Læknisfræði

Vísindamenn leita eilífrar æsku: Glæst eða galið:

Hundaeistu, ungt blóð, saur og ævagamlar bakteríur – vísindamenn hafa á ýmsum tímum gert furðulegustu tilraunir í leit sinni að uppsprettu eilífrar æsku.

BIRT: 31/05/2023

Dýraeistu áttu að lengja ævina

1889 sprautaði afríski læknirinn Charles-Édouard Brown-Séquard í sig þykkni úr eistum hunda og hamstra.

 

Hugmyndin var sú að aukið magn testósteróns í líkamanum myndi halda honum ungum og kraftmiklum. Sjálfur sagði læknirinn að honum hefði fundist hann yngjast við meðferðina.

Afrískur læknir sprautaði í sig eistnaþykkni til að verjast öldrun.

Í rauninni leiddi þetta þó ekki til langlífis. Fjórum árum eftir fyrstu sprautuna lést Brown-Séquard, 76 ára gamall.

 

Síðari tíma rannsóknir hafa ekki leitt í ljós nein merki þess að dýraeistu hafi nein áhrif á öldrun.

 

En þótt eistun reyndust ekki lykill að langlífi varð tilraunin ekki alveg til einskis. Brown-Séquard telst sem sé meðal frumkvöðla í hormónameðhöndlun.

 

Saur yngir upp ónæmiskerfið

Saur getur lengt ævina, alla vega ef trúa má orðum vísindamanna hjá Max Planck-stofnuninni.

 

Þeir skiptu út þarmaflóru tannkarpa og settu í staðinn þarmaflóru úr ungum fiskum.

Tannkarpi lifir lengur ef hann fær þarmabakteríur úr yngri fiski.

Í tilrauninni voru þarmabakteríur fyrst fjarlægðar alveg með sýklalyfjum og fiskarnir síðan fóðraðir á saur ungfiska.

 

Vísindamennirnir sneru dæminu líka við og settu þarmaflóru gamalla fiska í unga. Niðurstöðurnar sýndu að gömlu fiskarnir sem fengu nýja þarmaflóru lifðu 41% lengur en ungfiskar sem fengu þarmaflóru úr gömlum tannkörpum.

 

Enn er ekki vitað hvað veldur því að þarmaflóra ungfiska getur skrúfað tímann til baka en kenningin er sú að ungfiskasaurinn styrki ónæmiskerfið en það veiklast með aldrinum.

 

Þegar gagnlegar bakteríur koma í þarmana lifnar yfir ónæmiskerfinu og þannig hægist á öldrun.

 

Ungt blóð bætir heilastarfsemi

Minni gamalla músa batnar og þær eiga auðveldara með að rata eftir að blóðplasma úr ungum músum er sprautað í þær. Þetta sýna ýmsar tilraunir í BNA.

Þegar gamlar mýs fá ungt blóð, batnar heilastarfsemin.

Enn er vísindamönnunum ekki ljóst hvernig þetta unga blóð hefur áhrif á heilann en tilraunirnar benda til að prótín í blóðinu virki á ný taugafrumur sem þegar eru til staðar í heilanum.

 

Tilraunir á músum er auðvitað ekki hægt að yfirfæra umsvifalaust á menn og enn er ekkert sem styður það að blóðgjöf hafi sams konar jákvæð áhrif á fólk.

 

Það kemur þó ekki í veg fyrir að fyrirtæki selji gömlu fólki ungt blóð. Meðferðin felst í blóðgjöf 2 lítra af blóðplasma úr fólki yngra en 25 ára. Verðið er 8.000 dollarar á lítrann.

 

Forn baktería með eilíft líf

Árið 2009 fann rússneski vísindamaðurinn Anatoli Brouchkov bakteríu í sífreranum í Síberíu. Bakterían, Bacillus F, er orðin 3,5 milljóna ára gömul en sýnir engin merki öldrunar.

 

Bakteríunni var sprautað í mýs og bananaflugur og hún reyndist styrkja ónæmiskerfið og örva frumuskiptingu.

Bakterían Bacillus F er 3,5 milljóna ára en sýnir engin merki öldrunar.

Árið 2013 steig Brouchkov skrefinu lengra og sprautaði bakteríunni í sjálfan sig. Hann segir þá tilraun lofa góðu: „Ég fór að vinna lengur og hef ekki fengið flensu í meira en tvö ár,“ sagði hann tveimur árum eftir fyrstu sprautuna.

 

Hvort bakterían hefur haft einhver áhrif á hann er þó alveg ósannað.

 

Hann hefur heldur enga kenningu um ástæðu þess að bakterían geti lifað svona lengi.

 

Vísindamenn hafa kortlagt erfðamengi hennar en hefur enn ekki tekist að finna þau gen sem gera henni kleift að sigrast á dauðanum.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Jonas Grosen Meldal

Shutterstock,© Shutterstock/ Leibniz Institute for Age Research/ University of British Columbia/ Anatoli Brouchkov/The SiberianTimes,

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Heilsa

Vísindamenn finna sjálfsmorðshnapp krabbans

Alheimurinn

Ný gerð geimhylkis snýr lendingu alveg á haus

Maðurinn

Er hægt að verða sólbrúnn í skugga?

Maðurinn

Gerið það sama og þúsundir gera á samfélagsmiðlum: Verið þakklát og lifið lengur

Maðurinn

Þannig getum við nýtt drauma okkar

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

Jörðin

Jörðin eftir manninn

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

Lifandi Saga

Hvað átti sér stað við Wounded Knee árið 1973?

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is