Maðurinn

Stór sjáöldur gefa vísbendingar um háa greindarvísitölu

Ertu með stór sjáöldur - jafnvel þegar þú ert ekki að einbeita þér eða gera eitthvað flókið? Þá ertu líklega með greind yfir meðallagi.

BIRT: 07/04/2023

„Augun eru spegill sálarinnar,“ segir gamalt spakmæli og nú sýna nýjar rannsóknir að augun geta líka beinlínis opinberað greind þína.

 

Í kjölfar þriggja rannsókna og tilrauna hafa bandarískir vísindamenn nú dregið þá ályktun að gáfað fólk hafi stærri sjáöldur en fólk sem býr yfir lakara gáfnafari.

 

Munurinn sést með berum augum

Niðurstöðurnar hafa verið birtar í tímaritinu Cognitive Psychology af heilasérfræðingum frá Georgia Institute of Technology.

Þetta gerðu rannsakendurnir

  • Sjáöldur meira en 500 einstaklinga voru mæld og greindarpróf framkvæmd

 

  • Þátttakendur horfðu fyrst í nokkrar mínútur inn á skjá þar sem augnmælir mældi meðalstærð sjáaldra þeirra.

 

  • Rannsóknarstofan var höfð í rökkri til að trufla ekki augu þátttakenda með ljósmengun.

 

  • Þátttakendur voru síðan prófaðir í að leysa verkefni hvað varðar skammtímaminni og einbeitingu

 

  • Í þeim síðastnefnda blikkaði stór litaður kassi á helmingi tölvuskjás á meðan þátttakendur þurftu að lesa stafi sem hurfu hratt af hinum helmingi skjásins.

Rannsakendur mældu sjáöldur og mældu greindarvísitölu yfir 500 manns frá  Atlanta -svæðinu í Bandaríkjunum.

 

Eftir að hafa gert ráð fyrir ólíkum aldursmun milli fólks, kom í ljós að eldra fólk hefur smærri sjáöldur og fundu vísindamenn skýra fylgni á milli frammistöðu prófa og meðalstærðar sjáaldranna.

 

Þeir þátttakendur sem stóðu sig best í greindarprófunum voru með stærri sjáöldur en þeir sem stóðu sig ekki eins vel.

 

Stigahæsta fólkið í greindarprófinu var í raun með svo miklu stærri sjáöldur en þeir sem verst stóðu sig að munurinn sást greinilega með berum augum.

 

Sama heilastöð stjórnar sjáöldrum og heilavinnslu

Rannsakendur á bak við tilraunina útskýra tengslin við þá staðreynd að samdráttur og stækkun sjáaldranna er stjórnað af heilastöð sem kallast locus coeruleus.

 

Sú smáa heilastöð, sem situr í efri heilastofni, hefur taugatengingar víða um allan heilann.

 

Locus coeruleus stjórnar hormóninu noradrenalín, sem virkar bæði sem taugaboðefni og gegnir mikilvægu hlutverki, sérstaklega fyrir nám, en einnig fyrir minni, einbeitingu og skynjun.

 

Samkvæmt bandarískum vísindamönnum er því fólk með stærri sjáöldur líklega með þróaðra locus coeruleus og því getur heilastöðin betur stjórnað bæði sjáöldrum og heilastarfsemi sem við tengjum oft við mikla greind.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: SØREN STEENSIG

Shutteerstock,

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Lifandi Saga

Andspyrnustríð á Balkanskaga: Mulningsvél Títós

Náttúran

Topp 5 – Hvaða hryggdýr er langlífast?

Spurningar og svör

Fær það virkilega staðist að ánamaðkar geti skipt sér?

Menning og saga

Hvað er víkingur?

Læknisfræði

Tekist hefur að lengja æviskeið músa um 41%

Lifandi Saga

Sannleikurinn um hið afskorna eyra Van Goghs

Glæpir

Billy the Kid gerður ódauðlegur

Maðurinn

Hvers vegna lekur úr heilbrigðu nefi í kulda?

Lifandi Saga

Lífshættulegur leikur með svikinn mat

Maðurinn

Andlitið er þitt sterkasta vopn

Lifandi Saga

Hvað varð fólk gamalt á miðöldum?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is