Heilsa

Stór rannsókn: Eitt atriði gæti skipt meira máli en erfðir til að forðast ótímabært andlát

Vísindamenn hafa greint gögn frá nærri 500.000 manns og benda nú á þátt sem hefur meiri áhrif á skamma ævilengd en erfðir. Góðu fréttirnar eru að þetta er eitthvað sem við getum haft áhrif á.

BIRT: 13/03/2025

Sumir lifa löngu og heilbrigðu lífi en aðrir eru ekki svo heppnir.

 

Líftími okkar ræðst af mörgum þáttum, og spurningin er hvaða þættir hafa mest áhrif á hversu hratt við eldumst, hvort við veikjumst og hvort við deyjum snemma?

 

Vísindamenn við Oxford-háskóla á Englandi hafa nú gert ítarlega greiningu á því hvað getur stuðlað að skemmri líftíma og komist að þeirri niðurstöðu að erfðir skipta ekki mestu máli – heldur eitthvað allt annað.

 

Góðu fréttirnar eru að, ólíkt erfðafræðilegum þáttum, er þetta eitthvað sem við sjálf getum haft áhrif á.

 

Nákvæm greining á gögnum frá nærri hálfri milljón manns úr stóra breska gagnabankanum sýnir að umhverfisþættir vega tífalt þyngra en erfðir þegar kemur að hættu á ótímabæru andláti.

 

Lífsskilyrði okkar og lífsstílsval hafa því mikil áhrif á heilsu, öldrun og áhættu á langvinnum sjúkdómum.

 

“Þó að erfðir skipti miklu máli þegar kemur að heilahrörnunarsjúkdómum og sumum tegundum krabbameins, sýna niðurstöður okkar að hægt sé að draga úr hættu á langvinnum sjúkdómum í lungum, hjarta og lifur – sem eru helstu orsakir örorku og dauða á heimsvísu,” segir prófessor Cornelia van Duijn í fréttatilkynningu.

 

Gætum breytt flestu

Vísindamennirnir greindu 164 umhverfisþætti, eins og saltneyslu og hjúskaparstöðu, og komust að því að 85 þeirra tengdust aukinni áhættu á ótímabæru andláti.

 

Þar á meðal voru þættir eins og atvinnustaða móður, tekjur heimilisins og hvort móðirin reykti á meðgöngu. Af þessum 85 þáttum voru 25 teknir til enn ítarlegri greiningar með tilliti til líffræðilegrar öldrunar.

Hundaeistu, ungt blóð, saur og ævagamlar bakteríur – vísindamenn hafa á ýmsum tímum gert furðulegustu tilraunir í leit sinni að uppsprettu eilífrar æsku.

Þegar vísindamennirnir báru saman umhverfis- og erfðaþætti, kom í ljós að um 50% af breytileikanum í áhættu á ótímabæru andláti mátti rekja til aldurs og kyns.

 

Hinir 25 umhverfisþættir skýrðu viðbótar 17%.  Erfðafræðileg tilhneiging gagnvart 22 algengum sjúkdómum útskýrði innan við 2%.

 

Það mikilvægasta er að hægt er að vinna með 23 af þessum 25 áhættuþáttum – sem þýðir að við getum, að hluta til, breytt aðstæðum okkar og lífstíl og því beinlínis haft áhrif á heilsu og langlífi.

HÖFUNDUR: Bjørn Falck Madsen

© Rawpixel.com /Shutterstock

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Heilsa

Munnur okkar getur haft áhrif á hvort við veikjumst af heilabilun: Hér má lesa sér til um hvað vísindamenn segja að við ættum að borða í meira magni

Maðurinn

Mikilvægt atriði getur komið í veg fyrir að börn verði nærsýn

Alheimurinn

Gæti jörðin þornað upp?

Lifandi Saga

Herleiðangur Napóleons endaði í hörmungum

Maðurinn

Vísindamenn lýsa yfir stríði gegn mígreni

Tækni

Nýir róbótar geta verið afar varhugaverðir

Náttúran

Á hverju lifa köngulær þegar engar flugur veiðast?

Náttúran

Hvaða dýr hafa stærstu eistun?

Tækni

Nú vaxa trén upp í himininn 

Alheimurinn

Eldstöðvar blása lífi í Evrópu

Maðurinn

Af hverju eyðast tattóveringar ekki smám saman?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.