Tveimur vikum eftir að fyrri heimsstyrjöldin braust út þann 1. ágúst 1914 skall annað áfall á Frökkum.
Þá bannaði ríkisstjórnin sölu á absintu.
Þessi sterki drykkur sem getur orsakað geðrof, hafði verið afar vinsæll meðal franskra hermanna og nú varð að finna eitthvað í staðinn fyrir absintuna.
LESTU EINNIG
Á þessum tíma drukku Frakkar allt sem innihélt eitthvað alkóhól en ríkistjórnin leit einkum til rauðvínsins, enda var það framleitt í landinu og innihélt auk þess fremur lítið af alkóhóli.
Vínið Pinard sem þótti ekki sérlega gott, var flutt í miklu magni til vígstöðvanna.
Árið 1915 átti hver hermaður rétt á 0,25 l daglega.
Árið 1917 átti hver hermaður í franska hernum rétt á 0,75 l af víni á degi hverjum.
Magnið jókst í 0,5 l árið 1916 en þá flutti herinn árlega 1,2 milljarða lítra af víni til hífaðra hermannanna.
Þegar stríðinu lauk um síðir árið 1918 var vínið – eins og vænta mátti – orðið óumdeildur þjóðardrykkur Frakka.