Menning og saga

Stórt nef arfur fortíðarinnar

DNA úr útdauðum kynþætti manna gæti haft áhrif á lögun og stærð nefsins á nútímafólki.

BIRT: 17/03/2024

Flöt, löng, breið, stór og smá eða svonefnd kónganef.

 

Neflögun okkar er af fjölmörgum toga og nef fólks eru afar breytileg um allan heim.

 

Fyrri rannsóknir hafa sýnt að fjölbreytnin stafar m.a. af erfðum og aðlögun að hitastigi og loftraka.

 

Nú afhjúpar fjölþjóðlegur hópur vísindamanna enn eina skýringu, allavega varðandi þau okkar sem eru áberandi nefstór.

 

Bæði stærð og lögun nefsins kynni nefnilega að ákvarðast af genum sem rekja má allt aftur til Neandertals manna.

 

Sérstakt gen vakti forvitni

Rannsóknin byggist á gögnum frá meira en 6.000 manns í Suður-Ameríku og þetta fólk er ýmist af indíánaættum eða á sér evrópskar eða afrískar ættir.

 

Vísindamennirnir báru saman andlitsmyndir og erfðaupplýsingar hvers einstaklings. Þannig var unnt að ákvarða samhengi milli tiltekinna andlitsdrátta og ákveðinna erfðavísa.

Samanburður á lögun nefs Neanderdalsmanns og nútímamanns.

Einkum var það eitt gen sem vakti athygli. Þetta gen kóðar fyrir hærra nefbeini og er að sögn vísindamannanna komið frá Neandertalsmönnum sem dóu út fyrir nálægt 40.000 árum.

 

Genarannsóknir hafa áður fært okkur heim sanninn um einhverja blöndun kynþáttanna og við berum enn í okkur örlítinn hluta af genum þeirra.

Er það rétt að nefið og eyrun stækki alla ævi?

Því hefur oft verið fleygt að eyru okkar og nef haldi áfram að stækka alla ævina. Á þetta við rök að styðjast?

Vísindamennirnir álíta nú að þetta tiltekna nefgen hafi komið sér vel eftir að nútímamaðurinn yfirgaf Afríku og flutti sig á kaldari slóðir.

 

Nefið á sinn þátt í því að hafa stjórn á hita- og rakastigi loftsins sem berst niður í lungun og mismunandi nef geta því hentað við mismunandi aðstæður.

HÖFUNDUR: NANA FISCHER

© Dr Macarena Fuentes-Guajardo. © Shutterstock

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Náttúran

Blóðsugur leggja undir sig stórborgir heimsins

Náttúran

Hvaðan stafar saltið í Dauðahafinu?

Tækni

D-Vítamín er lykillinn að varnarkerfi líkamans

Lifandi Saga

Blóði drifið koffort kom upp um morðingja

Jörðin

Hvaða eldfjall er hættulegast?

Menning

Topp 5 / Hvaða eyjar eru þéttbýlastar?

Maðurinn

Hvað veldur saðningartilfinningunni?

Lifandi Saga

Hve marga Rómana drápu nasistar? 

Maðurinn

Hvaða tilgangi gegna líkamshár mannsins?

Náttúran

Hvernig myndast El Ninjo?

Lifandi Saga

Blóðsúthellingar og kynlíf: Íslendingar skrifuðu ævintýrasagnfræði

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.