Af hverju þessi ást á áfengi?

Maðurinn hefur drukkið sig fullan frá upphafi vega. En af hverju látum við freistast af þessum vímuvaldandi dropum?

BIRT: 26/08/2022

LESTÍMI:

< 1 mínúta

Samkvæmt líffræðingnum Robert Dudley er ástæða elsku okkar á áfengi skýrð í kenninguni um hin  „fulla apa“ sem hann setti fram í bók árið 2014.

 

Forfeður manna borðuðu þroskaða regnskógarávexti í miklu magni. Þroskaðir ávextir innihalda mikið magn sykurs, sem gerfrumur gerja og breyta í alkóhól.

 

Samkvæmt kenningu Dudleys löðumst við að áfengi einmitt vegna þess að forfeður okkar lærðu að tengja lyktina við þroskaða, sæta og næringarríka ávexti.

 

Kenningin fékk misjafnar viðtökur í rannsóknarheiminum en hefur nú fengið stuðning í rannsókn frá árinu 2022.

 

Ávextir með áfengi frekar valdir

Þar fylgdust vísindamenn með ávaxtaétandi köngulóaröpum í Panama og komust að því að þeir kjósa ávexti með 1-2 prósent áfengi. Í þvagi apanna eru einnig niðurbrotsefni frá efnaskiptum áfengis sem er merki um að aparnir nýta hitaeiningar áfengisins.

 

Forfeður okkar voru varla drukknir í regnskógum Afríku þar eð þeir, líkt og köngulóaraparnir, urðu saddir áður en áfengisvíman náði tökum á þeim.

 

Þegar menn yfirgáfu regnskóga Afríku – og hina þroskuðu ávexti – fundu þeir að öllum líkindum fljótlega nýjar áfengisuppsprettur.

 

Elstu merki um áfenga drykki eru frá um 7000 f.Kr. þegar Kínverjar fóru að gerja t.d. hrísgrjón, ávexti og hunang.

BIRT: 26/08/2022

HÖFUNDUR: Jonas Grosen Meldal

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: Shutterstock

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.