda treysta Sovétríkin sér árið 1961 til að senda Gagarín á sporbraut um jörðu. Framtakið vekur heimsathygli og auðmýkir BNA í kapphlaupinu. Fram til tungllendingar Bandaríkjamanna árið 1969 eru Rússar augljóslega í fararbroddi

 

Nokkrum mínútum síðar tók Gagarín á loft. Í gleðivímu sat hann í fyrsta sinn aleinn í flugvél – og fór einn aukahring í kringum flugvöllinn þar sem hann lenti síðan. Hann hélt til Martjanov og kallaði glaðbeittur: „Skipun framkvæmd“.

 

Æfingar í stjörnubænum


Gagarín kláraði námið við Tækniháskólann en eftirlét þróun traktora öðrum og var tekinn inn í sovéska flugherinn.

 

Eftir að þjálfuninni lauk var hann fluttur á flugvöll nærri landamærum Noregs. Þar var Gagarín staddur þegar leitað var eftir nýjum kandídötum í október árið 1955.


 Enginn vissi hvað hinir háu herrar vildu né heldur hvaða stofnun þeir unnu hjá, en þessir dularfullu útsendarar vildu ræða við útvalda flugmenn og Gagarín var einn þeirra.


 Þessi nefnd hafði rannsakað alla pappíra orrustuflugmanna og boðað þá í óformleg samtöl í 20 manna hópum.

 

Spurningarnar vörðuðu eiginlega aðeins eitt: Finnst yður gaman að fljúga, hvaða bækur lesið þér og hvað gerið þér í frítímanum?.

 „Það sem hér er í húfi er langar flugferðir með eldflugum”.

 

Eftir því sem dagarnir liðu fækkaði í hópnum. Einn þeirra sem var eftir var Gagarín sem fór í gegnum umfangsmikla læknisrannsókn á herspítala í Moskvu.


 Eftir læknisskoðunina breyttust samtölin við hina dularfullu útsendara.

 

Nú voru flugmennirnir spurðir að því hvað þeim þætti um að vera í öllu nútímalegri flugvélum – og hvort þeir væru áhugasamir um að prófa eitthvað alveg nýtt?


 Ráðvilltur svaraði Gagarín öllum þessum spurningum án þess að átta sig á því hvort þarna væri á ferðinni þyrla eða ný gerð af orrustuflugvél.


 „Það sem hér er í húfi er langar flugferðir með eldflugum. Flugferðir alla leiðina hringinn í kringum jörðina“, afhjúpaði hin leynilega nefnd um síðir.


 Úr hópi 2200 þotuflugmanna frá öllum Sovétríkjunum endaði hinn 26 ára gamli Gagarín í hópi 20 útvalinna manna, sem vildu verða geimfarar.

 

   Íklæddur appelsínugulum búningi hélt Gagarín í glæfraför, en enginn gat metið hve hættuleg hún gæti verið. 

 

Í júní 1960 fluttu þeir inn í æfingastöðina Zvyozdny Gorodok 40 km austan við Moskvu. Á Vesturlöndum átti þessi staður síðar eftir að verða kallaður Stjörnubærinn.

 

Í nýbyggðum búðum voru kandídatarnir þjálfaðir undir leiðsögn Kanamíns hershöfðingja, en þjálfunin fólst í afar líkamlega erfiðum þolraunum, löngum fyrirlestrum og praktískum æfingum í líkani af geimfari.


 Hinir útvöldu þurftu að reyna ýmislegt: Í einum þrýstiklefa voru Gagarín og aðrir útsettir fyrir afar lágan loftþrýsting til að prófa hvernig þeir myndu bregðast við í mikilli hæð.

 

Í skilvindu lærðu þeir að þola gríðarlegt álag – þess hraðar sem skilvindan snerist þess öflugri varð g – krafturinn sem verkaði á þá.

 

Sprenging hristir upp í Bandaríkjamönnum

Tveimur mánuðum eftir sigurför Sputnik endar tilraun Bandaríkjamanna illa. Í desember árið 1957 kemst Vanguard-TV3 aðeins einn meter upp í loftið áður en ein eldflaug þess bilar og springur. Það var ekki fyrr en í mars árið árið 1958 sem BNA ná að senda gervihnött á stærð við appelsínu á sporbaug umhverfis Jörðu.

Stutt ferð geimfara út í geim

Þann 5. maí árið 1961, þremur vikum eftir geimferð Gagaríns, verður Alan Shephard fyrsti Bandaríkjamaðurinn til að fara stutta ferð í geiminn. Geimfari hans er skotið upp í Flórída en hrapar svo stuttu seinna við strendur Bahamaeyja eða rétt um 500 km frá upphafspunkti.

Geimganga voru enn ein vonbrigðin

Í júní árið 1965 fer bandaríski geimfarinn Ed White í geimgöngu sem varir í 21 mínútu. Afrek hans fellur þó í skuggann af afreki Rússans Aleksej Leonov sem, tveimur mánuðum fyrr, hafi ritað nafn sitt á spjöld sögunnar með því að vera fyrsti maðurinn til að fara út úr geimfarinu sínu og ganga spölkorn um í geimnum.

Tunglið bjargar heiðri landins

Árið 1968 ná BNA loks í skottið á Sovétríkjunum í geimkapphlaupinu. Apollo 8 flýgur umhverfis tunglið og kemst óskaddað tilbaka. með alla sína þrjá farþega. Ári seinna kemur stóri sigur BNA þegar Neil Armstrong stígur fyrstur manna fæti á tunglið.

 

Kraftarnir í hröðuninni – sem geimfararnir urðu að þola í geimskotinu – gátu þrýst blóðinu úr heila þeirra og þeir misst meðvitund.

 

Í skilvindunni gat Gagarín ekki lokað augunum, hann átti erfitt með að draga andann og andlit hans afmyndaðist.

 

Samanborið við önnur æfingatól geimferðastöðvarinnar, eins og t.d. titringsvélarinnar og varmaherbergisins virtist þessi hraði snúningur samt sem leikur einn.

 

Titringsmaskínan líkti eftir titringi geimfarsins. Í meira en einn tíma hristist Gagarín sundur og saman, en í varmahólfinu varð hann að þola miklar hitasveiflur.


 Þegar hann sneri aftur heim til konu sinnar og litlu dóttur þeirra eftir einn erfiðan dag var hann svo gjörsamlega uppgefinn að hann fann varla fyrir fótum sínum.

 

Prúðmennskan borgaði sig


Eftir eins árs stranga þjálfun nálgaðist geimskot fyrsta mannaða geimfars sögunnar.

 

Enginn vissi hver kandídatanna myndi verða fyrsti maðurinn í geimnum. Fyrstu kynni af geimfarinu áttu eftir að skipta sköpum.


 Yfirmaðurinn Sergei Koroljov, heilinn að baki sovésku geimferðaáætluninni, kynnti kandídatana fyrir geimfarinu Vostok.

 

Mennirnir dáðust að þessum merka smíðisgrip og fengu einn af öðrum leyfi til að skríða inn í þröngt rýmið.

 

Gagarín var einn um að taka að sér stígvélin og Korolovj tók eftir þessarri prúðmennsku. Hann sendi þessum heillandi unga manni sem drengjabrosið hughreystandi augntillit.

 

Koroljov hafði þegar heyrt margt gott um Gagarín frá herlækni sem starfaði í stjörnubænum:


 „Gagarín er áhugasamur, greindur og einbeittur. Í þjálfuninni hefur hann sýnt að hann nær að finna rétt jafnvægi milli hlýðni og sjálfstæðis. Ég hef aldrei séð nokkurt tillitsleysi í fari hans“, hafði læknirinn sagt.

 

Úkraínumaðurinn Sergei Koroljov var heilinn að baki sovésku geimferðaáætluninni. Þrátt fyrir fall Sovétríkjanna hefur hann haldið virðingarsess sínum og er m.a. hægt að sjá hann í vaxmyndasafninu í Kiev.

 

„Litli örninn minn“, kallaði Koroljov uppáhaldið sitt sem í apríl 1961 var einn af einungis sex kandídötum sem eftir voru í Vostok – áætluninni.

 

Heilsa mannanna, hæfileikar og niðurstöður úr æfingum skiptu sjálfsagt meginhlutverki við valið, en stærð þeirra hafði einnig mikla þýðingu.

 

Þar sem rýmið í stjórnfarinu var ákaflega þröngt mátti geimfarinn ekki vera of hávaxinn, og Gagarín, sem var aðeins 157 cm hár, passaði fullkomlega þar inn.


 Vinur hans og keppinautur, Gherman Titov, var einnig í náðinni hjá Koroljov. En fábrotinn uppruninn gaf Gagarín dálítið forskot.

 

Meðan Titov kom frá miðstéttinni var Gagarín bóndasonur sem sovéski kommúnistaflokkurinn gat notað í áróðri sínum: Í Sovétríkjunum hafa jafnvel bændur möguleika á að uppfylla drauma sína.


 Ákvörðunin var tekin á lokuðum fundi í sérstakri ríkisnefnd þann 8. apríl 1961 – einungis fjórum dögum fyrir fyrirhugað geimskot.

 

Fjórum mánuðum eftir geimferð Gagaríns varð Gherman Titov aðeins annar maðurinn í heimsögunni til að fara umhverfis Jörðina í geimnum. Hér eru þeir hylltir af Nikita Khrusjtjov, leiðtoga Sovétríkjanna.

 

Fjórum mánuðum eftir geimferð Gagaríns varð Gherman Titov aðeins annar maðurinn í heimsögunni til að fara umhverfis Jörðina í geimnum. Hér eru þeir hylltir af Nikita Khrusjtjov, leiðtoga Sovétríkjanna.

 

Í nefndinni réði mestu Nikolai Kamarín hershöfðingi sem að stýrði þjálfuninni og yfirmaðurinn Koroljov, og þegar þeir á fundi loksisn kölluðu kandídatana saman til að upplýsa þá um valið var loftið spennuþrungið.


 „Júrí Gagarín er valinn sem fyrsti geimfarinn og Gherman Titov sem varamaður hans“, tilkynnti Kamarin án þess að fara nánar út í valið. Gagarín reyndi að bæla niður bros og steig fram.


 „Ég heiti því að framkvæma fyllilega skyldu mína“ tilkynnti hann.

 

Eldflaugin líktist vita


Skjóta átti Gagarín út í geim þann 12. apríl 1961 frá geimferðastöðinni í Kasakstan.

 

Um morguninn, meðan hann sat í vagninum á leiðinni til skotpallsins, gat hann þegar úr mikilli fjarlægð séð silfurlitaða eldflaugina.

 

Eftir því sem hann nálgaðist meira var eins og eldflaugin yrði sífellt stærri þar til hún að lokum líktist risavöxnum vita.

 

Lyfta átti að flytja Gagarín upp síðustu 50 metrana að lúgu stjórnfarsins og áður en hann steig inn í það sneri geimfarinn sér við og hélt litla ræðu.

 

„Kæru vinir, þekktir og óþekktir. Menn í öllum löndum og öllum heimsálfum. Eftir fáeinar mínútur mun voldug eldflaug flytja geimfar mitt út í geim. Gjörvallt líf mitt liggur nú fyrir framan mig eins einfalt töfrandi augnablik“, tilkynnti hann og gerði stutt hlé til að hugsa sig um.


 „Vitaskuld er ég hamingjusamur. Það hefur ætíð verið helsta gleði manna að taka þátt í nýjum uppgötvunum“, sagði hann og horfði yfir hljóðnemann á áhorfendur.


 Gagarín tók eftir því að yfirmaðurinn Koroljov horfði óþolinmóður á úr sitt og honum skyldist að honum bar að flýta sér um borð.

 

     Vostok flaug á sjálfstýringu

Frá geimskoti og til lendingar 108 mínútum síðar var farartæki Gagaríns læst í sjálfstýringu. Fyrsti maðurinn í geimnum mátti láta sér nægja hlutverk sem farþegi í þessari sögulegu ferð.

Gagarín mátti ekki stýra sjálfur

Þar sem enginn vissi hvernig manneskja myndi bera sig að í geimnum var Gagarín ekki leyft að stýra sjálfur. Lei Vostok var forritið í frumstæðri tölvu geimfarsins og stefnubreytingar voru sendar með útvarpsboðum frá stjórnstöð á jörðu til loftneta geimfarsins

Þjónustufarið varð að geimrusli

Geimfarið hvíldi á keilulagaðri vélareiningu sem virkaði eins og vélarrúm Vostoks. Fyrir lendingu átti að aftengja það og setja á sporbraut um jörðu, en þykkir kaplar héldu því föstu.

  Sætið átti að bjarga geimfaranum

Útreikningar Rússa höfðu sýnt að lendingin myndi verða svo hörð að maður gæti varla lifað hana af. Gagarín skaut sér því út í sætinu og sveif niður í fallhlíf.

 

Fáeinum mínútum síðar sat Gagarín í stjórnfarinu. Þegar búið var að loka lúgunni tryggilega var komið að honum að líta á klukku sína sem sýndi 9.07.

 

Í sama augnabliki heyrði hann flautu hljóma og sívaxandi ýlfur. Gagarín fann hvernig þetta risavaxna geimfar losnaði hægt og rólega frá skotpallinum og tók að hraða sér upp í loft.

 

Óviðráðanlegur kraftur þrýsti honum sífellt dýpra niður í sætið“. „Poyekhali (af stað)“, sagði hann fagnandi.

 

Gagarín í þyngdarleysi

 

„70 sekúndur eru liðnar frá ræsingu“, tilkynnti stjórnstöðin.


 „Skilið. 70 sekúndur. Líður frábærlega. Ég held áfram fluginu. G – álagið eykst. Allt er í góðu lagi“, fullvissaði Gagarín.


 „Hvernig gengur?“ spurði stjórnstöð strax fáeinum sekúndum síðar.


 „Mér líður vel. Hvernig er það hjá ykkur?“, svaraði geimfarinn.


 Nokkrum mínútum síðar fann Gagarín fyrir hvernig g– krafturinn teygði og togaði andlitsvöðvana sundur og saman.

 

Hann átti erfitt með tal en vandist skjótt sífellt vaxandi álagi – æfingin í skilvindunni hafði ekki verið til einskis.

 

Gagarín skóp langlífa hjátrú

Áður en hann hélt í geimferðina gerði Gagarín eitt og annað sem að átti eftir að festast í sessi.

 

Síðan hafa nefnilega rússneskir geimfarar hermt allt þetta eftir Gagarín, áður en þeir fara sjálfir í geimferðir.

 

  • Tveimur dögum fyrir geimskot fara geimfararnir til hárskera.
  • Kvöldið fyrir geimskot horfa geimfararnir á kvikmynd.
  • Fáum tímum fyrir geimskot skrifa þeir nafn sitt á dyrnar að því herbergi sem þeir sváfu í.
  • Á leiðinni að skotpallinum fara geimfararnir út úr vagninum og pissa við vinstra afturhjól hans.
  •  

 

Þegar síðasta eldflaugaþrepið hafði lyft Gagarín upp á sporbraut um jörðu níu mínútum síðar tilkynnti hann:


 „Þyngdarleysið er nú ráðandi. Það er alls ekkert óþægilegt, mér líður vel“.

 

Þegar geimfarinn losaði um öryggisbeltin lyftist hann frá sætinu.

 

Allt í einu sveif hann um milli lofts og gólfs klefans og honum fanns eins og handleggir og fætur tilheyrðu ekki lengur honum. Blýantur hans sveif hægt og rólega fyrir framan hann.


 Í gegnum einn glugga stjórnfarsins sá Gagarín fjöll, endalaus fljót, víðfeðma skóga og glansandi yfirborð hafsins.

 

Himininn að baki blágrænni jörðinni var bleksvartur og stjörnurnar lýstu svo bjart að hann þurfti að píra augun. Stjórnstöðin spurði í sífellu:


 „Hvernig gengur núna?“

Gagarín svaraði hvað eftir annað meðan hann þaut á hraða sem nam 27.400 km/klst.:


 „Flugið gengur ennþá vel. Vélarnar starfa eðlilega. Útsýnið frábært. Ég get séð allt. Það er fallegt“.

 

Vostok hringsnerist


Tæpri hálfri klukkustund eftir geimskotið þeyttist Vostok frá Síberíu inn í nóttina yfir Kyrrahafi. Þaðan þaut eldflaugin suður á bóginn þar sem hún sveigði yfir syðsta odda Suður – Ameríku.

 

Í nokkrar mínútur var ekkert útvarpssamband hjá Gagarín og einmitt þá sendi Radíó Moskva og ríkisfréttastöðinn Tass sigrihrósandi fréttatilkynningu:

 

„Sovétríkjunum hefur tekist að senda mannað geimfar á braut um jörðu. Um borð í geimfarinu er geimfarinn Júrí Gagarín, 27 ára flugmaður frá flughernum“, var lesið upp.


 Klukkan 9.52 flaug Gagarín yfir Cape Horn í Suður – Ameríku og áfram yfir Atlantshaf – og síðan aftur í átt að Sovétríkjunum og dagsljósi.

 

Yfir Afríku hélt þessi einmana geimfari áfram að senda frá sér tilkynningar um stöðuna yfir útvarpið.

 

Geimfarið mátti alls ekki lenda á óvinasvæði og komast í hendur Bandaríkjamanna. Þess vegna flaug Gagarín að mestu yfir hafi

 

Þegar Vostok nálgaðist suðurhluta Rússlands þar sem lendingin var fyrirhuguð, ræsti farartækið eldflaugamótora til að bremsa sig af.

 

Geimfarið dró úr ferðinni og hélt nú inn í þétt lag lofthjúpsins. Gagarín tók eftir því að rauðgult endurskin frá logunum myndaðist vegna mótstöðunnar við yfirborð geimfarsins.

 

Logarnir sýndu jafnframt að hitastigið inni í stjórnfarinu myndi nú hækka mikið – rétt eins og Gagarín hafði vanist í þjálfuninni.

 

Þyngdarleysið var yfirstaðið og g – kraftar þrýstu honum aftur niður í sætið – nú með ennþá meira afli en við geimskotið.


 Allt í einu tók Vostok að snúast um eins og stjórnlaus skopparakringla. Í fyrsta sinn í þessari sögulegu ferð stóð Gagarín frammi fyrir vanda sem hann var ekki búinn undir.

 

Sigurför Gagaríns leiddi hann um heim allan

London, Kaupmannahöfn og París eru nokkrar af þeim höfuðborgum sem fyrsti maðurinn í geimnum fór til – til að lofsyngja kommúnisma.

Á einum degi varð hinn óþekkti flugmaður Gagarín að ofurhetju allra heimsbúa. Kommúnistísk stjórnvöld í Sovétríkjunum voru ekki sein að nýta sér þennan árangur.

 

Í júlí 1961 var Gagarín sendur í alþjóðlegt ferðalag þar sem hann var hylltur í miklum skrúðgöngum um heim allan.


 Í heimsókn til Danmerkur í september 1962 spurði borgarstjóri Kaupmannahafnar, Urban Hansen, um greinilegt ör sem Gagarín bar fyrir ofan augabrúnina.

 

Geimfarinn greindi frá því að hann hafði á ferðalagi haldið á dóttur sinni á öxlunum, en dottið um koll. Til að hlífa litlu stúlkunni hafði hann varið fallið með höfðinu. Sannleikurinn var samt ekki svo göfugur.


 Í september 1961 hafði Gagarín haldið í ferðalag á heilsuhæli á Krímskaga með fjölskyldu sinni og öðrum geimförum.

 

Mennirnir höfðu drukkið nokkuð stíft og síðasta kvöldið hafði Gagarín leitað uppi unga hjúkrunarkonu, sem vann á heilsuhælinu.

 

Nokkuð við skál læddist hann inn á herbergi konunnar og ætlaði að kyssa hana þegar eiginkona hans stóð skyndilega í dyrunum.

 

Felmtri sleginn stökk Gagarín út af svölum herbergisins og höfuð hans slóst þá við jörðina. Örið og skömmina mátti hann síðan bera.

 

 

Samkvæmt áætlun átti stjórnfarið að hafa losað sig við þjónustufarið, en nú kom í ljós að nokkrir kaplar héldu einingunum saman.

 

Þjónustufarið setti stjórnfar Gagaríns í hrikalegan spuna þannig að honum fannst hann vera staddur í ægilegri skilvindu.


Hann tilkynnti órólegur hvað gekk á og rétt eins og í martröð gat Gagarín séð hvað eftir annað hvernig sólin skaust framhjá kýraugunum.

 

Honum sortnaði oft fyrir augun og hann óttaðist að missa meðvitund. En ekkert var hægt að aðhafast því að Vostok bjó ekki yfir neinum búnaði til að skera kaplana í sundur.


 Gagarín óttaðist að stjórnfarið og þjónustufarið myndu rekast saman af feiknarafli. Hvort annað þeirra myndi brotna fyrir vikið hafði hann enga hugmynd um.

 

  Mörg líkön eru til af sögulegu geimfari Gagaríns. Árið 2002 var hægt að sjá þetta líkan í flughöfninni í Frankfurt.

 

En loksins eftir tíu mínútna langa skelfingu rétti stjórnfarið sig allt í einu við. Gagarín var hólpinn.

 

Logarnir höfðu einfaldlega brennt kaplana í sundur. „Allt er í fínu lagi“, tilkynnti Gagarín hróðugur.


 Geimfarinn var samt ennþá óttasleginn þegar hann hentist niður í gegnum loftrými Sovétríkjanna, en einbeitti sér síðan að næsta verkefni – síðasta þolraunin var framundan:

 

Með ógnarlegum hávaða skaut stjórnfarið eins og ráðgert var lúgunni út í sjö kílómetra hæð og nokkrum sekúndum síðar skaust Gagarín út í sæti sínu eins og lifandi fallbyssukúla.


Þegar hann var í fjögurra kílómetra hæð losnaði sætið af og Gagarín sveif hægt og rólega til jarðar í fallhlíf sinni.

 

Fyrir neðan hann glitraði fljótið Volga og fyrsti maðurinn í geimnum naut nú útsýnis yfir rússnenskar sléttur, skóga og borgina Saratov, en byggingar þar sköguðu upp í loft eins og kubbar. Einmitt þarna hafði hann tíu árum áður farið í sína fyrstu flugferð í skrúfuflugvél.

 

Bóndakona tók á móti Gagarín


Nákvæmlega 108 mínútum eftir geimskot frá Baikonur steig Gagarín aftur fæti sínum niður á jörðina.

 

Fyrsta mannveran sem hann mætti var bóndakona og lítil stúlka sem að hörfuðu óttaslegnar undan við að sjá þessa dularfullu veru í appelsínugulum geimbúningi. Gagarín hrópaði róandi til þeirra:


 „Ég er vinur, félagar, vinur. Ég er nýkominn úr geimnum“.

 

    Nýr aðalritari Sovétríkjanna, Leoníd Bresnjev (fremst til hægri), var einn af þeim sem bar kistu Gagaríns.

Dapurlegur dauðdagi

Í apríl 1967 hrapaði geimfarinn Vladimir Komarov til bana þegar fallhlífin á Sojuz – hylki hans bilaði. Þessi harmleikur átti eftir að kosta Gagarín drauminn um að verða fyrstur manna til að stíga fæti á tunglið.

 

Forysta kommúnistaflokksins óttaðist að enn eitt geimfaraslys gæti dregið úr áróðursgildi Gagaríns og bannaði honum að starfa sem geimfari.

 

Niðurbrotinn og reiður ritaði hann forrystunni og bað um að fá að halda áfram, en því var hafnað.

 

Þess í stað var hann fluttur til og mátti gegna starfi hjá flughernum – nokkuð sem átti eftir að hafa skelfilegar afleiðingar: Í þjálfun á MIG – 15 þotu hrapaði hann og flugkennarinn Vladimir Seregin þann 27. mars 1968 og létust þeir báðir.

 

Skömmu síðar náðu hermenn Stuchenkos til hans.
 „Júrí Gagarín, Júrí Gagarín,“ hrópuðu þeir fagnandi og flykktust um geimfarann.

 

Hermennirnir skiptust á að faðma Gagarín og taka í hendur hans. Síðan flaug þyrla þessari miklu hetju Sovétríkjanna til nærliggjandi herstöðvar, þar sem aðalritarinn Nikita Krutsjov beið óþolinmóður í símanum:


 „Það gleður mig að heyra rödd yðar, Gagarín. Ég óska yður til hamingju með vel unnið verk, fyrir að vera fyrstur geimfari í geimnum“.


 „Takk fyrir það traust sem mér hefur verið sýnt. Ég fullvissa yður um að ég er tilbúinn í sérnhvern nýjan leiðangur fyrir land okkar,“ svaraði Gagarín stoltur og glaður.

 

 

Alheimurinn

Hvað er andefni?

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

Maðurinn

Heilann þyrstir í fitu

Maðurinn

Heilann þyrstir í fitu

Maðurinn

Ást er eintóm efnafræði

Náttúran

Hjarta steypireyðar slær bara tvisvar á mínútu

Menning

Hvers vegna varð kvikmyndin „Casablanca“ svona vinsæl?

NÝJASTA NÝTT

Maðurinn

Af hverju sjá sumir drauga en aðrir ekki?

Náttúran

Hvaða rándýr étur flest fólk?

Heilsa

Er flotsaur til marks um góða heilsu?

Náttúran

Hvernig veit fræ að það eigi að spíra? 

Maðurinn

Með skönnun má spá fyrir um þunglyndi

Lifandi Saga

Robert the Bruce var hinn sanni Braveheart Skotanna

Maðurinn

Samfélagsmiðlar ógna samkenndinni

Heilsa

Breytingarnar á líkamsþyngd geta leitt í ljós hættu á heilabilun

Náttúran

8 uppfinningar sem þú getur þakkað Einstein fyrir

Náttúran

Að klóna risaeðlur: Er hægt að vekja risaeðlur til lífsins?

Maðurinn

Af hverju sjá sumir drauga en aðrir ekki?

Náttúran

Hvaða rándýr étur flest fólk?

Heilsa

Er flotsaur til marks um góða heilsu?

Náttúran

Hvernig veit fræ að það eigi að spíra? 

Maðurinn

Með skönnun má spá fyrir um þunglyndi

Lifandi Saga

Robert the Bruce var hinn sanni Braveheart Skotanna

Maðurinn

Samfélagsmiðlar ógna samkenndinni

Heilsa

Breytingarnar á líkamsþyngd geta leitt í ljós hættu á heilabilun

Náttúran

8 uppfinningar sem þú getur þakkað Einstein fyrir

Náttúran

Að klóna risaeðlur: Er hægt að vekja risaeðlur til lífsins?

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Maðurinn

Getur dáleiðslan komið í stað fyrir lyf? 

Maðurinn

Getur dáleiðslan komið í stað fyrir lyf? 

Maðurinn

Hvaða blóðflokkur er sjaldgæfastur?

Maðurinn

Hvaða blóðflokkur er sjaldgæfastur?

Lifandi Saga

Gestapo: Leynilögregla Hitlers olli skelfingu í Evrópu

Lifandi Saga

Getur Rússland orðið uppiskroppa með hermenn? 

Lifandi Saga

Kjarnorkubrjálæðingar kalda stríðstímans

Náttúran

Þrisvar til tunglsins og til baka aftur

Vinsælast

1

Maðurinn

Einvígið: Er rafmagnstannbursti betri en venjulegur?

2

Heilsa

Breytingarnar á líkamsþyngd geta leitt í ljós hættu á heilabilun

3

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

4

Maðurinn

Heilann þyrstir í fitu

5

Maðurinn

Hvaða blóðflokkur er sjaldgæfastur?

6

Jörðin

Vísindamenn greina vaxtarverki: Fæðuhringur eldfjallsins

1

Heilsa

Breytingarnar á líkamsþyngd geta leitt í ljós hættu á heilabilun

2

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

3

Maðurinn

Heilann þyrstir í fitu

4

Jörðin

Vísindamenn greina vaxtarverki: Fæðuhringur eldfjallsins

5

Náttúran

8 uppfinningar sem þú getur þakkað Einstein fyrir

6

Maðurinn

Sársauki – Hvað er sársauki?

Jörðin

Hversu mikið menga leikföng?

Maðurinn

Af hverju þessi ást á áfengi?

Heilsa

Er hægt að sofa of mikið?

Lifandi Saga

Hver fann upp á „kalda stríðinu“?

Lifandi Saga

Flugmóðurskip úr sagi og ís átti að brjóta kafbáta Þjóðverjanna á bak aftur

Maðurinn

Er skaðlegt að halda aftur af hnerra?

Lifandi Saga

Samkynhneigður sjónvarpsleikari skáldaði upp sögur um eiginkonur

Maðurinn

Hvernig myndast krabbamein?

Alheimurinn

Þrisvar sinnum stærra en Everestfjall: Goshalastjarna gæti brátt sést á himni í fyrsta sinn í 70 ár

Tækni

Dulkóðaður gjaldmiðill: 7 atriði sem þú ættir að vita um rafmynt 

Menning

Af hverju fengu inúítar ekki skyrbjúg?

Lifandi Saga

Fjórir kvillar sem bóluefni hafa knésett

Af hverju sjá sumir drauga en aðrir ekki?

Sumt fólk sem ég þekki fullyrðir að hafa séð drauga. Ég hef aldrei upplifað neitt yfirnáttúrulegt. Er einhver skýring á þessu?

Maðurinn

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.